Sveitarstjórn

645. fundur 18. janúar 2023 kl. 09:00 - 10:57 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
  Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
 • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
 • Björn Þór Ólafsson oddviti
 • Páll Tómasson nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að 66. fundargerð stjórnar Kötlu jarðvangs verði bætt við lið 2212021 í dagskránni
Samþykkt

1.Skipulags- og umhverfisráð - 6

2301001F

 • Skipulags- og umhverfisráð - 6 Skipulags- og umhverfisráð þakkar Margréti fyrir kynninguna og samþykkir að vísa tillögunni til staðfestingar í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.
  Samþykkt: MÖS, DB, ÞLV, JE
  ÓÖ, JÓF og SSÞ sitja hjá
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  Samþykkt PT, DB, BÞÓ
  SSÞ og JÓF sitja hjá
 • Skipulags- og umhverfisráð - 6 Erindið er samþykkt með fyrirvara um álit Minjastofnunar Íslands í samræmi við 30.gr. laga um menningarminjar nr.80/2012.
  Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 6 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gerð nýrra lóðarleigusamninga á grundvelli nýrra lóðamarka. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Bygging nýs leikskóla

2012011

Lagðar fram niðurstöður útboðs í byggingu nýs leikskóla.
Sveitarstjórn samþykkir töku tilboðs SG-húsa / Eðalbygginga með viðbótarverkþáttum og felur sveitarstjóra að semja við bjóðendur um nýja skiladagsetningu verksins.

3.Styrkbeiðni frá kór Menntaskólans á Laugarvatni

2301001

Formaður kórs Menntaskólans á Laugarvatni sækir um styrk fyrir tónleikaferð.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja kórinn um 50 þúsund kr.

4.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi

2301003

Óskað er eftir umsögn við útgáfu tækifærisleyfis fyrir þorrablóti á Eyrarlandi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

5.Króktún 12 - Umsókn um lóð

2205023

Tekin fyrir umsókn um lóðina Króktún 12 frá Michal Svach.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

6.Endurfjármögnun láns Skógasafns

2301005

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni Skógasafns vegna endurfjármögnunar láns frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Byggðasafnsins í Skógum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 75.500.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldra láni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafnsins í Skógum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Byggðasafnsins í Skógum sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Mýrdalshreppur selji eignarhlut í Byggðasafninu í Skógum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mýrdalshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Einari Frey Elínarsyni sveitarstjóra, kt. 021290-2549, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mýrdalshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

7.Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til byggingu leikskóla í Vík

2104016

Tekin fyrir tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 500.000.000.-, til allt að 16 ára í samræmi samþykkta lánsumsókn.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu leiksskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Einari Freyr Elínarsyni, sveitarstjóra, kt. 021290-2549, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélags Mýrdalshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8.Fundargerðir stjórnar Kötlu jarðvangs

2212021

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps telur forsendur fyrir áframhaldandi starfsemi Kötlu jarðvangs brostnar í ljósi þess að fyrirséð er að einu tekjur hans verði framlög aðildarsveitarfélaga. Sveitarstjórn telur að ef ekki komi til aðrar tekjur á yfirstandandi ári sé því óhjákvæmilegt að huga að slitum jarðvangsins. Sveitarstjóra og oddvita er falið að funda með fulltrúum aðildarsveitarfélaganna til að ræða framhaldið. Mikilvægt er að hugað verði að því með hvaða móti megi varðveita það starf sem unnið hefur verið og kortlagt hvernig viðhalda megi ákveðnum verkefnum t.d. í samstarfi við Kötlusetur.

9.Fundargerðir stjórnar Bergrisans

2301004

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri, oddviti og SSÞ verði fulltrúar á aukaaðalfund Bergrisans bs. Til vara verði PT, DB og JÓF.

10.Fundargerð 68. fundar stjórnar FSRV

2301009

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:57.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir