Aðal­skipulag Mýrdalshrepps 2021-2033

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur þann 22. mars 2023 samþykkt Aðal­skipulag Mýrdalshrepps 2021-2033 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 2. gr. laga um umhverf­ismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Tillagan var auglýst frá 23. janúar 2023 með athugasemdafresti til 8. mars 2023. Á auglýsingatíma bárust 27 athugasemdir og umsagnir. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytinga á tillögunni er varða m.a. eftirtalin atriði:

  • Skilmálar fyrir rotþró (I6) bætt við töflu í kafla 5.6.2.
  • Reiturinn (VÞ5) stækkaður á kostnað (ÍB7) sem minnkar skv. gögnum frá landeignaskrá. Stærðir uppfærðar fyrir (VÞ5) í töflu 8 og (ÍB7) í töflu 1.
  • Afmörkun á milli M1 og ÍB1 breytt skv. gögnum frá landeigendaskrá.
  • Afmörkun AF5 breytt skv. nýrri afmörkun í samræmi við umsögn Veðurstofunnar.
  • Reitum VÞ42 og VÞ43 bætt við og skilmálum í kafla 5.2. Verslun- og þjónusta.
  • Reit F15 og F16 þar sem er núverandi frístundabyggð bætt inn á uppdrátt og í kafla 4.2 Frístundabyggð.
  • Skilmálar fyrir AF21 uppfærðir í töflu 8 (kafla 5.3) þar sem bætt er við; Ekki gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum.
  • Skilmálum fyrir reit AF4 og AF6 breytt í kafla 5.3 Afþreyingar og ferðamannasvæði.
  • Vatnsbólum bætt við og tafla 25 Vatnsverndarsvæði í Mýrdalshreppi uppfærð.
  • Skilmálum fyrir AF7 breytt í samræmi við núverandi byggingar.
  • Skilmálum fyrir VÞ40 breytt í kafla 5.2. Verslun- og þjónusta.
  • Flokkun landbúnaðarlands er leiðrétt í samræmi við athugasemdir og texti lagfærður í kafla 5.3. Landbúnaðarsvæði.
  • Bætt var við texta í kafla 6.1 þar sem fjallað er um vegi í náttúru Íslands.
  • Afmörkun á milli reita F4, F5, F6, F7, SL4 og SL5 er breytt í samræmi við uppdrátt frá Skóræktarfélagi Reykjavíkur.
  • Efnistökusvæðin E14 og E15 sýnd sem 7,5 ha fláki. Bætt inn ákvæði í töflu fyrir E14 og E15: „Ef í deiliskipulagsvinnu kemur í ljós að efnistakan er ekki í samræmi við þá afmörkun sem sýnd er þá þarf að gera breytingu á aðalskipulagi“.
  • Efnistökusvæðið E16 sýnt sem 7,5 ha fláki. Bætt inn ákvæði í töflu fyrir E16 „Við útgáfu framkvæmdarleyfis þarf að fara yfir afmörkun á svæðinu”.

Aðalskipulag þetta hefur verið sent Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Við gildistöku þess fellur eldra skipulag úr gildi, Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 sem birt var í b-deild 19. mars 2013.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt aðalskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um aðalskipulagið og niðurstöðu sveitarstjórnar Mýrdalshrepps er bent á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.vik.is/is eða að hafa samband við Skrifstofa Mýrdalshrepps, Austurvegur 17, 870 Vík eða í síma 487-1210.