Dýrn í Hálsaskógi í uppsetningu Víkurskóla

Nemendur og starfsfólk Víkurskóla sýndu leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner í Leikskálum.  Fullt var út úr dyrum á sýningunni og eins og við var að búast var sýningin hin besta skemmtun og hlaut mikið lófaklapp.  Það var mikil gleði bæði hjá aðstandendum sýningarinnar og gestum  að geta nú komið aftur saman á árshátið skólans eftir tveggja ára hlé.  Leikstjóri  verksins var Sif Hauksdótttir og Brian Haroldson stjórnaði tónlistarflutningi.  Unnið hefur verið að endurbótum á Leikskálum sem nú hafa fengið nýtt og betra yfirbragð, það var því vel við hæfi að fyrsti viðburðurinn í húsinu eftir endurbætur, væri þessi fallega litskrúðuga sýning.