Leik & Sprell

Leik og Sprell verður í Vík í Mýrdal í sumar! Söng- og leiklistarnámskeið með nóg af sprelli og skemmtileg sýning sett upp fyrir aðstandendur í lok námskeiðs.
 

Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá lögunum sem börnin hafa valið sér, spuna og leik búum við til sýningu sem er opin fyrir aðstandendur.

Skráning á er hafin á Leik og Sprell í sumar, en námskeiðið verður haldið í Leiksskálum 7-11. júlí.
Afsláttarkóði er VIK10 fyrir börn með lögheimili í Mýrdalshrepp en Mýrdalshreppur niðurgreiðir 10.000kr af þáttökugjöldum.

Hlökkum til að sprella með ykkur í sumar!