Sveitarstjórn

648. fundur 19. apríl 2023 kl. 09:00 - 11:20 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- og umhverfisráð - 9

2304001F

  • 1.1 2301012 DSK - Skammidalur 2
    Skipulags- og umhverfisráð - 9 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 9 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 9 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla ítarlegri gagna og setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 9 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 9 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppsetningu garðhúss skv. framlögðum gögnum með fyrirvara um samþykki nágranna. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 9 Ráðið telur ekki unnt að verða við erindinu en bendir á að hægt er að sækja um á gámasvæði sveitarfélagsins á Smiðjuvegi. Einnig er bent á að sækja skuli um með eyðublaði EBL-210 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 7

2304002F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 7 Ráðið samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir stefnumótunina og felur æskulýðs- og tómstundafulltrúa að kynna hana hlutaðeigandi aðilum.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 7 Ráðið samþykkir að Kristín Ómarsdóttir æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Sunna Wiium Gísladóttir, Ívar Páll Bjartmarsson, Helga Þorbergsdóttir og Svanhvít Sveinsdóttir skipi stýrihóp um heilsueflandi samfélag. Stefnt skal að því að skipaður verði fulltrúi ungmennaráðs í stýrihópinn haustið 2023. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 2.3 2201024 Mýrdalshlaupið
    Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 7 Ráðið leggur til að sveitarfélagið samþykki styrkbeiðnina og að gengið verði frá samstarfssamningi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins og felur sveitarstjóra að ganga frá samstarfssamningi.
  • 2.4 2303010 Trúnaðarmál
    Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 7 Bókun fundar Afgreiðsla sveitarstjórnar færð í trúnaðarbók.

3.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi

2301003

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis fyrir dansleik í Leikskálum 22.4.2023
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

4.Endurskoðun siðareglnakjörinna fulltrúa Mýrdalshrepps

2206016

Siðareglur kjörinna fulltrúa Mýrdalshrepps teknar til seinni umræðu.
Sveitarstjórn staðfestir siðareglurnar við síðari umræðu og felur sveitarstjóra að senda þær til innviðaráðuneytis til staðfestingar.

5.Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans og samþykktir til staðfestingar

2302028

Samþykktir Bergrisans bs. teknar fyrir við síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn staðfestir samþykktir Bergrisans bs. við síðari umræðu.

6.Viðaukar vegna barnaverndarþjónustu

2303011

Viðauki við samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps tekinn til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn staðfestir viðaukann við síðari umræðu.

7.Útboð vegna meðhöndlunar úrgangs

2302017

Kynning á undirbúningi útboðs
Sveitarstjórn leggur til að tunnukerfi verði samræmt innan sveitarfélags og stuðst verði við fjögurra tunnu kerfi í þéttbýli og dreifbýli.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá útboðsgögnum í samráði við sveitarstjóra Skaftárhrepps og fulltrúa Eflu.

8.Rekstraryfirlit íþróttamiðstöðvar

2304005

Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit íþróttamiðstöðvar fyrir árin 2020-2022

9.Fundargerðir 69., 70. og 71. fundar stjórnar FSRV

2304004

10.Fundargerðir stjórnar Arnardrangs

2302010

11.Fundargerðir stjórnar Bergirsans

2302009

12.Fundargerðir stjórnar SASS

2211014

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2302011

Fundi slitið - kl. 11:20.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir