Skipulags- og umhverfisráð - 4Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu að endurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033 og umhverfismatsskýrslu til auglýsingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá gögnunum og senda þau til Skipulagsstofnunar til athugunar.
Samþykkt: MÖS, DB, PT, ÓG Á móti: SV
SV óskar bókað: Ég greiði atkvæði á móti afgreiðslu aðalskipulagsins vegna áætlana um vegalagningu um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall. Þessar áætlarnir eru tímaskekkja, draugur úr fortíðinni. Gangi þessar áætlanir eftir mun verða umhverfisslys og óafturkræfar skemmdir á Mýrdal og umhverfi Dyrhólaóss. Ef af þessum framkvæmdum verður mun Víkurfjara verða eyðilögð ásamt suðurhluta þorpsins í Vík. Fyrirhugaður þjóðvegur verður t.d. í um 50-60 metra fjarlægð frá nýja leikskólanum. Sú fullyrðing að þessi fráleita framkvæmd færi veginn út fyrir þorpið er beinlínis röng.
Fulltrúar B-lista óska bókað: Fulltrúar B-lista mótmæla því að færsla vegarins sé tímaskekkja. Umferð um sveitarfélagið hefur stóraukist á síðustu árum og full ástæða er til að hugað sé að framtíðarlegu vegarins. Vegagerðin vinnur nú að umhverfismati framkvæmda vegna nýs vegar um Mýrdal og á grundvelli þeirrar vinnu fæst niðurstaða í málið. Víkurfjara er þegar mjög manngerður staður með landgræðslu- og sjóvarnaraðgerðum og vel er hægt að útfæra veglagningu án þess að hún eyðileggi Víkurfjöru.Bókun fundarSveitarstjórn mælist til þess að náma E21 verði færð í fyrra horf á uppdrætti en samþykkir að öðru leyti tillögu að endurskoðun aðalskipulags 2021-2033. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að ganga frá gögnunum og senda til Skipulagsstofnunar. Samþykkt: BÞÓ, DB, ÞHG ÞRÚ og SSÞ sitja hjá.
Skipulags- og umhverfisráð - 4Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Deiliskipulag fyrir Túnahverfið er nýlega samþykkt og allir skilmálar lágu því skýrt fyrir áður en lóðinni var úthlutað. Ráðið bendir á að tvær lóðir við sömu götu eru lausar til umsóknar sem skipulagðar eru með þremur íbúðum.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 4Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið mælist til þess að útigeymsla skv. framlagðri grunnmynd verði færð innan byggingarreits.Bókun fundarÞRÚ víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 4Bókun fundarSveitarstjórn hafnar málatilbúnaði Vegagerðarinnar í málinu og felur sveitarstjóra að senda erindi til Innviðaráðherra og óska eftir fundi til að fylgja málinu eftir.
2.Byggingarleyfi til afgreiðslu
2211008
Teknar til afgreiðslu tillögur um afgreiðslu bygggingarleyfa að undangenginni grenndarkynningu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
Sveitarstjórn þakkar hestamannafélaginu fyrir erindið. Vegagerðin gerði athugasemdir við hljóðmön í deiliskipulaginu og því þurfti að gera breytingar þannig að hægt væri að ljúka málinu. Sveitarstjórn mælist til þess að málinu verði lokið sem fyrst og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa lóðir þegar hægt er.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 2Ráðið leggur til að flokkunarleiðbeiningar verði gerðar sýnilegri á ensku á Welcome to Vík síðu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er jafnframt falið að upplýsa íbúa um sorphirðu og urðun með pistli á Víkí-pedía. Ráðið telur að það sé orðið tímabært að leiðbeiningar um flokkun verði sendar aftur á heimili og fyrirtæki í sveitarfélaginu. - The ESC proposes that sorting instructions be made more visible in english on the Welcome to Vík page on the municipalities webpage. The Mayor is also tasked with informing the residents about garbage collection and landfilling with a post on Víkí-pedía. The council furthermore believes that it is necessary to send instructions on sorting again to homes and companies in the municipality.Bókun fundarSveitarstjórn tekur undir bókun ráðsins og felur sveitarstjóra að leita tilboða í ráðgjöf við stefnumótunarvinnu í umhverfismálum.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 2Enskumælandi ráð skorar á ríkisstjórn Íslands að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að efla íslenskunám. Lausnir verða að taka mið af því hagkerfi sem við búum við og mismunandi aðstæðum fólks mætt með sveigjanlegum kennslulausnum. Sérstaklega þarf að styðja við samfélög utan höfuðborgarsvæðisins þar sem erfitt getur reynst að fá til starfa fagfólk í tungumálakennslu. Sveitarstjóra er falið að bjóða ráðherrum til fundar við ráðið til að ræða frekar um verkefnið. - The ESC calls on the government of Iceland to greatly increase donations to multicultural issues aimed at promoting Icelandic learning. Solutions must take into account the economy we live in and different situations of people need to be met with flexible teaching solutions. In particular, communities outside of the capital area need to be supported, where it can be difficult to recruit language teaching professionals. The mayor is tasked with inviting ministers to a meeting with the council to discuss the project further.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. Sveitarstjórn leggur jafnframt til við ráðið að það fjalli sérstaklega um stöðu fjöltyngdra barna í skólum og ræði leiðir til þess að tryggja með besta móti velferð þeirra.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 3FFMR samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.Bókun fundarSveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 3FFMR samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.Bókun fundarSveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.
Samþykkt samhljóða.