Íbúafundur um aðalskipulag Mýrdalshrepps

Miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi verður haldinn opinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps. Á fundinum munu Margrét Ólafsdóttir og Kristín Una Sigurðardóttir kynna vinnslutillögu endurskoðaðs aðalskipulag Mýrdalshrepps.

Fundurinn verður haldinn í Leikskálum í Vík og hefst kl. 20 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt í mótun sveitarfélagsins til framtíðar.