5 mínútur í jól - Hljómveitin LÓN

Hljómsveitin LÓN með söngvarann Valdimar í broddi fylkingar flytur óvæntar útgáfur af þekktum jólaperlum. Sérstakur gestur er söngkonan RAKEL.

Til þess að fagna útgáfu nýrrar jólaplötu „5 mínútur í jól“ heldur hópurinn í tónleikaferð og býður gestum á notalega jólatónleika í kirkjum landsins.

Í desember verður einnig sérstakur jólaþáttur á dagskrá í Sjónvarpi Símans þar sem má sjá og heyra meira af þessum skemmtilega jólasamleik hljómsveitarinnar LÓN og RAKELAR.

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/32oIkMxI3

Hlekkur á miðasölu: https://tix.is/is/event/14535/5-minutur-i-jol-hati-artonleikaro-/

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Hljómsveitin Lón