Fit og Bakkar - Deiliskipulag

Í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér kynnt skipulagslýsing deiliskipulags hverfin Bakkar og Fit í Vík í Mýrdal.

Deiliskipulagið svæðið Bakkar nær til um 2,8 ha. og afmarkast af Austurvegi til norðurs og til lóða við Mýrarbraut, Bakkabraut og Árbraut. Deiliskipulagið svæði Fit nær til um 2,3 ha. og afmarkast af Víkurbraut, Ránarbraut og Mánabraut. Markmið deiliskipulagsins er að samræma mögulega uppbyggingu innan hverfanna sem þarf að vera í takt við aðliggjandi íbúðabyggð hvað varðar stærð og húsnæði sem og ásýnd svæðisins.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps frá 31. ágúst 2022 til og með 28. september 2022.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 28. september 2022.

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps