Sveitarstjórn

647. fundur 22. mars 2023 kl. 13:00 - 16:45 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Fundi var frestað til kl. 13:00 vegna slæms veðurs og vegalokana.
Lagt var til að máli 2303011 - Viðaukar vegna barnaverndarþjónustu yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt.

1.Skipulags- og umhverfisráð - 8

2303002F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Ráðið samþykkir tillöguna með minniháttar breytingum og vísar til staðfestingu í sveitarstjórn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir og viðbrögð sveitarfélagsins við þeim. Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir Skipulags- og umhverfisráð aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2023 og vísar tillögunni til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
    Samþykkt: MÖS, PT, DB, ÓG
    JÓF, SSÞ og PK sitja hjá
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
    Samþykkt: BÞÓ, DB og PT
    SSÞ og JÓF sitja hjá
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að ekki verði horfið frá gerð sjóvarnar á svæðinu. Tillaga Vegagerðarinnar er óljós og ekki liggur fyrir hvernig ætti að standa að niðurrifi húseigna á svæðinu. Vegagerðinni ber skylda skv. lögum um sjóvarnir til þess að verja umrætt svæði og ráðið mælist til þess að stofnunin skoði í framhaldi gerðar flóðvarnargarðs varanlegri lausnir við landrofinu sbr. tillögur sveitarfélagsins um gerð fleiri sandfangara. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins og hvetur Vegagerðina til þess að koma að hreinsun svæðisins samhliða gerð sjóvarnar.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags-og umhverfisráðs samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.
    Ráðið mælist til þess að skoðað verði sérstaklega að sett verði ákvæði í lóðarleigusamninga sem miða að því að snyrtimennsku sé gætt á svæðinu.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags-og umhverfisráðs samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 1.8 2212002 DSK BR Pétursey 2
    Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags-og umhverfisráðs samþykktir tillöguna með fyrirvara um breytingu á orðalagi og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • 1.9 2301012 DSK - Skammidalur 2
    Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við stofnun landspildunnar eða landskiptin að því gefnu að ekki sé verið að skipta úr óskiptri sameign fleiri aðila en undirrita fyrirliggjandi afmörkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarfélaginu hefur ekki borist svar frá Ríkiseignum þar sem óskað var eftir staðfestingu á því að ekki væri gengið á óskipta sameign fleiri aðila en skrifa undir yfirlýsingu um landskiptin. Í ljósi þess frestar sveitarstjórn afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu en bendir á að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja varanlegt hús sem fellur inn í umhverfið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 8 Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er skilgreind lóð á umræddu svæði. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að umsækjendum verði veitt verði stöðuleyfi fyrir færanlegt hús við Víkurbraut 38 á meðan umsækjendur leita að varanlegri lausn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 6

2303001F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 6 Ráðið leggur til að óskað verði eftir tilnefningu fulltrúa frá foreldrafélagi Víkurskóla í stýrihópinn. Erindisbréfið er að öðru leyti samþykkt og samþykkt að eftirtaldir taki sæti í stýrihópnum:
    - Þorgerður Hlín Gísladóttir, formaður FFMR
    - Þórey Richardt Úlfarsdóttir, varaformaður FFMR
    - Björn Þór Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar
    - Elín Einarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla
    - Bergný Ösp Sigurðardóttir, leikskólastjóri Mánalands
    - Kristín Ómarsdóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi
    - Fulltrúi foreldrafélagsins
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 6 Ráðið felur sveitarstjóra að fá aðra tillögu til viðbótar með bláum lit og að gluggar verði áfram hvítir í öllum útfærslum. Í framhaldinu er sveitarstjóra falið að efna til íbúakönnunar um litaval fyrir Leikskála. Ráðið leggur jafnframt til að gert verði ráð fyrir listaverki á húsinu í framhaldi þess að það er málað. Bókun fundar Sveitarstjórn mælist til þess að metinn verði kostnaður fyrir múrviðgerðir á húsinu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að úfærsla með pósthúsrauðum lit verði valin þegar það verður málað ef í ljós kemur að múrviðgerð og málun reynist fýsilegur kostur. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og kynna litaval hússins á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúum verður jafnframt gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi sveitarstjórnar.

3.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 6

2302004F

Lögð fram til kynningar.

4.Styrkbeiðnir

2208012

Lögð fram styrkbeiðni frá Golfklúbbnum í Vík.
JÓF vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn tekur vel í að styrkja við starfsemi golfklúbbsins í Vík. Sveitarstjóra og æskulýðs- og tómstundafulltrúa er falið að funda með formanni golfklúbbsins og útbúa drög að samstarfssamning.

5.Veðurstöð í Vík

2302013

Lögð fram tillaga um samstarf við Veðurstofu Íslands um uppsetningu veðurstöðvar í Vík.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá samning við Veðurstofuna.

6.Skipan í nefndir og ráð

2206015

Lögð fram tillaga að skipan í stjórn Kötlu jarðvangs.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

7.Sléttuvegur 3a

2303009

Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu Mýrdalshrepps, HMS og SV3 ehf. um byggingu fjölbýlishúss á Sléttuvegi 3a ásamt umsókn um lóðina.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti drög að samstarfsyfirlýsingu og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun. Sveitarstjórn samþykkir jafnfram umsókn um lóðina Sléttuvegur 3a frá SV3 ehf. á grundvelli 9. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða til þess að ná markmiðum sem sett eru fram í húsnæðisáætlun sveitarfélagsins um að fjölga leiguíbúðum.

8.Trúnaðarmál

2303010

Fundi var lokað og afgreiðsla máls færð í trúnaðarbók.

9.Leiguíbúðir

1511003

Lagt fram minnisblað vegna útleigu íbúða á vegum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn mælist til þess að íbúðin að Strandvegi 2 verði auglýst tímabundin til leigu út ágúst 2023, með möguleika á framlengingu háð því að sveitarfélagið þurfi ekki húsnæði fyrir nýtt starfsfólk. Litið verði til félagslegra sjónarmiða við úthlutun íbúðarinnar, s.s. fjölda barna, búsetuöryggi o.s.fr.

10.Smiðjuvegur 14

2104035

Rætt um lóðamál við Smiðjuveg og möguleika á tilfærslum geymslusvæða vegna samþykkts deiliskipulags sem gerir ráð fyrir öðru skipulagi en því sem fyrir var.
Sveitarstjórn mælist til þess að skipulags- og umhverfisráð fjalli um málið og veiti álit.

11.Viðaukar vegna barnaverndarþjónustu

2303011

Lögð fram tillaga að viðauka við samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps til fyrri umræðu auk viðauka um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn staðfestir viðauka um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt við fyrri umræðu viðauka við samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps.

12.Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans og samþykktir til staðfestingar

2302028

Lögð fram drög að breyttum samþykktum Bergrisans bs. til staðfestingar við fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir breyttar samþykktir fyrir Bergrisans bs. við fyrri umræðu.

13.Fundargerð 225. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2303002

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar SASS

2211014

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir