Skipulags- og umhverfisráð - 2Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 2Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa frekari útfærsla og kostnaðargreining á tillögunni og mælist til þess að hún verði skoðuð í tengslum við mögulega stækkun bílastæðis við Austurveg 20.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1FFMR vísar drögum að erindisbréfi til staðfestingar í sveitarstjórn. Jafnframt er gerð tillaga að Þóreyju Richardt Úlfarsdóttur sem varaformanni ráðsins. Samþykkt samhljóða.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir erindisbréf FFMR.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1Leikskólastjóri las upp svar við erindinu. Gerð tillaga um að leikskólastjóri í samráði við formann FFMR útbúi verklagsreglur um upplýsingagjöf til foreldra sem eiga börn á biðlista. Sveitarstjóra er falið að auglýsa að nýju eftir áhugasömum aðilum sem dagforeldri.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1FFMR felur leikskólastjóra í samráði við formann FFMR og sveitarstjóra að vinna tillögu að fjölda barna og starfsmanna fyrir næsta fund ráðsins.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 1FFMR leggur til við sveitarstjórn að skipað verði í ungmennaráð Mýrdalshrepps. Í kjölfarið verði tekin önnur umræða um verkefnið.
Sveitarstjóra er falið að kalla eftir skriflegri staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi umsækjenda og stýra í kjölfarið útdrætti á skrifstofu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra er falið að kalla eftir skriflegri staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi umsækjenda og stýra í kjölfarið útdrætti á skrifstofu sveitarfélagsins.
Lagt fram erindi frá Þóri N. Kjartanssyni vegna sjóvarna í Víkurfjöru.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita umsagnar Vegagerðarinnar um tillöguna. Um leið verði óskað eftir svörum frá Vegagerðinni um fyrirætlanir þeirra þegar kemur að sjóvörnum í Víkurfjöru í samræmi við ákvæði laga nr. 28/1997 um sjóvarnir.
Tekin fyrir skipan í héraðsnefnd til þess að ganga frá slitum héraðsnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði í Héraðsnefnd Anna Huld Óskarsdóttir, Einar Freyr Elínarson og Drífa Bjarnadóttir.
13.Tilnefning í stjórn Hulu bs.
2209002
Tekin fyrir tilnefning í Hulu bs.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í byggðasamlaginu og oddviti til vara.
14.Umdæmisráð barnaverndar
2209011
Lögð fram tillaga um þátttöku í sameiginlegu umdæmisráði ásamt öðrum sveitarfélögum á landsvísu.
Sveitarstjórn samþykkir að standa að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndarþjónustu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins og undirrita í framhaldinu samning fyrir hönd sveitarfélagsins.