Sveitarstjórn

651. fundur 15. júní 2023 kl. 09:00 - 12:16 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Anna Huld Óskarsdóttir nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
 • Magnús Örn Sigurjónsson nefndarmaður
  Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
 • Páll Tómasson nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að mál 2306014-Ráðning skólastjóra tónskólans yrði tekið á dagskrá fundarins.
Samþykkt.

1.Heilsueflandi samfélag

2102019

Lagðar fram fundargerðir stýrihóps og tillaga um uppsetningu bekkja
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur æskulýðs- og tómstundafulltrúa að útfæra verkefnið.

2.Skipulags- og umhverfisráð - 11

2306001F

 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Ráðið þakkar fyrir kynninguna og tekur vel í frekari útfærslu á verkefninu. Mælst er til þess að ásýndarmyndir verði lagðar fram sem geta betur sýnt fram á sjónræn áhrif fallturns og brautarinnar á umhverfi útsýnispallsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kanna möguleika á staðsetningu fyrir aðkomu að pallinum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 2.2 2305004 DSK - Reynisdalur 2
  Skipulags- og umhverfisráð - 11 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
  Bókun fundar PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
  Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið, en aðalskipulagsbreytingin verði unnin af sveitarfélaginu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Ráðið mælist til þess að deiliskipulag svæðisins verði endurskoðað og heimilar að lóðin verði stækkuð til austurs til þess að ákvæði aðalskipulags um fjölda bílastæða verði uppfyllt. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að breytingu á deiliskipulagi. Hámarksbyggingarmagn lóða á Austurvegi 16-20 verði skilgreint í deiliskipulaginu í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Ráðið gerir ekki athugasemd við stækkun mannvirkis sem rúmast innan framangreinds byggingarmagns. Ráðið felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða frekari útfærslu á stækkun lóðarinnar sem miði að því að brunavarnir mannvirkisins séu tryggðar og að aðkoma aðliggjandi lóða og að fráveitumannvirkjum sveitarfélagsins sé tryggð.

  ÓG sat hjá.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Ráðið fellst ekki á stækkun lóðarinnar m.v. framlögð gögn í ljósi þess að rými er til staðar á byggingarreitnum. Ráðið mælist til þess að hönnun hússins verði breytt þannig að það rúmist innan núverandi byggingarreits. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu ráðsins og felst ekki á stækkun lóðarinnar og mælist til þess að hönnun hússins verði breytt þannig að hús og bílastæði rúmist innan núverandi lóðamarka.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Erindið er samþykkt og ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 11 Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið þar sem umrædd lóð er skilgreind sem geymslulóð og bendir umsækjendum á að senda inn umsókn um lóð. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Mýrarbraut 13 - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi

2207005

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingasölu á Mýrarbraut 13
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins miðað við að hámarksgestafjöldi verði 35 manns.

4.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi

2301003

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II íbúðir að Þórisholti 5
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

5.Austurvegur 10 - Umsókn um byggingarleyfi

2201015

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina.

6.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 9

2306002F

 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 9 Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir kynninguna og staðfestir leikskóladagatal ársins 2023-2024.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 9 Ráðið felur sveitarstjóra að ganga frá samning við KPMG um úttekt á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 9 Ráðið samþykkir að Regnbogahátíðin 2023 verði haldin dagana 12. - 15. október. Ráðið felur sveitarstjóra, forstöðukonu Kötluseturs og æskulýðs- og tómstundafulltrúa að hefja undirbúning og leita eftir áhugasömum fulltrúum í stýrihóp um skipulagningu hátíðarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • 6.4 2304006 Samfélagsstefna
  Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 9 Verkefnisstjóri fjölmenningar stýrði umræðum um samfélagsstefnu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 9

2305004F

 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 9
 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 9 Ráðið felur sveitarstjóra og verkefnisstjóra fjölmenningar að koma móttökuáætlun í ferli hjá sveitarfélaginu. Stefnt skal að því að frá og með haustinu verði nýjum íbúum sendur kynningarbæklingur og móttökubréf - The council instructs the mayor and multicultural project manager to implement a reception plan at the municipality. The goal is to send an introductory brochure and a welcome letter to new residents starting in the fall Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 9 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um styrk vegna reiðnámskeiðs frá Hestamannafélaginu Sindra

2206014

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

9.Erindisbréf ungmennaráðs

2210022

Lagt fyrir endurskoðað erindisbréf ungmennaráðs
Sveitarstjórn staðfestir erindisbréfið.

10.Fjárhagsáætlun 2023

2210014

Viðauki I við fjárhagsáætlun 2023 tekinn til umræðu
Sveitarstjórn staðfestir viðaukann.

11.Útsýnispallur í Reynisfjalli

2110022

Kynntar niðurstöður útboðs
Lagt fram til kynningar.

12.Ráðning skólastjóra tónskólans

2306014

Lögð fram umsókn og ferilskrá Alexöndru Chernyshova um starf skólastjóra tónskólans
Sveitarstjórn samþykkir að Alexöndru verði boðið starf skólastjóra tónskólans.

13.Fundargerð 227. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2306013

14.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

2105007

Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar og minnisblað um fjárhag verkefnisins
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps staðfestir fyrir sitt leyti uppfærða fjárhagsáætlun verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 12:16.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir