Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Höfðabrekku í Mýrdal.
Höfðabrekka - Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan nær yfir 6 ha jarðarinnar Höfðabrekku L163031 í Mýrsdalshreppi auk íbúða- og þjónustulóðir. Innan skipulags svæðisins er ætlunin að skilgreina byggingarheimildir sem gera grein fyrir frekari uppbyggingu ferðaþjónustu og heimild fyrir íbúðabyggð.
Þessi tillaga liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 28. apríl til og með 9. júní 2025.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 9. júní 2025.