Laust starf í íþróttamiðstöð

Mýrdalshreppur auglýsir til umsóknar starf í vaktavinnu við Íþróttamiðstöðina í Vík í Mýrdal. Um er að ræða hlutastarf eftir samkomulagi.

Sundkunnátta, snyrtimennska og góð þjónustulund skilyrði.

Við leitum að starfsmanni sem er traustur, reglusamur og vandvirkur.

Íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.

Starfið felur m.a. í sér:

  • afgreiðslu,
  • laugarvörslu,
  • þrif og aðra almenna þjónustu við gesti Íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Viðkomandi þarf að gangast undir öryggispróf sundstaða og hafa/taka skyndihjálparnámskeið, hreint sakavottorð skilyrði.

Laun eru skv. samningi launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Suðurlands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 487-1210 eða forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Umsóknir sendist á sveitarstjori@vik.is

Umsóknarfrestur til 30. nóvember 2022.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.