Sveitarstjórn

639. fundur 14. september 2022 kl. 09:00 - 11:18 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Björn Þór Ólafsson oddviti
 • Anna Huld Óskarsdóttir nefndarmaður
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- og umhverfisráð - 2

2209001F

 • Skipulags- og umhverfisráð - 2 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 2 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 2 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.4 2209004 Hundakofalækur
  Skipulags- og umhverfisráð - 2 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa frekari útfærsla og kostnaðargreining á tillögunni og mælist til þess að hún verði skoðuð í tengslum við mögulega stækkun bílastæðis við Austurveg 20. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1

2208004F

 • 2.1 2208002 Erindisbréf nefnda
  Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 FFMR vísar drögum að erindisbréfi til staðfestingar í sveitarstjórn. Jafnframt er gerð tillaga að Þóreyju Richardt Úlfarsdóttur sem varaformanni ráðsins.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir erindisbréf FFMR.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 FFMR þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 Tónskólastjóri boðaði forföll á fundinn.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 FFMR þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 Leikskólastjóri las upp svar við erindinu.
  Gerð tillaga um að leikskólastjóri í samráði við formann FFMR útbúi verklagsreglur um upplýsingagjöf til foreldra sem eiga börn á biðlista.
  Sveitarstjóra er falið að auglýsa að nýju eftir áhugasömum aðilum sem dagforeldri.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 FFMR felur leikskólastjóra í samráði við formann FFMR og sveitarstjóra að vinna tillögu að fjölda barna og starfsmanna fyrir næsta fund ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 FFMR leggur til við sveitarstjórn að skipað verði í ungmennaráð Mýrdalshrepps. Í kjölfarið verði tekin önnur umræða um verkefnið.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1 FFMR þakkar Hörpu Elínu fyrir yfirferðina.

3.Skipað í leitir 2022

2208003

Lagt fram erindi frá Guðjóni Harðarsyni vegna fjallskila í Fellsheiði.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við formann fjallskilanefndar að svara erindinu.

4.Styrkbeiðnir

2208012

Lögð fram styrkbeiðni frá Vitafélaginu.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

5.Skipan í milliþinganefndir SASS

2208017

Lögð fram beiðni frá framkvæmdastjóra SASS um tilnefningar í milliþinganefndir fyrir ársþing.
Sveitarstjóra falið að koma tilnefningum áleiðis til framkvæmdastjóra SASS.

6.Erindi til sveitarstjórnar frá UMF Kötlu

2209020

Lagt fram erindi frá ungmennafélaginu og samantekt frá mannvirkjanefnd um ástand íþróttamannvirkja.
Sveitarstjórn þakkar UMF Kötlu fyrir erindið og vísar því til frekari umfjöllunar í FFMR.

7.Króktún 5 - Umsókn um lóð

2205015

Lagðar fram umsóknir um Króktún 5.
Sveitarstjóra er falið að kalla eftir skriflegri staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi umsækjenda og stýra í kjölfarið útdrætti á skrifstofu sveitarfélagsins.

8.Króktún 7 - Umsókn um lóð

2205016

Lagðar fram umsóknir um Króktún 7.
Sveitarstjóra er falið að kalla eftir skriflegri staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi umsækjenda og stýra í kjölfarið útdrætti á skrifstofu sveitarfélagsins.
Hlé var gert á fundi kl. 10:05 fyrir kynningu frá fulltrúum Verkís á máli nr. 2207007 - Áfangastaður í Víkurfjöru.

9.Bygging nýs leikskóla

2012011

Lögð fram tillaga um breytingu á hönnun nýs leikskóla.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra framgangur verkefnisins.
Fundi framhaldið kl. 10:55

10.Sjóvarnir í Víkurfjöru

2203006

Lagt fram erindi frá Þóri N. Kjartanssyni vegna sjóvarna í Víkurfjöru.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita umsagnar Vegagerðarinnar um tillöguna. Um leið verði óskað eftir svörum frá Vegagerðinni um fyrirætlanir þeirra þegar kemur að sjóvörnum í Víkurfjöru í samræmi við ákvæði laga nr. 28/1997 um sjóvarnir.

11.Samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2208009

Tekin til síðari umræðu tillaga um breytingar á samþykktum byggðasamlagsins.
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á samþykktum byggðasamlagsins við síðari umræðu.

12.Skipan í héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu

2208013

Tekin fyrir skipan í héraðsnefnd til þess að ganga frá slitum héraðsnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði í Héraðsnefnd Anna Huld Óskarsdóttir, Einar Freyr Elínarson og Drífa Bjarnadóttir.

13.Tilnefning í stjórn Hulu bs.

2209002

Tekin fyrir tilnefning í Hulu bs.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í byggðasamlaginu og oddviti til vara.

14.Umdæmisráð barnaverndar

2209011

Lögð fram tillaga um þátttöku í sameiginlegu umdæmisráði ásamt öðrum sveitarfélögum á landsvísu.
Sveitarstjórn samþykkir að standa að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndarþjónustu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins og undirrita í framhaldinu samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

15.Rekstraryfirlit fyrri árshelmings

2209023

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit Mýrdalshrepps fyrir fyrri árshelming 2022

16.Viðauki II við fjárhagsáætlun 2022

2209021

Lögð fram tillaga að viðauka II við fjárhagsáætlun 2022.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

17.Fundargerð 585. fundar stjórnar Samtaks sunnlenskra sveitarfélaga

2208016

Lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð 220. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2208019

Lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð 2. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu 2022-2026

2208015

Lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð 63. fundar stjórnar Kötlu Jarðvangs

2209022

Lögð fram til kynningar.

21.Áfangastaður í Víkurfjöru

2207007

Lögð fram til kynningar greinargerð Verkís um áfangastað í Víkurfjöru.

22.Bakkabraut 6A - Umsókn um byggingarleyfi

2003005

Lögð fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 17/2022

Fundi slitið - kl. 11:18.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir