Sveitarstjórn óskar Sigríði Ingibjörgu Einarsdóttur félaga í hestamannafélaginu Sindra til hamingju með glæsilegan árangur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fór fram í Hollandi dagana 8.-13. ágúst sl.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 10Ráðið býður Alexöndru velkomna til starfa og þakkar henni fyrir kynninguna. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að fjármagn til skólans verði aukið til þess að hægt verði að fjölga stöðugildum og bæta aðbúnað.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að útfæra aukið fjármagn til skólans í viðauka við fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn mælist til þess að gætt verði að hagkvæmni við innkaup.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 10Ráðið leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í bráðabirgðastækkun í samræmi við tillöguna.Bókun fundarSveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til að úttekt um starfsemi íþróttamiðstöðvar liggur fyrir og mælist til þess að kostnaðaráætlun verkefnisins verði útfærð nánar.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 10Ráðið þakkar stýrihópi fyrir góð störf við endurskoðun menntastefnunnar og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Ráðið felur sveitarstjóra og formanni að funda með Ásgarði um mögulegt samstarf um innleiðingarstefnu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042 í samræmi við 3.gr. 23.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulags- og matslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemda Heilbrigðiseftirlitsins þar sem vísað hefur verið til nýs aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulags- og umhverfisráð tekur ekki undir athugasemdir Vegagerðarinnar og telur ekki forsvaranlegt að loka núverandi aðkomu að hverfinu frá þjóðvegi þar sem þá yrði einungis ein tenging inn og út úr því. Miklu máli skiptir að huga að öryggisþáttum og að greiðfær leið sjúkar- og slökkvibíla verði áfram um hverfið og að möguleiki sé þá að komast að því gegnum núverandi vegtengingar. Í nýju deiliskipulagi Bakka er ekki verið að endurhanna vegtengingar að hverfinu og tekur það því ekki til hönnunar á tengingu við þjóðveg. Skipulagsmörk verða áfram í samræmi við auglýsta tillögu. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lóðablöðin og hámarksbyggingarmagn fyrir Austurveg 16, 18 og 20.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12GSG vék af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulags- og umhverfisráð fellst ekki á uppsetningu skiltisins. Vegna fjölda fyrirtækja í bænum er ekki talið forsvaranlegt að opna á uppsetningu skilta við þjóðveginn á Austurvegi. Skipulags- og umhverfisráð mælist frekar til þess að rekstraraðilar leiti eftir samstarfi við Vegagerðina um uppsetningu nýrra upplýsingaskilta í hvorum enda bæjarins.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð mælir með að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ákvörðunin hafi ekki áhrif á hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag Mýrdalhrepps 2021-2033. Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við að stofnuð verði lóð í samræmi við framlögð gögn en mælist til þess að lögbýlisréttur verði felldur niður í ljósi þess að lóðin sem eftir stendur uppfyllir ekki ákvæði jarðalaga um lögbýli. Þess í stað verði reiturinn þar sem íbúðarhúsið stendur skilgreint sem íbúðarhúsalóð.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti uppsetningu gerðanna.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
AHÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna í samráði við æskulýðs- og tómstundafulltrúa og stýrihóp um heilsueflandi samfélag um skipulag útivistarsvæða í bænum.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu málsins en mælist til þess að samráð verði haft við sveitarfélagið ef framkvæmdir fela í sér umfangsmikið rask á gatna- eða veitukerfi.
Skipulags- og umhverfisráð - 12Skipulags- og umhverfisráð ítrekar fyrri umsagnir sveitarfélagsins þar sem fjallað er um áhrif starfseminnar á atvinnulíf og nærsamfélag. Umfjöllun Skipulagsstofnunar og umhverfismatsskýrslan fjalla ekki um frekari valkosti við flutning á efni, s.s. uppskipun frá ströndinni sunnan við efnistökusvæðið. Eðlilegt er að þær leiðir verði skoðaðar til þess að koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif sem Skipulagsstofnun fjallar um í áliti sínu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
3.Hækkun skilagjalds á endurvinnsluefni
2308011
Lagt fram erindi frá Ögmundi Ólafssyni ehf. vegna breytingar á skilagjaldi á endurvinnsluefni.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
4.Kjör oddvita og varaoddvita.
2206007
Kjör oddvita og varaoddvita sveitarstjórnar til eins árs skv. samþykkt um stjórn og fundarsköp.