Endurskoðun menntastefnu Mýrdalshrepps

Viltu taka þátt í að endurskoða menntastefnu Mýrdalshrepps?

Nú er hafið samráðsferli vegna endurskoðunar menntastefnu Mýrdalshrepps. Íbúafundur verður haldinn á næstu vikum og starfsfólk skólanna mun rýna í skólastarfið. Stýrihópur fundar reglulega, heldur utan um þau gögn sem verða til og nýtir þau til endurskoðunar og nýrrar framtíðarsýnar í menntamálum Mýrdalshrepps.

Nú óskar stýrihópurinn eftir því að fá álit á núverandi stöðu frá starfsfólki sveitarfélagsins, foreldrum og forráðafólki, ömmum, öfum, frænkum, frændum og öðrum þeim íbúum sem vilja leggja sitt af mörkum. Það eina sem skiptir máli er reynsla þín eða hugmyndir um menntamál.

Mat á fortíð og núverandi stöðu er grunnurinn að því að sjá hvað þarf að gera til að ná þeirri framtíðarsýn sem sveitarfélagið hefur áður sett og er nú í endurskoðun. Bilið á milli ríkjandi ástands og framtíðarsýnar þarf að brúa og markmið sem eru sett og verða endurskoðuð til lengri og skemmri tíma, miða að því.

Stöðumatið (könnun) gerir sveitarfélaginu kleift að skilgreina mikilvæg viðfangsefni. Afrakstur þess er notaður til að móta stefnu, markmið og leiðir sem færa skólastarf og annað tengt uppeldisstarf í sveitarfélaginu nær framtíðarsýninni.

Hér er hlekkur á könnunina sem er nafnlaus: https://forms.gle/5gJGKJrmLSvgEVCC8

Takk fyrir að leggja þitt af mörkum - það er mikilvægt!

Stýrihópur um endurskoðun menntastefnu Mýrdalshrepps