Starfsmaður í móttökueldhúsi í leikskólanum Mánalandi
Leikskólinn Mánaland óskar eftir að ráða matráð í móttökueldhúsi. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að ganga til liðs við hóp faglegs starfsfólks, taka þátt í að þróa starfið ásamt því að vera hluti af samfélaginu. Skólinn er nýfluttur í glæsilegt nýtt húsnæði í Vík sem hannaður er sem 60 barna, þriggja deilda leikskóli þar sem lögð var áhersla á góða hljóðvist og góða aðstöðu í alla staði fyrir börn og starfsfólk.
Leikskólinn Mánaland er heilsueflandi leikskóli staðsettur í Vík í Mýrdal. Lögð er áhersla á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Mánaland er fjölmenningarlegur leikskóli og teljum við að öll börn geti notið sín á sínum forsendum. Styrkleiki leikskólans felst í fjölbreytni; það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Við leikum, lærum og eigum samskipti án fordóma. Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum auk þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sína og þekkingu.
Helstu verkefni:
Menntunar- og hæfniskröfur
Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 5. ágúst 2025. Starfshlutfall er 100%. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Laun er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsókn með ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið leikskolastjori@manaland.is eða í gegnum vefinn Alfred.is.
Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2025. Gert er ráð fyrir að ráðningar taki gildi sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri í Mánalandi í tölvupósti á netfangið leikskolastjori@manaland.is