Mýrdalshreppur fær styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að fjölga grænum svæðum, gönguleiðum og áfangastöðum í Vík. Verkefnin hafa flest verið unnin með tilstuðlan styrkveitinga frá hinu opinbera. Nú hefur verið staðfest að Mýrdalshreppur hefur hlotið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannasta að upphæð 17,4 milljónir króna til að hanna og undirbúa gönguleiðir, aðbúnað og útsýnispall í austanverðri fjallshlíð Reynisfjalls, þar sem fyrir er straumur fólks við óöruggar að aðstæður. Þannig verður umferð um svæðið stýrt á skýran hátt. Í bratta niður frá núverandi vegi á fjallinu verða bæði lagðar tröppur sem og rampur niður að útsýnispalli til að skapa aðgengi fyrir alla. Hönnunin miðar að því að um látlausa hönnun verði að ræða sem fylgi landslagi.  Hönnunin er í höndum Sei arkitekta sem m.a. hönnuðu útsýnipallinn á Bolafjalli og sigruðu hugmyndasamkeppni ásamt Landmótun um hönnun á Laugasandssvæðinu á Akranesi. 

Fréttir af úthlutunnin  eru  afrakstur af  undirbúningsvinnu sem hófst 2019. Þeir sem vilja kynna sér hugmyndina betur eru velkomnir á skrifstofun sveitarfélagsins þar sem fleiri myndir liggja frammi í afgreiðslu.