Sveitarstjórn

638. fundur 17. ágúst 2022 kl. 09:00 - 10:20 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Björn Þór Ólafsson nefndarmaður
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
 • Anna Huld Óskarsdóttir nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þorgerður H. Gísladóttir nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Gerð var tillaga um að eftirtöldu yrði bætt við dagskrá fundarins:
2208001F - Fundargerð fjallskilanefndar

1.Lausn frá störfum

2208008

Lögð fram beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn frá Einari Frey Elínarsyni.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina.
PT tekur sæti á fundinum.

2.Verkefni sveitarstjóra

2103011

Sveitarstjóri flutti munnlega skýrslu um verkefni síðustu vikna.

3.Skipulags- og umhverfisráð - 1

2206002F

 • 3.1 2208002 Erindisbréf nefnda
  Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð vísar erindisbréfi til staðfestingar sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Samþykkt að íbúafundur verði haldinn miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20:00. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið.
  Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
  Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og leggur til við sveitarstjórn að kallaður verði saman fundur með sveitarstjórn, landeigendum og almannavörnum til að ræða framhaldið. Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstórn felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að boða til fundar með landeigendum, Veðurstofu og almannavörnum.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið.
  Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
  Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og leggur til við sveitarstjórn að kallaður verði saman fundur með sveitarstjórn, landeigendum og almannavörnum til að ræða framhaldið. Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að boða til fundar með landeigendum, Veðurstofu og almannavörnum.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið.
  Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
  Samþykkt: GSG, MÖS, JE, DB
  Á móti: JÓF, ÓÖ, SV
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
  Samþykkt: BÞÓ, DB, PT
  Á móti: JÓF, AHÓ
 • 3.8 2201026 DSK Bakkar
  Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppsetningu girðingar og færslu garðhúss innan lóðar skv. framlögðum gögnum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð leggur til að lóðamörk verði færð frá vestri til austurs þannig að koma megi fyrirhuguðu þvottahúsi fyrir á lóðinni án þess að lóðin verði stækkuð. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti viðbygginguna, í samræmi við framlögð gögn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • 3.14 2207013 Víkurbraut 11 og 11A
  Skipulags- og umhverfisráð - 1 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti uppsetningu á lágreistri girðingu á kostnað húseigenda með þeim fyrirvara að áætlað er að gangstétt verði lögð við götuna og girðingin á þeim tíma fjarlægð. Staðsetning girðingar verði ákveðin í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
PT vék af fundinum við afgreiðslu málsins. ÞHG kom inn á fundinn.

4.Efnistaka á Mýrdalssandi

2108004

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um umhverfismatsskýrslu vegna efnistöku á Mýrdalssandi.
PT vék af fundinum við afgreiðslu málsins. ÞHG kom inn á fundinn.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að umsögn og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
ÞHG vék af fundinum. PT kom aftur inn á fundinn.

5.Fjallskilanefnd - 1

2208001F

 • Fjallskilanefnd - 1 Gerð var tillaga að Ólafi Þ. Gunnarssyni sem formanni fjallskilanefndar.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 • Fjallskilanefnd - 1 Nefndin samþykkti gangnaseðil og álagningarforsendur fjallskila fyrir árið 2022. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

6.Staðfesting á prókúru sveitarstjóra

2207008

Sveitarstjórn samþykkir að Einar Freyr Elínarson, kt. 0212902549, sveitarstjóri fari með prókúru Mýrdalshrepps, samanber 42. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps.

7.Skipun í félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

2207009

Þann 29. apríl sl. samþykkti Alþingi frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um frestun niðurlagninga barnaverndarnefnda til 1. janúar 2023. Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu hefur verið með verkefni barnaverndarnefndar og er heimilt að fela nýrri félagsmálanefnd tímabundin verkefni barnaverndarnefndar til 1. janúar 2023.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps skipar Áslaugu Einarsdóttur sem aðalmann í Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Önnu Huld Óskarsdóttur til vara. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Mýrdalshrepps fyrir sitt leyti að fela Félagsmálanefndinni tímabundin verkefni barnaverndarnefndar til 1. janúar 2023.

8.Kjör fulltrúa í stjórnir og fundi á vegum Mýrdalshrepps.

2206009

Tekin fyrir skipan í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og enskumælandi ráð.
Tilnefndir eru í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis:
Sveitarstjóri sem aðalmaður og oddviti sem varamaður fyrir B-lista.
Jón Ómar Finnson sem aðalmaður og Salóme Svandís Þórhildardóttir sem varamaður fyrir A-lista.

Samþykkt er að skipuð verði Marcin Miskowiec í enskumælandi ráð í stað Nataliu Mosiej fyrir A-lista.

9.Samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2208009

Lögð var fram til samþykktar tillaga um breytingar á samþykktum Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir við fyrri umræðu breytingar á samþykktum Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

10.Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftilits Suðurlands ásamt fundargerð nr. 219.

2207010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Samtaks sunnlenskra sveitarfélaga

2202005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð aðalfundar 2022

2208010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

2202015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir