Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð Mýrdalshrepps gerir ekki athugasemd við tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en að henni verði breytt þar sem nýjar mælingar sýna fram á að efnistökusvæði E1 er ekki lengur til vegna landrofs í fjörunni. Lagt er til að skipulagið nái einungis til byggingarsvæðis vinnslulínu, það sem skilgreint er hluti A í tillögunni. Ráðið mælist jafnframt til þess að efnistökusvæði E1 verði fellt út úr aðalskipulagi við yfirstandandi endurskoðun.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðlsu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í erindi um byggingarleyfi en þar sem aðkoma að vegi liggur yfir aðliggjandi land, er farið fram á að gert verði deiliskipulag skv. grein 2.6. í gildandi aðalskipulagi.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að inngang í íbúð sem stendur næst götu verði breytt þannig að hann uppfylli byggingarreglugerð, t.a.m. með því að færa hann að svölum að sunnanverðu. Í framhaldinu felur ráðið skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að lögð verði fram afstöðumynd í samræmi við bókun 287. fundar skipulagsnefndar. Í framhaldinu felur ráðið skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð tekur undir tillöguna og tilnefnir Jón Ómar Finnsson í hönnunarteymið.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gerð nýrra lóðarleigusamninga á grundvelli nýrra lóðamarka.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 3Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.Bókun fundarSveitarstjórn samþykkir tillöguna.
2.Ársreikningur Hjallatúns 2021
2208020
Lögð fram til staðfestingar drög að ársreikning Hjallatúns fyrir árið 2021. Hjúkrunarforstjóri og sveitarstjóri kynntu ársreikninginn og fóru yfir starfsemi Hjallatúns.
Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning Hjallatúns 2021.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 2FFMR þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. FFMR staðfestir jafnframt skólanámskrá og starfsáætlun Víkurskóla 2022-2023. Sveitarstjóra er jafnframt falið að skoða mögulegar útfærslur til þess að bæta öryggi á skólalóðinni í samræmi við umræður á fundinum.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að útfærslum sem miða að bættu öryggi á skólalóðinni með því að bæta skipulag á bílastæði og skólalóð.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 2FFMR samþykkir tillöguna og felur leikskólastjóra í samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra að gera drög að tímalínu fyrir inntöku barna af biðlistaBókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 2FFMR tekur undir tillögu enskumælandi ráðs og tilnefnir Sunnu Wiium Gísladóttur í hönnunarteymi líkamsræktarinnar.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 2FFMR þakkar ungmennafélaginu Kötlu fyrir samantektina og mælist til þess að hún verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs með það að augnamiði að hægt verði að hefja endurbætur. Sveitarstjóra er jafnframt falið að sjá til þess að unnin verði viðhaldsáætlun í samráði við forstöðumann íþróttahúss og verkstjóra áhaldahúss.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 2FFMR samþykkir stefnuna og felur sveitarstjóra að kynna hana fyrir stjórnendum. Í framhaldinu er mælst til þess að stjórnendur kynni hana fyrir starfsfólki stofnana sveitarfélagsins.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 2FFMR samþykkir hækkun á heimgreiðslum til foreldra með börn á biðlista á leikskóla. FFMR gerir ekki athugasemd við 5% almenna hækkun á gjaldskrám en leggur til að stök gjöld í sund og líkamsrækt séu hækkuð til samræmis við það sem almennt gerist annars staðar.Bókun fundarLagt fram til kynningar.
Enskumælandi ráð / English Speaking Council - 1Enskumælandi ráð samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn - The council confirms the draft for the council charter and sends it to the local council for confirmationBókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Enskumælandi ráð / English Speaking Council - 1Enskumælandi ráð samþykkir tillöguna og tilnefnir formann ráðsins í hönnunarteymi líkamsræktarinnar - The council approves the proposal and appoints the chairman to sit on the committeeBókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Enskumælandi ráð / English Speaking Council - 1Enskumælandi ráð samþykkir tillöguna. Ráðið skorar aukinheldur á HSU að endurskoða opnunartíma Heilsugæslunnar í Vík svo að hún þjónusti betur fjölbreyttan íbúahóp sveitarfélagsins. Ráðið felur einnig sveitarstjóra að ganga til viðræðna við fyrirtæki sem reka apótek um möguleika á opnun apóteks í Vík - The council approves the proposal. The council furthermore challenges the Health Care Institution to reconsider the opening hours of the clinic in Vík to better service the diverse residents of Mýrdalshreppur. The council also instructs the Mayor to go into discussions with pharmacy companies to discuss the possibilities of opening a pharmacy in Vík.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
5.Áskorun frá FA, LEB og Húsó
2209034
Lögð fram áskorun um álagninu fasteignagjalda.
Sveitarstjórn þakkar fyrir áskorunina og hefur hana til hliðsjónar við álagningu gjalda ársins 2023.