Lagt var til að málum 2311026 - Fjárhagsáætlun 2024 og 2409004 - Brunavarnaáætlun Mýrdalshrepps yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt að taka mál 2311026 á dagskrá fundarins en að mál 2409004 verði tekið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 25SV vikur af fundi með afgreiðslu málsins. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gerðar verði breytingar á almennum skilmálum um verslun- og þjónustusvæði þar sem hámarks byggingarmagn verði 8.000 m2 og hámark 400 gistirúm í dreifbýli. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að forkynna fyrirliggjandi tillögu með umræddum breytingum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.Bókun fundarAHÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulag- og umhverfisráðs samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðlsu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulag- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarEFE vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulags- og umhverfisráð tekur ekki undir athugasemdir Vegagerðarinnar og telur ekki forsvaranlegt að loka núverandi aðkomu að hverfinu frá þjóðvegi þar sem þá yrði einungis ein tenging inn og út úr því. Miklu máli skiptir að huga að öryggisþáttum og að greiðfær leið sjúkra- og slökkvibíla verði áfram um hverfið og að möguleiki sé þá að komast að því gegnum núverandi vegtengingar. Í nýju deiliskipulagi Bakka er ekki verið að endurhanna vegtengingar að hverfinu og tekur það því ekki til hönnunar á tengingu við þjóðveg. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna með fyrirvara um samþykki landeiganda og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Framkvæmdin er í samræmi við umhverfismat framkvæmdarinnar en Skipulagsstofnun gaf út álit um framkvæmdina þann 4. Mars 2024. Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði framkvæmdaleyfi skv. umsókninni.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við úthlutun lóðar fyrir dreifistöð utan Austurvegar 20. Ráðið mælist til að inntakshúsinu verði fundinn staður innan lóðar Austurvegar 20 eða RARIK. Ráðið bendir einnig á að eingöngu er gert ráð fyrir 6 hleðslustöðvum á Austurvegi 20 skv. samþykktum aðaluppdrætti.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti slökkviliðsstjóra.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins og beinir þeim tilmælum til RARIK að kanna til hlítar hvort ekki sé hægt að koma hleðslustöðinni fyrir innan núverandi lóðar eða á lóð RARIK á Smiðjuvegi í Vík.
Skipulags- og umhverfisráð - 25Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina með fyrirvara um að krafa kunni að vera gerð um að matarvagninn verði færður með 60 daga fyrirvara vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
2.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 20
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 20Ráðið felur sveitarstjóra að krefja fjarskiptafyrirtæki um að grípa tafarlaust til aðgerða til að bæta varaafl fjarskiptasenda í sveitarfélaginu. Þessar úrbætur eru nauðsynlegar til að tryggja farsímasamband við rafmagnsleysi eða neyðarástand. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skoðaðar verði heildstæðar úrbætur á búnaði sundlaugarinnar í Vík sem hefur ítrekað bilað undanfarið og orsakað lokanir á aðstöðunni. - The council directs the mayor to formally demand that telecommunications companies take immediate action to improve the backup power supply for telecommunications towers in the municipality. These upgrades are essential to ensure the reliability of services during power outages or emergencies. The council recommends to the municipal council that comprehensive improvements to the equipment of the swimming pool in Vík, which has repeatedly malfunctioned recently and caused closures of the facility, be considered.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 20Tomaszi og Kristinu falið að funda með byggðaþróunarfulltrúa SASS um málið og undirbúa umsókn. - Tomasz and Kristina are tasked with meeting with the developmental representative of SASS and prepare an application.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 20Ráðið skorar á almannavarnir að flýta frágangi viðbragðsáætlunar vegna Kötlugoss. Ráðið skorar einnig á almannavarnir að tryggja gott upplýsingaflæði til allra sem dvelja á svæðinu þegar náttúruhamfarir ríða yfir s.s. jökulhlaup eða illviðri. Jökulhlaup sem varð í Skálm nýverið var mikilvæg áminning um hve stuttur fyrirvari getur orðið á slíkum viðburðum og þá er mikilvægt að upplýsingaflæði sé gott. - The council urges civil defense authorities to expedite the completion of the contingency plan for a Katla eruption. The council also calls on civil defense to ensure effective communication with all individuals staying in the area when natural disasters such as glacial floods or severe weather events occur. The recent glacial flood in the river Skálm served as an important reminder of how short the warning time can be for such events, making it crucial to have efficient communication in place.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 20Ráðið felur sveitarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá HSU um núverandi fyrirkomulag á heimsóknum sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks til Víkur og kanna afstöðu stofnunarinnar til að skoðaðar verði reglulega heimsóknir til Víkur til að auka þjónustu við íbúa. Ráðið leggur jafnframt til við HSU að við framtíðaruppbyggingu á heilbrigðisþjónustu Vík verði skoðuð sem þjónustukjarni fyrir stærra svæði á Suðurlandi, s.s. Skaftafellssýslur og Rangárvallasýslu, í ljósi mikillar fólksfjölgunar á svæðinu. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er lykilþáttur í því að tryggja öryggistilfinningu íbúa og annarra sem dvelja á svæðinu og ráðið skorar á stofnunina að marka sér skýra framtíðarsýn um þjónustu á svæðinu. Ráðið felur sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar HSU komi á fund ráðsins til að ræða framhaldið. - The council directs the mayor to request information from Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) regarding the current arrangements for specialist healthcare personnel visits to Vík and to explore the institution's stance on establishing regular visits to Vík to improve services for residents. Furthermore, the council proposes to HSU that Vík be considered as a healthcare hub for a larger area in South Iceland, such as the Skaftafellssýslur and Rangárvallasýsla, in future development of healthcare services, in light of the significant population growth in the region. Access to healthcare is a key factor in ensuring a sense of security for residents and others staying in the area, and the council urges the institution to establish a clear vision for the future of healthcare services in the region. The council instructs the mayor to request that representatives from Heilbrigðisstofnun Suðurlands attend a council meeting to discuss the way forward.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 20Ráðið leggur til við sveitarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs verði áætlað fjármagn til að ráða verkefnisstjóra íslenskukennslu fyrir sveitarfélagið. Viðkomandi gæti þannig mætt ólíkum þörfum fjölbreytts íbúahóps og gæti þannig t.a.m. haldið utan og boðið upp á hóptíma og einstaklingsmiðað nám auk þess sem skoða mætti að skipuleggja námskeið innan ákveðinna vinnustaða. - The council recommends to the local council that, during the preparation of next year's budget, funds be allocated to hire a project manager for Icelandic language education for the municipality. This individual could address the diverse needs of the municipality's varied population and could, for example, oversee and conduct group classes and individualized learning. Additionally, it could be explored whether to organize courses within certain workplaces.Bókun fundarSveitarstjórn tekur vel í tillöguna og felur sveitarstjóra að gera ráð fyrir fjármunum í verkefnið við undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs. Sveitarstjórn telur eðlilegt að skoðað verði að verksvið viðkomandi verði útvíkkað og að í starfinu felist innleiðing og eftirfylgni stefnumótunar sveitarfélagsins í inngildingu og tungumálum. Sveitarstjóra falið að leita ráðgjafar við nánari útfærslu.
3.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 21
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 22Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina og færir henni þakkir fyrir frumkvæði hennar og framlag til fyrstu tónleikaraðar tónskólans, Sunnlenskur tónblær.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 22Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti skólanámskrá og uppfærða starfsáætlun Víkurskóla.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 22Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina og tekur undir nauðsyn þess að gengið verði hratt frá leikskólalóðinni og því sem eftir er innanhúss.
5.Austurvegur 18
2311015
Framhaldsumfjöllun.
Ekki hefur verið brugðist við tilmælum sveitarstjórnar frá 667. fundi þann 22. ágúst 2024 þar sem óskað var eftir tímaáætlun frá lóðarhafa um fyrirhugaðar framkvæmdir.
Í ljósi framangreinds samþykkir sveitarstjórn samhljóða, á grundvelli 7. gr. lóðarleigusamnings, að taka í sínar hendur þann hluta lóðarinnar Austurvegar 18 landnr. 163285 í Vík sem ekki hefur verið byggt á og nemur 3.428 m2 stækkun sem sveitarfélagið samþykkti með nýjum lóðarleigusamning dags. 10.1.2020 og felldi úr gildi eldri samning frá 1974. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við lögmann.
6.Styrkbeiðnir
2208012
Lögð fram styrkbeiðni frá æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð 50.000 kr.
7.Skipan í nefndir og ráð
2206015
Tekin fyrir skipan aðalmanns í enskumælandi ráð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Hilary Jane Tricker taki sæti Marcin Miskowiec sem aðalmaður í enskumælandi ráði.
8.Fjárhagsáætlun 2024
2311026
Lagður fram viðauki II við fjárhagsáætlun 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka II við fjárhagsáætlun 2024.
Samþykkt að taka mál 2311026 á dagskrá fundarins en að mál 2409004 verði tekið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.