Dagskrá
1.Skipulagsnefnd - 293
2106005F
-
Skipulagsnefnd - 293
Skipulagsnefnd leggst gegn því að þaksvalir verði á húsinu, a.ö.l. samþykkir skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulagsnefnd - 293
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdaleyfið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulagsnefnd - 293
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra í samráði við skipulagsfulltrúa að finna hentugri stað þar sem veðurskilyrði eru betri en á umræddum stað.
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
2.Sameining sveitarfélaga á Suðurlandi, skilabréf og álit samstarfsnefndar.
2106014
Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps til seinni umræðu.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og skora á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur innan svæðisins. Sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegi, en á svæðinu eru rúmlega 1.300 km af héraðs- og tengivegum. Af þeim eru um 500 km malarvegir eða 38%. Um þá vegi ferðast börn og fullorðnir daglega til skóla og vinnu, en auk þess flytja vegirnir ferðamenn að mörgum fallegustu ferðamannastöðum landsins.