Sveitarstjórn

628. fundur 20. janúar 2022 kl. 17:00 - 18:55 gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins:
Mál nr. 2201021- Beiðni frá Stjórn SASS.
Mál nr. 2201024- Samningur um Mýrdalshlaupið 2022.
Mál nr. 2201023- Samstarf um stafræna umbreytingu sveitarfélaga.

Sveitarstjórn samþykkir afbrigðin.

1.Skipulagsnefnd - 299

2201001F

  • Skipulagsnefnd - 299 Tillaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulagsnefnd - 299 Tillaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.3 2201016 DSK í Vík
    Skipulagsnefnd - 299 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsfultrúa og leggur áherslu á að klára sem fyrst yfrstandandi skipulagsvinnu við Túnahverfi, Vesturhluta og hesthúsasvæði og hefja samhliða deiliskipulagsvinnu við Bakka og Fitina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.4 2012013 Vegur um Mýrdal
    Skipulagsnefnd - 299 Skipulagsnefnd vísar til umsagnar sveitarstjórnar Mýrdalshrepps frá 16. apríl 2021 sem staðfest var á 616. fundi sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 299 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 299 Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði 7 ha landbúnaðarlóð úr jörðinni Pétursey 3. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 299 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að framkvæma grenndarkynningu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 299 Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að bætt verði texta inn á deiliskipulagið um að þar sem byggingarreitir eru nærri fyrirhugaðri veglínu þjóðvegar 1 mun Sveitarfélagið ekki taka þátt í kostnaði vegna aðgerða sem þarf að fara í við lóðirnar svo sem hljóðmana. Einnig fer skipulagsnefnd fram á að samkvæmt umsögn Vegagerðar verði eftirfarandi texta bætt inní greinargerð:

    "Vegagerðin vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna
    fyrirhugaðs nýs Hringvegar um svæðið. Sú lína sem nú er valkostur
    Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins liggur í nálægð við byggingarreit.
    Við nánari hönnun og niðurstöður mats á umhverfisáhrifum er ekki
    ólíklegt að veglínu verði hliðrað til.

    Tenging við veginn, að lóðinni, er til bráðabirgða. Við nánari hönnun nýs
    vegar verða tengingar, og mögulega hliðarvegir, hannaðar samkvæmt
    veghönnunarreglum með markmið Vegagerðarinnar að leiðarljósi.
    Leitast verður við að tengingar verði fáar og öruggar.

    Þar sem byggingarreitir eru svo nærri fyrirhugaðri veglínu mun
    Vegagerðin ekki taka þátt í kostnaði vegna hljóðvarna"
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Fundargerð Fræðslunefndar

2201020

Fundargerð fundar fræðslunefndar sem haldinn var 17. janúar 2022, lögð fram til staðfestingar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð rekstrarnefndar Hjallatúns.

2112018

Fundargerð fundar Rekstrarnefndar Hjallatúns sem haldinn var 15. desember 2021, lögð fram til staðfestingar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Umsókn um breytingu á gildandi rekstrarleyfi.

2112020

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Vestari-Pétursey fnr. 232-0982, rými 04-0101,05-0101 til reksturs gististaðar í flokki II-D. Umsækjandi er Bergur Elíasson.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Umsókn um styrk frá hestamannafélaginu Sindra

2109010

Lögð er fram umsókn um styrk til reiðvegagerðar frá hestamannafélaginu Sindra að upphæð 650.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
Fylgiskjöl:

6.Styrkumsókn vegna fornleifarannsókna í Arfabót á Mýrdalssandi.

2201008

Lögð er fram beiðni um styrk vegna fornleifarannsókna í Arfabót á Mýrdalssandi frá Dr. Bjarna Einarssyni fornleifafræðingi.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við umsókninni.

7.Beiðni frá stjórn SASS vegna hugmyndar um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Suðurlandi.

2201021

Lagt fram erindi frá stjórn SASS þar sem lagt var til að kannaðir verði möguleikar á að sameinast um rekstur barnarverndar í landshlutanum með umdæmisráði.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps lýsir yfir áhuga á samstarfi með öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á grundvelli breytinga á barnaverndarlögum nr. sem gildi tóku 1. janúar sl. og felur sveitarstjóra framgang málsins.

8.Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

2201023

Lagt er fram til staðfestingar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þátttöku í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þátttöku í verkefninu á grundvelli framlagðrar kostnaðarskiptingar.

9.Mýrdalshlaup

2201024

Lagður er fram til staðfestingar samstarfssamningur Mýrdlashlaupsins og Mýrdalshrepps um utanvegahlaup í Vík í Mýrdal
og nágrenni 21. maí 2022.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

10.Mýrarbraut 3 - Umsókn um lóð

2201003

Lögð er fram til umfjöllunar umsókn um lóðina Mýrarbraut 3 í Vík frá Tröll Vík ehf.
Sveitarstjórn frestar úthlutun lóðarinnar þar til deiliskipulag fyrir Bakkahverfi liggur fyrir.

11.Skipun fulltrúa Mýrdalshrepps í stjórn Skógasafns.

2201019

Málinu frestað til næsta fundar.

12.Sléttuvegur 3 - kaup á íbúðum

2201007

Lögð er fram til staðfestingar viljayfirlýsing um kaup á tveimur íbúðum í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi að Sléttuvegi 3 í Vík í Mýrdal.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

13.Drög að samþykkt um br. á samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalhrepps.

2112019

Lögð eru fram til fyrri umræðu drög að breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir drögin og vísar til siðari umræðu.

14.Fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2112024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð 56. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

2201005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 93. til 95. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu.

2201012

Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir óbreytta gjaldskrá vegna félagslegrar heimaþjónustu.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrá vegna félagslegrar þjónustu.

17.Fundargerðir 576. og 577. fundar stórnar Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.

2201017

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

18.Fundargerð 35. fundar stjórnar Bergrisans.

2201018

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Lykiltölur þjóðskrár

2201002

Skýrsla lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir