Heilsudagar í Vík / Health week in Vík

Heilsueflandi samfélag í Mýrdalshreppi stendur fyrir heilsuviku dagana 23.september til 30.september en þetta er liður í Íþróttaviku Evrópu en hún er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Þema heilsueflandi samfélags í Mýrdalshreppi er hreyfing og samvera. Dagskráin er í samræmi við það. 

Í ár er fjölbreytt dagskrá og hvetjum alla íbúa og gesti að taka þátt. Aðgangur er ókeypis.