Sveitarstjórn

634. fundur 19. maí 2022 kl. 16:00 - 17:30 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Einar Freyr Elínarson oddviti
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
 • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
 • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins:

Fundargerð 303. fundar skipulagsnefndar Mýrdalshrepps.
Fundargerð 2??. fundar fræðslunefndar Mýrdalshrepps.
Mál nr. 2205050 Styrkumsókn frá Kötlusetri til menningarmála.
Mál nr: 2011009 Ósk um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku- og vinnslu.

Mál nr. 2011009 er afgreitt sér. PT víkur af fundi við afgreiðsluna.
Samþykkt samhljóða
PT kemur aftur inn á fundinn.

Samþykkt samhljóða að taka önnur framangreind mál á dagskrá fundarins.

Oddviti óskar bókað:
"Á þessum síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps kjörtímabilið 2018-2022 vill oddviti þakka samstarfsfólki sínu í sveitarstjórn kærlega fyrir farsælt samstarf um málefni sveitarfélagsins og íbúa þess. Aukinheldur færir oddviti starfsfólki sveitarfélagsins og þá sérstaklega sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa, sem hafa setið flesta reglulega fundi sveitarstjórnar, fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins. Þeim sem hverfa til annarra starfa á næsta kjörtímabili eru færðar velfarnaðaóskir og þeim sem áfram munu starfa á þessum vettvangi óskir um áframhaldandi farsælt samstarf í þágu samfélagsins."
Fráfarandi sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókunina og óskar nýkjörinni sveitarstjórn velfarnaðar í sínum störfum.

1.Skipulagsnefnd - 303

2205002F

 • 1.1 1908012 END 2019-2031
  Skipulagsnefnd - 303 Skipulagsnefnd Mýrdalshrepps samþykkir að setja endurskoðað aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033 í forkynningu samkvæmt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 303 Skipulagsnefnd samþykkir þessa óverulegu breytingu á deiliskipulagi í Austurhluta Víkur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 303 Afgreiðslu málsins frestað.
 • Skipulagsnefnd - 303 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 303 Nefndinni líst vel á aukna afþreyingu í sveitarfélaginu og leggur til að stofnuð verði lóð til leigu undir litabolta uppi á Suður-Víkur túni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.6 2110020 Skólahreystibraut
  Skipulagsnefnd - 303 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 266

2205004F

 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 266 Skóladagatal 2022-2023og breyting á vistunarreglum samþykkt. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal næsta skólaárs og vistunarreglur leikskólans.
 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 266 Skóladagatal samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal næsta skólaárs.
 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 266 Samþykkt með fyrirvara um tilfærslu á skipulagsdögum til 10. og 11. nóvember 2022. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal næsta skólaárs með framkomnum fyrirvara.
 • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 266 Fræðslunefnd samþykkir að starfshlutfallið verði aukið til samræmis við það sem óskað er eftir skólaárið 2022-2023. Reynslan af því verði síðan endurskoðuð með tilliti til þess hvernig til hafi tekist og hvort þörf sé á aframhaldandi aukningu. Bókun fundar EFE víkur af fundi.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  EFE kemur aftur inná fundinn.
GF víkur af fundi

3.Sunnubraut 32 - Umsókn vegna byggingareftirlits.

2012008

George Frumuselu Skipulag- og byggingarfulltrúi óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir því að Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþing eystra, annist lögbundið byggingareftirlit við Sunnubraut 32 í Vík vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. Kostnaður við vinnuna er áætlaður 100.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
GF kemur aftur inná fund.

4.Ósk um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum.

2205009

Atli Rafn Hróbjartsson ábúandi á lögbýlinu Brekkum 1, óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar Mýrdalshrepps á því að Mýrdalshreppur reki ekki vatnsveitu í dreyfbýlinu í Mýrdalshreppi.
Mýrdalshreppur rekur ekki vatnsveitu utan þéttbýlisins í Vík þar sem ekki telst hagkvæmt að leggjast í slíkar framkvæmdir í dreifbýli sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps staðfestir að skilyrði 1. mgr. 1.gr. reglugerðar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016 eru uppfyllt.

5.Ósk um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum.

2205008

Karl Pálmason ábúandi að lögbýlinu Kerlingadal, óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar Mýrdalshrepps á því að Mýrdalshreppur reki ekki vatnsveitu í dreyfbýlinu í Mýrdalshreppi.
Mýrdalshreppur rekur ekki vatnsveitu utan þéttbýlisins í Vík þar sem ekki telst hagkvæmt að leggjast í slíkar framkvæmdir í dreifbýli sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps staðfestir að skilyrði 1. mgr. 1.gr. reglugerðar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016 eru uppfyllt.

6.Styrkumsókn frá Kötlusetri til menningarmála 2022.

2205011

Harpa Haraldsdóttir fyrir hönd Kötluseturs ses. sækir um styrk vegna þriggja menningartengdra verkefna samtals að upphæð 650.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu sem samtals hljóðar upp á 550.000 kr. og aukalega 100.000 kr. vegna fyrirhugaðs kórastarfs, samtals 650.000 kr.

7.Framlenging á sjálfskuldarábyrgð yfirdráttarheimildar vegna Hjallatúns.

2205004

Yfrdráttarheimild að upphæð 20 mill. kr. sem hjúkrunaheimilið Hjallatún hefur hjá Arion banka og Mýrdalshreppur er í sjálfskuldarábyrgð fyrir, rennur út þann 31. maí nk.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að framlengja sjálfskuldarábyrgð vegna 20. mill. kr. yfirdráttar-heimildar fyrir Hjallatún. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu við Arion banka.

8.Frávikagreining vegna fjárhagsáætlunar 2022

2205010

Sveitarstjóri kynnir rekstarafkomu sveitarfélagsins á fyrstu 4 mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.
PT víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

9.Efnistaka úr E1 og E21 - Framkvæmdaleyfi

2011009

LavaConcept Iceland ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku- og vinnslu í Fagradalsfjöru
og Víkurfjöru, austan þéttbýlisins í Vík.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti útgáfu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
PT kemur aftur inná fund.

10.Fundargerð Hollvinasjóðs Hjalltúns

2110019

Fundargerð og ársreikningur lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar Helgu Halldórsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu Hollvinasjóðs Hjallatúns.

11.Brotthvarf úr framhaldsskólum, bréf frá Sambandi íslenskra seitarfélaga

Fundi slitið - kl. 17:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir