Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins:
Mál nr. 2201021- Beiðni frá Stjórn SASS.
Mál nr. 2201024- Samningur um Mýrdalshlaupið 2022.
Mál nr. 2201023- Samstarf um stafræna umbreytingu sveitarfélaga.
Skipulagsnefnd - 299Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsfultrúa og leggur áherslu á að klára sem fyrst yfrstandandi skipulagsvinnu við Túnahverfi, Vesturhluta og hesthúsasvæði og hefja samhliða deiliskipulagsvinnu við Bakka og Fitina.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd - 299Skipulagsnefnd vísar til umsagnar sveitarstjórnar Mýrdalshrepps frá 16. apríl 2021 sem staðfest var á 616. fundi sveitarstjórnar.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd - 299Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði 7 ha landbúnaðarlóð úr jörðinni Pétursey 3.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd - 299Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að bætt verði texta inn á deiliskipulagið um að þar sem byggingarreitir eru nærri fyrirhugaðri veglínu þjóðvegar 1 mun Sveitarfélagið ekki taka þátt í kostnaði vegna aðgerða sem þarf að fara í við lóðirnar svo sem hljóðmana. Einnig fer skipulagsnefnd fram á að samkvæmt umsögn Vegagerðar verði eftirfarandi texta bætt inní greinargerð:
"Vegagerðin vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna fyrirhugaðs nýs Hringvegar um svæðið. Sú lína sem nú er valkostur Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins liggur í nálægð við byggingarreit. Við nánari hönnun og niðurstöður mats á umhverfisáhrifum er ekki ólíklegt að veglínu verði hliðrað til.
Tenging við veginn, að lóðinni, er til bráðabirgða. Við nánari hönnun nýs vegar verða tengingar, og mögulega hliðarvegir, hannaðar samkvæmt veghönnunarreglum með markmið Vegagerðarinnar að leiðarljósi. Leitast verður við að tengingar verði fáar og öruggar.
Þar sem byggingarreitir eru svo nærri fyrirhugaðri veglínu mun Vegagerðin ekki taka þátt í kostnaði vegna hljóðvarna"Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
2.Fundargerð Fræðslunefndar
2201020
Fundargerð fundar fræðslunefndar sem haldinn var 17. janúar 2022, lögð fram til staðfestingar.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Vestari-Pétursey fnr. 232-0982, rými 04-0101,05-0101 til reksturs gististaðar í flokki II-D. Umsækjandi er Bergur Elíasson.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
7.Beiðni frá stjórn SASS vegna hugmyndar um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Suðurlandi.
2201021
Lagt fram erindi frá stjórn SASS þar sem lagt var til að kannaðir verði möguleikar á að sameinast um rekstur barnarverndar í landshlutanum með umdæmisráði.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps lýsir yfir áhuga á samstarfi með öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á grundvelli breytinga á barnaverndarlögum nr. sem gildi tóku 1. janúar sl. og felur sveitarstjóra framgang málsins.
Mál nr. 2201021- Beiðni frá Stjórn SASS.
Mál nr. 2201024- Samningur um Mýrdalshlaupið 2022.
Mál nr. 2201023- Samstarf um stafræna umbreytingu sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir afbrigðin.