Félagsleg heimaþjónusta

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar félagslega heimaþjónustu í Mýrdalshreppi.

Starfið felst í léttum þrifum og félagslegum stuðningi við fólk í heimahúsum.

Leitað er eftir manneskju sem getur unnið sjálfstætt, starfið krefst hæfni í mannlegum samskiptum, góðrar þjónustulundar, stundvísi og heiðarleika.

  • Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
  • Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
  • Óskað eftir sakavottorði.
  • Almenn ökuréttindi skilyrði og þarf viðkomandi að hafa bíl til umráða.

Upplýsingar gefur Aðalheiður K. Steinadóttir í síma 487-8125 milli kl. 9 og 15 mánudag. þriðjudag og fimmtudag.

Einnig má senda fyrirspurn á netfangið adalheidur@felagsmal.is