Sveitarstjórn

619. fundur 16. júní 2021 kl. 16:00 - 18:45 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Einar Freyr Elínarson, oddviti oddviti
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
 • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
 • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn og stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins:

2106003F - Fundargerð Skipulagsnefndar frá 14. júní 2021.

2106004F - Fundargerð Fræðslunefndar frá 15. júní 2021.

2106038 - Kjör oddvita og varaoddvita.


Afbrigðin samþykkt.

1.Rekstarnefnd Hjallatúns - 187

2106001F

 • Rekstarnefnd Hjallatúns - 187 Rekstrarnefnd þakkar Hjúkrunarfoerstjóra fyrir.
 • Rekstarnefnd Hjallatúns - 187 Samþykkt var að vísa ársreikningnum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning Hjallatúns fyrir árið 2020.
 • Rekstarnefnd Hjallatúns - 187 Rekstarnefnd fagnar niðurstöðunni.
 • 1.4 2106013 Önnur mál.
  Rekstarnefnd Hjallatúns - 187 Sveitarstjóri fór yfir úttekt á brunavörnum á Hjallatúni.
  Jafnframt var rætt um skipan trúnaðarmann starfsmanna vegna starfsmannabreytinga.

2.Skipulagsnefnd - 292

2106003F

 • 2.1 2002015 ASK BR - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur
  Skipulagsnefnd - 292 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Minjastofnun gera ekki athugasemd við skipulagið.

  Vegagerðin leggst gegn fyrirhugaðri efnistöku að svo stöddu.

  Landgræðslan leggur áherslu á að við efnistöku verði gætt að því að rask á verksvæði leiði ekki til rofs utan þess og ráðist verði í mótvægisaðgerðir til að hefta fok af efnistökusvæðinu. Jafnframt að bæta land og gróður til jafns við það sem raskast.

  UST bendir á að efnistaka geti valdið vatnsforfræðilegu álagi á lífríki straumvatns og strandsjávar, á 28. gr. laga nr. 36/2011 og að varp í hafið er óheimilt nema með þeirra leyfi.

  NÍ bendir á að ekki er fjallað um hverjar mögulegar mótvægisaðgerðir eru ef í ljós kemur að áhrif efnistökunnar á ströndina verða þess eðlis að strandrof aukist. Benda á að í útjaðri svæðisins sé vistgerð með mjög hátt verndargildi, tjörn austan við efnistökusvæðið nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013. Telur áhrif á gróður og dýralíf óveruleg eða engin Fylgjast þurfi með ryk og hljóðmengun.

  Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við þessum athugasemdum eins og kostur er. Nefndin telur ekki fært að bíða með framkvæmdir innan þéttbýlisins í Vík á meðan mat á umhverfisáhrifum framkvæmda fyrirhugaðs nýs Hringvegar í gegnum Vík stendur yfir. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.2 1801005 ASK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar EFE víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls, varaoddviti IMB tekur við stjórn fundarins á meðan.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.3 2105021 ASK BR Ytri-Sólheima 1a
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.4 2104011 ASK BR - Hesthúsasvæði
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsstillagan var kynnt fyrir Hestamannafélaginu Sindra sem gerði ekki athugsemd, tillagan var send til golfklúbbsins og Vegagerðarinnar sem ekki gerðu athugasemd.

  Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.5 2004005 DSK - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur
  Skipulagsnefnd - 292 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Minjastofnun gera ekki athugasemd við skipulagið.

  Vegagerðin leggst gegn fyrirhugaðri efnistöku að svo stöddu.

  Landgræðslan leggur áherslu á að við efnistöku verði gætt að því að rask á verksvæði leiði ekki til rofs utan þess og ráðist verði í mótvægisaðgerðir til að hefta fok af efnistökusvæðinu. Jafnframt að bæta land og gróður til jafns við það sem raskast.

  UST bendir á að efnistaka geti valdið vatnsforfræðilegu álagi á lífríki straumvatns og strandsjávar, á 28. gr. laga nr. 36/2011 og að varp í hafið er óheimilt nema með þeirra leyfi.

  NÍ bendir á að ekki er fjallað um hverjar mögulegar mótvægisaðgerðir eru ef í ljós kemur að áhrif efnistökunnar á ströndina verða þess eðlis að strandrof aukist. Benda á að í útjaðri svæðisins sé vistgerð með mjög hátt verndargildi, tjörn austan við efnistökusvæðið nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013. Telur áhrif á gróður og dýralíf óveruleg eða engin Fylgjast þurfi með ryk og hljóðmengun.

  Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við þessum athugasemdum eins og kostur er. Nefndin telur ekki fært að bíða með framkvæmdir innan þéttbýlisins í Vík á meðan mat á umhverfisáhrifum framkvæmda fyrirhugaðs nýs Hringvegar í gegnum Vík stendur yfir. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
  Bókun fundar PT vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.6 2106020 DSK - Mennta- og heislusvæði í Vík
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.7 2106029 DSK ÓBR Austurhluta Víkur
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsnefnd gerir tillögu að skilmálum um grátóna lit á alla bygginguna og að öll iðnaðarbilin verði í sama lit. Að bílastæði verði með bundnu yfirborði og að ekki verði gert ráð fyrir sorptunnum fyrir utan húsnæðið. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera orðalagsbreytingu, sem felur í sér að nota iðnaðarbil í stað geymsluskúrs. A.ö.l. samþykkir skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 2. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.8 2106031 Breyting á skilmála lóða á svæði I2
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og ítrekar að lóðarleigusamningar um þessara lóðir gildi ekki lengur en til loka árs 2027. Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði krafa um að lóðirnar verði girtar af með ógagnsærri girðingu sem væri 1,8 m á hæð í það minnsta, norðan megin lóðar. Ekki er gert ráð fyrir vatnsveitu og/eða fráveitu til þessara lóða. Lóðirnar afhendast ófrágengnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.9 2106030 Svæði fyrir litabolta - Umsókn um svæðisnotkun
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsnefnd telur svæði A ekki henta vegna skerðingar að aðgengi að gönguleið og bergmáls úr fjalli. Nefndin fagnar framtakinu en bendir á að svæði B og C tilheyri svæðum sem nú þegar eru í útleigu og beinir því til sveitarstjórnar að finna lausn sem hentar. Bókun fundar Sveitarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.
  Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort svæði D, sem umsækjendur lögðu til eftir afgreiðslu skipulagsnefndar, gæti hentað fyrir litboltasvæði.
 • 2.10 2106026 Ránarbraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi
  Skipulagsnefnd - 292 Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar IMB vék af fundi undir þessum lið.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.11 2104018 Dyrhólavegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi
  Skipulagsnefnd - 292 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.12 2106027 Suðurvíkurvegur 8 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
  Skipulagsnefnd - 292 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

3.Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 261

2106004F

 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 261 Fræðslunefnd þakkar Elínu fyrir og lýsir yfir ánægju með að smíðakennsla fari af stað á næsta skólaári.
 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 261 Fræðslunefnd þakkar Brian fyrir og samþykkir skóladagatal Tónskólans. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 261 Fræðslunefnd samþykkir skóldagatalið. Dagný Rut lætur af störfum í sumar, fræðslunefnd þakkar henni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og færir Dagnýju Rut þakkir fyrir sín störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 261

4.Svæðisskipulag Suðurhálendis

2105007

Lögð er fram Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið til umfjöllunar og afgreiðslu.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti skipulagslýsinguna.

5.Ósk um fjárhagsstuðning vegna nemanda

2101034

Ósk um fjárhagsstuðning vegna nemanda við nám í Tónsmiðjunni á Selfossi með lögheimili í Mýrdalshreppi skólaárið 2020-2021.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að semja við Tónsmiðjuna um mótframlag vegna mistaka sem gerð voru við úrvinnslu málsins gagnvart jöfnunarsjóði.

6.Umsókn um styrk (áheit) frá Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra.

2106009

Umsókn um styrk (Áheit) til kaupa á sérútbúnum fjallareiðhjólum fyrir hreyfihamlaða frá Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra.
Sveiarstjórn hafnar erindinu.

7.Smiðjuvegur 20 - Umsóknir

2105037

Tekin er fyrir umsókn um lóðina Smiðjuveg 20 í Vík.
Sveitarstjórn hafnar umsókninni en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrir umsækjanda breytingar sem samþykktar voru á deiliskipulagi fyrir austurhluta Víkur þar sem skilgreindar eru ákveðnar lóðir á svæði I2 sem úthluta megi tímabundið fyrir geymslusvæði sem auglýstar verða á næstunni.
PT víkur af fundi.

8.Smiðjuvegur 21 - Umsóknir

2105038

Tekin er fyrir umsókn um lóðina Smiðjuveg 21 í Vík.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Bergrúnu ehf lóðina Smiðjuveg 21.

9.Strandvegur 11-15 - Umsóknir

2105035

Teknar eru fyrir umsóknir um Strandveg 11-15 í Vík.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stýra útdrætti um lóðina skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutanir og að úthluta henni í framhaldi þess.
PT kemur aftur inná fundinn.

10.Sléttuvegur 3 - Umsóknir

2105036

Tekin er fyrir umsókn um lóðina Sléttuveg 3 í Vík, frá Epis ehf. og Sóltúni ehf. til byggingar 12 íbúða fjölbýlishúss.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Sléttuveg 3 til Espis ehf. og Sóltúns ehf.

11.Viðverustefna Mýrdalshrepps

2106011

Lögð er fram tillaga að viðverustefnu Mýrdalshrepps. Markmiðið með viðverustefnu er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma og draga úr veikindafjarvistum með markvissum aðgerðum. Viðverustefnan hefur þann tilgang að samræma vinnuferla vegna fjarveru og auka velferð starfsmanna.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

12.Sameining sveitarfélaga á Suðurlandi, skilabréf og álit samstarfsnefndar.

2106014

Í nóvember 2020 samþykktu sveitarstjórnir Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélagnanna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 7. júní og greinargerðinni Sveitarfélagið Suðurland-stöðugreining og forsendur, dags. 7. júní 2021.
Samstarfsnefndin kom saman á 11 bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði 5 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins og hefur verkefnið verið kynnt á íbúafundum og sjónarmiða þeirra aflað.
Það er álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 25. september 2021. í öllum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vísar málinu til síðari umræðu sbr. 2 mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

13.Tillaga um slit Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu

2106016

Lögð er fram tillaga frá stjórn Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu að slit á Héraðsnefnd Vestu-Skaftafellssýslu. Lagt er til að þeir sem nú skipa héraðsnefndina verði skipaðir í skiptastjórn og semji við KPMG um ráðgjöf við uppgjör fjármála, uppgjörið verði síðan lagt fyrir sveitarstjórnir til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og felur fulltrúum sveitarfélagsins í héraðsnefnd að taka sæti í skiptastjórn.

14.Framlenging á sjálfskuldarábyrgð yfirdráttarheimildar vegna Hjallatúns

2106019

Yfrdráttarheimild að upphæð 20 mill. kr. sem hjúkrunaheimilið Hjallatún hefur hjá Arion banka rennúr út þann 18. júní nk.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að framlengja sjálfskuldarábyrgð vegna 20. mill. kr. yfirdráttar-heimildar fyrir Hjallatún. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu við Arion banka.

15.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021.

2106024

Lögð er fram tillaga að 1. viðauka við fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps 2021.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

16.Tillaga að breyttri nefndarskipan.

2106025

Fyrirsjánalegt er að uppbygging Halldórsbúðar og fjármögnun hennar er stórt og krefjandi verkefni sem þarf að vinna í nánu samstarfi sveitarfélagsins og Kötlusetur. Sveitarsjórn telur því nauðsynlegt að sveitarstjóri taki sæti í stjórn Kötluseturs.“Gerð er tillaga að því að sveitarstjóri verði skipaður í stjórn Kötluseturs í stað Beata Rutkowska.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

17.Kosning oddvita og varaoddvita

2106038

Lögð fram tillaga um að kjörnir verði til eins árs Einar Freyr Elínarson sem oddviti og Ingi Már Björnsson sem varaoddviti.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

18.Fundargerð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands, haldinn 19. maí 2021.

2105034

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 28. maí 2021.

2106002

Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð 38. fundar Hollvinasjóðs Hjalltúns, haldinn 1. júní 2021

2106008

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu, haldinn 7. júní 2021.

2106015

Fundargerð er lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Héraðsnefndar um að samhliða slitum hennar verði gert samkomulag milli sveitarfélaganna um að þau hafi samráð sín á milli um málefni Ytri-Skóga og Skógasafns og felur oddvita undirbúningur og undirritun slíks samkomulags.

22.fundargerð 570. fundar stjórnar SASS,haldinn 4. júní 2021.

2106021

Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Fundargerðir 56., 57. og 58. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs,

2106022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

24.Opið bréf um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum.

2105028

Lagt fram til kynningar.

25.Ársreikningur og starfsskýrlsa 2020

26.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 15

2106001

Lagt fram til kynningar.

27.Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2020.

28.Tilkynning um úttekt á þjónustu við fatlaða

2106006

Lagt fram til kynningar.

29.Forvarnir barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi go áreitni.

2106012

Bréf frá forsætisráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir til forvarna meðal barna og unglinga gegn kyrferðislegu og kynbundnu ofbeldi og og áreitni, lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir