Sveitarstjórn

650. fundur 17. maí 2023 kl. 09:00 - 12:08 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Þorgerður H. Gísladóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Páll Tómasson
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að mál 2103004 - Endurnýjun á yfirdráttarheimild hjá Arion banka, yrði bætt við dagskrá fundarins
Samþykkt

1.Skipulags- og umhverfisráð - 10

2305001F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Sveitarfélagið Mýrdalshreppur hefur samhliða gerð aðalskiplags unnið að skráningu vega í Náttúru Íslands skv. lögum um náttúruvernd sem tóku gildi í nóvember 2015 og reglugerðar þar um sem samþykkt var 2018. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að afgreiðslu vegaskrárinnar verði frestað til þess að ráðast megi í víðtækara samráð.
    Ástæða frestunar á að skila inn skráningu vega er að sveitarfélagið metur það svo að það hugsmunir séu slíkir að aukið samráð þurfi við stofnanir, landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Ferðaþjónusta er stærsta atvinnugrein sveitarfélagsins og því mikið í húfi að vel takist til við gerð vegaskrárinnar í ljósi þess að vegir í náttúru Íslands tryggja í mörgum tilfellum aðgang að vinsælum ferðamannastöðum. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gert verði grein fyrir ákvörðuninni í greinargerð aðalskipulagsins og að neðangreindri verkáætlun verði fylgt við gerð skrárinnar en leggur áherslu á mikilvægi þess að endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins hljóti afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Fjárfestingar sveitarfélagsins í innviðum gera ráð fyrir að áfram verði hægt að þróa þjónustu- og íbúðalóðir í samræmi við aðalskipulagið og ekki fæst séð að vegaskráin ætti að vera fyrirstaða fyrir staðfestingu þess.
    Verkþættir / Skilagögn
    Lýsing og samráð / júlí - ágúst 2023
    Breytingaruppdráttur með greinargerð / september 2023
    Gögn tilbúin til auglýsingar skv. 1. mgr. 31 gr. SL nr. 123/2010 og kynning á tillögu, samráð. / október - nóvember 2023.
    Uppfærsla eftir auglýsingu og tillaga að svörum til þeirra sem gerðu athugasemdir / desember 2023 - janúar 2024
    Fullfrágengin gögn tilbúin til yfirferðar Skipulagsstofnunar / febrúar - mars 2024.

    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 1.2 2211019 DSK - Reynir
    Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráð tekur undir sjónarmið deiliskipulagshönnuður vegna athugasemda Vegagerðarinnar og ráðið felur skipulagsfulltrúa að bregðast við því.
    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
    Bókun fundar Oddviti vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 1.3 2201026 DSK Bakkar
    Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeim breytingum að lóðin Árbraut 4 verði felld út og skipulagsmörk við Víkurbraut 4 og 6 færð 2 metra frá bílskúrum sem standa við lóðamörk og að gert verði ráð fyrir göngustíg milli lóðanna Mýrarbraut 1 og 3. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    SSÞ situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
    SSÞ situr hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna með lítils háttar breytingum vegna skipulagsafmarka og orðalagsbreytinga. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 1.5 2305004 DSK - Reynisdalur 2
    Skipulags- og umhverfisráð - 10 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráð fellst ekki á uppsetningu skiltisins í núverandi mynd þar sem það gerir ráð fyrir krossvegamótum á þjóðvegi 1. Ráðið heimilar uppsetningu á skiltinu með þeirri breytingu að merking um Kötlujökul og Hafursey verði fjarlægð og mælist til þess að aflað verði samþykkis landeiganda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði framkvæmdaleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði framkvæmdaleyfi skv. umsókninni. Ráðið bendir Vegagerðinni á að huga þurfi að farvegi Múlakvíslarinnar undir og fyrir neðan brúna m.a. til þess að koma í veg fyrir landbrot við Höfðabrekkujökul og þjóðveg 1 vestan við brúna. Skoða mætti í því samhengi að lengja varnargarð sem er sunnan við þjóðveginn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.
    JÓF situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
    JÓF sat hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 10 Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir nánari lýsingu á því hvernig starfsemin myndi falla að útsýnispallinum m.t.t. aðkomu að klifursvæði, staðsetningu free-fall og afstöðumynd sem gefur glögga mynd af ásýndinni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Leikskálar - Ytra byrði

2302026

Umfjöllun um viðgerðir á ytra byrði félagsheimilisins
Sveitarstjórn samþykkir útfærslu á viðgerð ytra byrði félagsheimilisins með múrviðgerð og málun í pósthúsrauðum lit. Sveitarstjórn mælist enn fremur til þess að pantaðir verði tveir gluggar í viðbót á austurgafl hússins og nýjar hurðar við aðalinngang og svið.

3.Smiðjuvegur

2305017

Lagt fram erindi frá Orku náttúrunnar
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa enn fremur að funda með Rarik til þess að ræða afhendingargetu rafmagns í Vík og framtíðaruppbyggingu kerfisins.

4.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 8

2304004F

  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 8 Ráðið þakkar Hugrúnu fyrir kynninguna og tekur vel í þær tillögur sem voru kynntar á fundinum. Sveitarstjóra í samráði við verkefnisstjóra fjölmenningar er falið að vinna málið áfram í samráði við ráðið í gegnum tölvupóst - The council thanks Hugrún for the presentation and welcomes the proposals that were presented at the meeting. The mayor, in consultation with the intercultural project manager, is tasked with working on the matter in consultation with the council via e-mail
  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 8 Ráðið þakkar Hugrúnu fyrir kynninguna og leggur til við sveitarstjórn að hafin verði gerð samfélagsstefnu fyrir Mýrdalshrepp. Ráðið leggur til að sveitarstjóri, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, forstöðukona Kötluseturs og verkefnisstjóri fjölmenningar skipi stýrihóp til að skipuleggja vinnuna - The council thanks Hugrún for the presentation and proposes to the local council that the formation of a community policy for Mýrdalshreppur be started. The council proposes that the mayor, the youth and leisure representative, the director of Kötlusetur and the project manager for interculturalism appoint a steering group to organize the work Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 8 Ráðið felur sveitarstjóra að funda með Fræðsluneti Suðurlands um möguleikann á samstarfi um ráðningu fræðslufulltrúa með aðsetur í Vík - The council tasks the mayor with organizing a meeting with the Lifelong learning center of the South about the possibility of cooperation on the employment of an education representative based in Vík Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 8 Enskumælandi ráð skorar á Háskóla Íslands að endurskoða þá ákvörðun að bjóða eingöngu upp á Íslenskubrú í staðnámi í Reykjavík. Mikil reynsla er komin á fjarnám í háskólanámi og ekkert því til fyrirstöðu að tungumálakennsla fari fram með þeim hætti.
    Mýrdalshreppur er fjölbreytt samfélag með háu hlutfalli erlendra íbúa og mikilvægt er að stutt sé við inngildingu þeirra í íslenskt samfélag. Miklu skiptir að stjórnvöld veiti íbúum jöfn tækifæri og að menntastofnanir nýti allar færar leiðir til að styðja við inngildingu nýrra íbúa.
    Ráðið hvetur skólayfirvöld til þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna íbúa landsins og styðja við íslenskukennslu um allt land.

    The English-speaking council calls on the University of Iceland to reconsider the decision to only offer Icelandic Bridge (Íslenskubrú) as an on-site study in Reykjavík. There is a lot of experience with distance learning in higher education, and there are no obstacles to language teaching taking place that way.
    Mýrdalshreppur is a diverse community with a high percentage of foreign residents, and it is important to support their inclusion into Icelandic society. It is very important that the government provides residents with equal opportunities and that educational institutions use all available means to support the integration of new residents.
    The council encourages the school authorities to consider the different circumstances of the country's inhabitants and to support the teaching of Icelandic throughout the country.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir áskorun ráðsins og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

5.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 8

2305002F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 8 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Víkurskóla. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir skóladagatal Víkurskóla 2023-2024.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 8 Ráðið samþykkir að skipa formann FFMR, varaformann FFMR, skólastjóra, aðstoðarskólastjóri, skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra í starfshóp um húsnæði Víkurskóla. Hópnum er falið að útfæra breytingar á innra skipulagi skólans í framhaldi af flutningi leikskólans í nýtt húsnæði og að fjalla um framtíðarskipulag skólans. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 8 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Sveitastjórn staðfestir tímabundna ráðningu Nichole Leigh Mosty til eins árs í starf leikskólastjóra og býður hana velkomna til starfa.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 8 Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti auglýsinguna og felur sveitarstjóra að auglýsa starfið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 5.5 2208012 Styrkbeiðnir
    Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 8 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt en að gerður verði samstarfssamningur sem miði af því að tryggja æskulýðsstarf á vegum klúbbsins. Bókun fundar DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 8 Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti samninginn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

6.Rekstur Hjallatúns

2102028

Umfjöllun um stöðu rekstrar hjúkrunarheimilisins. Hjúkrunarforstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að Hjallatúni verði veitt lán til að tryggja reksturinn og standa undir skuldbindingum. Framlagið verði útfært frekar í viðauka.

7.Endurnýjun á yfirdráttarheimild hjá Arion banka

2103004

Sveitarstjórn samþykkir að endurnýjuð verði 25 mill. kr. yfirdráttarheimild fyrir Mýrdalshrepp hjá Arion banka.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að framlengja sjálfskuldarábyrgð vegna 20. mill. kr. yfirdráttarheimildar fyrir Hjallatún. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu við Arion banka.
Sveitarstjórn samþykkir enn fremur að heimild á visa korti verði tímabundið hækkuð í 1,5 mill. kr. vegna starfsmannaferðar Hjallatúns.

8.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi

2301003

Vegna umsóknar Hvammbóls ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II G íbúðir
SSÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

9.Gjaldskrá slökkviliðs Mýrdalshrepps

2305013

Lögð fram drög að gjaldskrá til staðfestingar í sveitarstjórn
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána með fyrirvara um leiðréttingu á 5. gr.

10.Sléttuvegur 3a - Umsókn um lóð

2303009

Lögð fram drög að staðfestingu á stofnframlagi sveitarfélags
Sveitarstjórn staðfestir stofnframlag Mýrdalshrepps vegna byggingar íbúða á Sléttuvegi 3a í Vík.

11.Erindi frá Global Geoparks Network

2305014

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps þakkar fyrir erindið og tekur undir áhyggjur samtakanna Global Geoparks Network. Sveitarstjórn skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að finna leið til að fjármagna rekstur jarðvangsins enda gegnir hann mikilvægu hlutverki og heldur utan um stórbrotna jarðfræðilega minjastaði.

12.Ársreikningur 2022

2304008

Ársreikningur Mýrdalshrepps tekinn til síðari umræðu
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.202,4 millj. kr. í A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.144,6 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í Aflokki var 0,39% en lögbundið hámark þess er 0,625%, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,65% en lögbundið hámark þess er það sama.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 188,4 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 235,4 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 1.387,4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 1.552,5 millj. kr.

Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning við síðari umræðu. Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra, forstöðumönnum og öðru starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins.

13.Ársfjórðungsyfirlit

2305018

Sveitarstjóri kynnir rekstaryfirlit 1. ársfjórðungs 2023

15.Fundargerð 595. fundar stjórnar SASS

2305015

16.Fundargerð 226. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands og ársreikningur 2022

Fundi slitið - kl. 12:08.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir