Sveitarstjórn

654. fundur 14. september 2023 kl. 09:00 - 12:45 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
 • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
 • Björn Þór Ólafsson oddviti
 • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Sveitarstjórn sendir fjölskyldu og aðstandendum Kristínar Erlu Benediktsdóttur einlægar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.
Kristín Erla var kjörinn fulltrúi í Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráði Mýrdalshrepps í kjölfar sveitarstjórnakosninga 2022 og tók þátt í undirbúningi ýmissa verkefna á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn kemur á framfæri þakklæti sínu fyrir störf Kristínar í þágu samfélagsins í Mýrdalshreppi.

1.Skipulags- og umhverfisráð - 13

2309001F

 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 JE vék af fundi við afgreiðslu málsins
  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að unnið verði skipulag fyrir svæðið, en að aðalskipulag verði unnið af sveitarfélaginu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að unnið verði skipulag fyrir svæðið, en að aðalskipulag verði unnið af sveitarfélaginu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlögð lóðarblöð. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Skipulags- og umhverfisráð leggst ekki gegn því að starfsemi hússins verði breytt og það stækkað. Ráðið mælist hins vegar til þess að nákvæm hönnunargögn verði lögð fram aftur til umfjöllunar og leggur áherslu á að hönnun og útlit hússins taki mið af umhverfinu. Eðlilegt er að horfa til þess sérstaklega hvernig stækkunin gæti litið út í tengslum við endurbyggingu Halldórsbúðar. Þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir er í framhaldinu nauðsynlegt að grenndarkynna stækkunina.
  Bókun fundar DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 JÓF vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út byggingarleyfi.
  Bókun fundar JÓF vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út stöðuleyfi fyrir klæðningarefninu innan girðingar á urðunarstað við Uxafótarlæk til árs. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki eigenda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina með fyrirvara um að krafa kann að vera gerð um að matarvagninn verði færður með 60 daga fyrirvara vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á svæðinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 13 Skipulags- og umhverfisráð skorar á Vegagerðina að ráðast í viðgerðir á eystri sandfangara í Vík vegna rofs sem hefur orðið á garðinum á tveimur stöðum í samræmi við loftmyndir. Veruleg hætta er á því að rof haldi áfram og rjúfi garðinn sem gæti orðið til þess að hann hverfi allur á skömmum tíma.
  Skipulags- og umhverfisráð vísar til 8. gr. laga nr. 28/1997 um sjóvarnir sem kveður á um að ríkið beri kostnað af vörnum sem stöðva landbrot, sem stofnar mannvirkjum í eigu ríkisins í hættu. Þar sem húsnæði Vegagerðarinnar er næst umræddum garði skal kostnaður við verkefnið greiðast úr ríkissjóði.
  Ráðið leggur til að óskað verði eftir fundi með innviðaráðherra í því augnamiði að hraða málinu eins og kostur er.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Smiðjuvegur 7 - lóðaúthlutun

2308016

Lagðar fram umsóknir um verslunar- og þjónustulóð að Smiðjuvegi 7 í Vík
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Pennanum ehf. lóðinni að Sléttuvegi 7. Úthlutunin er samþykkt á grundvelli þess að fjölbreytt verslun og atvinnustarfsemi í Vík þjóni vel hagsmunum íbúa sveitarsfélagsins. Samkvæmt greinargerð með umsókn er stefnt að fjölbreyttri starfsemi í húsinu, s.s. verslun, bókasafni, kaffihúsi, apóteki, heilsugæslu og skrifstofum.

Í ljósi fjölda umsókna og mikils áhuga á uppbyggingu felur sveitarstjórn sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að hraða eins og kostur er gerð nýs deiliskipulags á reit VÞ6 í Vík. Gera skal ráð fyrir að minnsta kosti 5 verslunar- og þjónustu lóðum en skoðaður verði sá möguleiki að breyta hluta svæðisins austan við lóðina á Sléttuvegi 3a í fjölbýlishúsalóð. Sveitarstjórn telur enn fremur eðlilegt í ljósi mikillar eftirspurnar að gjaldskrá gatnagerðargjalda verði endurskoðuð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja hana fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

3.Hugbúnaður fyrir skipulags- og bygginarsvið

2309006

Lögð fram tillaga um hugbúnaðarkaup fyrir skipulags- og byggingarsvið
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að uppsetningu Oneland robot fyrir móttöku umsókna og erinda fyrir skipulags- og byggingarmál og íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að útfæra kostnaðarauka í viðauka við fjárhagsáætlun.

4.Útsýnispallur í Reynisfjalli

2110022

Lögð fram drög að verksamningi um framkvæmd útsýnispalls í hlíðum Reynisfjalls
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá samning sem miðar að því að gætt verði að hagræði með breytingu á hönnun og efnisvali.

5.Erindi frá SASS vegna samgöngumála

2309008

Lögð fram fyrirspurn frá SASS um áherslur sveitarstjórnar í samgöngumálum
Sveitarstjórn samþykkir framlagt minnisblað um áherslur Mýrdalshrepps í samgöngumálum. Sveitarstjóra er falið að óska eftir sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og Vegagerðarinnar til að fjalla betur um samgöngumál innan sveitarfélagsins.

6.Fjallskilanefnd - 3

2308004F

 • Fjallskilanefnd - 3 Lára Oddsteinsdóttir einróma kosin formaður. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 6.2 2208003 Skipan í leitir
  Fjallskilanefnd - 3 Farið yfir álagningu í söfn. Ákveðið að bæta við 3. safni til að lágmarka kostnað við eftirleitir. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Fjallskilanefnd - 3 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 6.4 2308025 Önnur mál
  Fjallskilanefnd - 3 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

7.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 11

2308006F

 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 11 Ráðið þakkar fulltrúum ráðuneytisins fyrir góðar umræður og vonast eftir frekara samstarfi um stefnumótun í málefnum innflytjenda - The council thanks the members of the ministry for good discussions and hopes for future collaboration on policy making in matters of immigrants Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 11

2309002F

 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 11 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 11 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal tónskólans.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 11 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í skipulagsbreytingar í samræmi við tillögur KPMG sem miða að því að stjórnun á íþróttamiðstöð sé færð yfir til æskulýðs- og tómstundafulltrúa til að tryggja samþættingu í æskulýðs-, tómstunda- og íþróttastarfi og fjármálum sveitarfélagsins. Í framhaldinu verði skoðað sérstaklega hvernig hagræða megi vaktafyrirkomulagi í því augnamiði að lengja opnunartíma og draga úr tvímönnun á tímum þar sem lítið er að gera. Enn fremur leggur ráðið til að komið verði upp betra afgreiðslukerfi fyrir sundlaug og líkamsrækt þannig að hægt væri að fylgjast betur með fjölda notenda og kannað verði með hvaða hætti mætti koma fyrir sjálfsafgreiðslulausn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 11 Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti skipan fulltrúa í ungmennaráð. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 11 Ráðið þakkar forstöðukonu og æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir kynninguna.

9.Styrkbeiðni

2308026

Lögð fram beiðni frá Háskólafélagi Suðurlands um styrk til Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands
Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðnina.

10.Styrkbeiðni

2308027

Lögð fram beiðni um styrk frá björgunarsveitinni Víkverja vegna kaupa á nýjum bíl
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja björgunarsveitina Víkverja um 1.500.000 kr. til kaupa á bíl til að sinna útköllum.

11.Erindi vegna málstefnu

2309007

Lagt fram til kynningar erindi frá Innviðaráðuneytinu

12.Jafnréttisáætlun

2308012

Jafnréttisáætlun Mýrdalshrepps tekin til endurskoðunar
Sveitarstjórn leggur til að jafnréttisáætlun verði staðfest í óbreyttri mynd og felur sveitarstjóra að senda hana til staðfestingar.

13.Löggæsla í Mýrdalshreppi

2309004

Umræða um starfsemi Lögreglustjórans á Suðurlandi í Vík. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við lögregluna fyrir fundinn og lagði fram minnisblað vegna löggæslu í Mýrdalshreppi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda minnisblaðið til embætti lögreglustjórans og óska eftir fundi með embættinu.

14.Rekstraryfirlit fyrri árshelmings

2309005

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur sveitarfélagsins á fyrri árshelmingi 2023

15.Nýtt húsnæði fyrir skrifstofu Mýrdalshrepps

2104022

Lögð fram tilboð sem bárust í skrifstofuhúsnæði fyrir ráðhús Mýrdalshrepps
Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Pennans ehf. í skrifstofuhúsnæði og felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna við Pennann um frekari útfærslu á hönnun.

16.Fundargerð aðalfundar Skógasafns 2023 og ársreikningur 2022

2308013

Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti ársreikninginn.

17.Fundargerð almannavarnanefndar

2301010

Lögð fram til staðfestingar tillaga að framlögum aðildarsveitarfélaga til ARVS
Sveitarstjórn staðfestir tillögu nefndarinnar um framlög aðildarsveitarfélaga.

18.Fundargerð stjórnar Hulu bs.

2211013

Lagður fram til staðfestingar ársreikningur 2022
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ársreikninginn.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir