Sveitarstjórn

658. fundur 14. desember 2023 kl. 09:00 - 11:00 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
 • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
 • Björn Þór Ólafsson oddviti
 • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að fundargerðum 14. fundar Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráðs og 4. fundar Fjallskilanefndar yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt.

1.Skipulags- og umhverfisráð - 16

2312001F

 • Skipulags- og umhverfisráð - 16 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið, en aðalskipulagsbreytingin verði unnin af sveitarfélaginu. Bókun fundar AHÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðlsu ráðsins.
 • 1.2 2311028 DSK - Pétursey 2B
  Skipulags- og umhverfisráð - 16 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið en telur að grenndarkynning ætti að vera fullnægjandi fyrir fyrirhugaða framkvæmd. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 16 Ráðið samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi og aðalskipulagi sem miðar að færslu á svæðinu til austurs. Ráðið telur að um óverulegar breytingar sé að ræða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að upplýsa þá sem þegar höfðu fengið úthlutaðar lóðir miðað við gildandi deiliskipulag að umsóknir þeirra skoðist áfram samþykktar m.v. breytt deiliskipulag.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 16 Afgreiðslu málsins frestað.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 16 ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 14

2312003F

 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 14 Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir yfirferðina. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti útbótaáætlun og stefnumótun fyrir starfsemi íþróttamannvirkja. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 14
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 14 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 14 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að samið verði við KPMG um verkefnið á grundvelli framlagðrar tillögu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

3.Fjallskilanefnd - 4

2312002F

 • Fjallskilanefnd - 4 Farið var yfir uppgjör fjallskila, en síðastliðið haust var bætt inn á fjallskilaseðilinn 3. safni til að reyna að koma í veg fyrir kostnað vegna eftirleitatíma.
  Skipta þurfti Höfðabrekkuafrétti og Heiðunum upp í tvær göngur vegna þess að ekki tókst að manna göngur til að smala á hefðbundinn máta. Jafnframt var lækkað mat á Höfðabrekkuafrétti til samræmis við aðrar smalanir á svæðinu.
  Bætt var við smölun á láglendi Heiðardalsins.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Fjallskilanefnd - 4 Þar sem fjallskilanefnd hafði áður rætt málið er talið að bréf sem senda átti til Álftveringa í haust gildi sem svar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 3.3 2308025 Önnur mál
  Fjallskilanefnd - 4 Smalavegurinn inn úr Heiðarheiði er orðinn mjög illa farinn og þarf að laga hann fyrir næsta haust. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Leigusamningur um Þakgil

2311029

Bjarni Jón Finnsson sækir um endurnýjun á leigusamning um land í Þakgili á Höfðabrekkuafrétti.
DB og JÓF véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

5.Kynning á starfsemi jarðvangsins

2311020

Jóhannes Marteinn Jóhannesson kynnir starfsemi jarðvangsins
Sveitarstjórn þakkar Jóhannesi fyrir kynninguna.

6.Rekstur gámavallar

2312005

Lögð fram greinargerð til umræðu í sveitarstjórn frá Hringrás ehf.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra frekari viðræður við Hringrás og fulltrúa Skaftárhrepps um verkefnið.

7.Fjárhagsáætlun 2024

2311026

Seinni umræða um fjárhagsáætlun 2024 - 2027
Sveitarstjórn staðfestir við síðari umræðu fjárhagsáætlun 2024-2027.

8.Mönnun og verklag á skrifstofu

2312006

Lögð fram skýrsla frá KPMG
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir