Skipulags- og umhverfisráð - 7Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að matsáætlunin taki mið af skilmálum í auglýstu endurskoðuðu aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, m.t.t. til stærðar fyrirhugaðrar námu og vinnslutíma. Skv. matsáætluninni þverar akstursleið einkaland frá efnistökusvæði um Mýrdalssand að þjóðvegi. Liggja þarf fyrir samkomulag við hlutaðeigandi áður en akstursleiðin verður skilgreind með þessu móti. Enn fremur mælist ráðið til þess að aðkoma af þjóðvegi 1 að efnisvinnslusvæði við Uxafótalæk verði skoðuð í samráði við Vegagerðina til þess að gætt verði að umferðaröryggi.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðslu málsins Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 7Skipulags- og umhverfisráð tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar er lúta að því að því að bæta öryggi við vegtengingar og telur að brugðist hafi verið við því í tillögunni og bættar öryggivegtengingar verði unnar í samráði við Vegagerðina. Ráðið tekur fram að stöðuleyfi fyrir gáma eru veitt til árs í senn á grundvelli gjaldskrár fyrir þjónustu og leyfisveitingar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og ráðið felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins. Samþykkt BÞÓ, DB og JÓF AHÓ situr hjá
Skipulags- og umhverfisráð - 7Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að texti í 5.3 verði skýrður betur m.v. að um verslunar- og þjónustusvæði er að ræða. Ráðið samþykkir að öðru leyti tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarBÞÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins. DB tók við stjórn fundarins. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 7Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 7Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnin verði deiliskipulög fyrir svæði VÞ5 og VÞ6 m.v. endurskoðað aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins. Samþykkt PT, DB, BÞÓ og JÓF AHÓ situr hjá
Skipulags- og umhverfisráð - 7Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 7Erindið er samþykkt og skipulags- og umhverfisráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 5FFMR leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Ásgarð um gerð menntastefnu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
3.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 5
2301003F
Fundargerð lögð fram til kynningar
4.Reiðvegur 1 - Umsókn um lóð
2301007
Sveitarstjórn samþykkir umsókn frá Einari Guðna Þorsteinssyni með þeim fyrirvara að útfærð verði í breytingu á deiliskipulagi viðmið um lágmarksstærð húsa og samræmt útlit bygginga á svæðinu og að framkvæmdir taki mið af því.
5.Reiðvegur 2 - Umsókn um lóð
2301008
Sveitarstjórn samþykkir umsókn frá Jóni Þorsteinssyni með þeim fyrirvara að útfærð verði í breytingu á deiliskipulagi viðmið um lágmarksstærð húsa og samræmt útlit bygginga á svæðinu og að framkvæmdir taki mið af því.
6.Sléttuvegur 1 - Umsókn um lóð
2301006
Lagðar fram umsóknir um lóðina frá E.Guðmundssyni ehf., SV3 ehf., Vatnabrandi ehf., Katlatrack ehf., Keif ehf., Pís ehf. og Bergrúnu ehf.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stýra útdrætti um lóðina að loknu mati á gildi umsókna m.t.t. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða.
7.Húsnæðisáætlun Mýrdalhrepps
2110021
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2023
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Mýrdalshrepps 2023.
Lögð fram beiðni um styrk frá Samherja félagi eldri borgara í Mýrdal
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið um 400.000 kr. til námskeiðahalds. Sveitarstjórn mælist til þess að ráðstöfun styrksins verði að höfðu samráði við æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
10.Veðurstöð í Vík
2302013
Lögð fram tillaga um að komið verði upp veðurstöð í Vík
Lagðar fram til kynningar fundargerðir ARVS og samþykktir nefndarinnar til staðfestingar
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti samþykktir ARVS og samning við lögreglustjórann á Suðurlandi. Sveitarstjórn óskar eftir því að almannavarnanefnd taki til umræðu varnargarð austan við Höfðabrekku og hvort nauðsynlegt sé að ráðast í endurbætur á honum í ljósi umfangs rekstrar við Hótel Kötlu á Höfðabrekku.
Safnstjórn óskar eftir vilyrði sveitarfélaga fyrir því að safnstjóri vinni áfram tillögu að viðbyggingu við samgöngusafn og eldhús og kanni fjármögnunarmöguleika.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps gefur vilyrði fyrir sitt leyti fyrir því að haldið verði áfram með tillöguna og kannaðir fjármögnunarmöguleikar fyrir viðbygginguna.
Samþykkt samhljóða