Sveitarstjórn

620. fundur 25. júní 2021 kl. 18:00 - 19:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Einar Freyr Elínarson, oddviti oddviti
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
 • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
 • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 293

2106005F

 • 1.1 2102020 DSK - Víkurbraut 5
  Skipulagsnefnd - 293 Skipulagsnefnd leggst gegn því að þaksvalir verði á húsinu, a.ö.l. samþykkir skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 293 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdaleyfið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 293 Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra í samráði við skipulagsfulltrúa að finna hentugri stað þar sem veðurskilyrði eru betri en á umræddum stað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Sameining sveitarfélaga á Suðurlandi, skilabréf og álit samstarfsnefndar.

2106014

Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps til seinni umræðu.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að atkvæðagreiðsla um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021 og felur samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.
Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og skora á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur innan svæðisins. Sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegi, en á svæðinu eru rúmlega 1.300 km af héraðs- og tengivegum. Af þeim eru um 500 km malarvegir eða 38%. Um þá vegi ferðast börn og fullorðnir daglega til skóla og vinnu, en auk þess flytja vegirnir ferðamenn að mörgum fallegustu ferðamannastöðum landsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir