Enskumælandi ráð - English Speaking Council

20. fundur 26. september 2024 kl. 09:00 - 11:25 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Tomasz Chocholowicz Formaður
  • Lara Ólafsson
  • Delfin Bagsic Dimailig
  • Deirdre Ana Stack Marques
  • Kristína Hajniková
  • Mariann Bosnakoff
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri / Mayor
Dagskrá

1.Skýrsla sveitarstjóra - Mayor's report

2209026

Ráðið felur sveitarstjóra að krefja fjarskiptafyrirtæki um að grípa tafarlaust til aðgerða til að bæta varaafl fjarskiptasenda í sveitarfélaginu. Þessar úrbætur eru nauðsynlegar til að tryggja farsímasamband við rafmagnsleysi eða neyðarástand.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skoðaðar verði heildstæðar úrbætur á búnaði sundlaugarinnar í Vík sem hefur ítrekað bilað undanfarið og orsakað lokanir á aðstöðunni.
- The council directs the mayor to formally demand that telecommunications companies take immediate action to improve the backup power supply for telecommunications towers in the municipality. These upgrades are essential to ensure the reliability of services during power outages or emergencies.
The council recommends to the municipal council that comprehensive improvements to the equipment of the swimming pool in Vík, which has repeatedly malfunctioned recently and caused closures of the facility, be considered.

2.Inngildingarstefna - Inclusion policy

2401009

Rætt um stöðu verkefnisins - Discussions on the progress of the project.

3.Umsókn um styrk - Grant application

2409017

Umfjöllun um styrkumsókn í uppbyggingarsjóð Suðurlands - Discussions on a grant application to the Development fund of the South.
Tomaszi og Kristinu falið að funda með byggðaþróunarfulltrúa SASS um málið og undirbúa umsókn. - Tomasz and Kristina are tasked with meeting with the developmental representative of SASS and prepare an application.

4.Umræður um almannavarnir - Discussions on Civil Protection

2409018

Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála um gerð viðbragðsáætlunar vegna Kötlugoss. - The mayor informed on the ongoing work in creating an emergency plan in case of a volcanic eruption in Katla.
Ráðið skorar á almannavarnir að flýta frágangi viðbragðsáætlunar vegna Kötlugoss. Ráðið skorar einnig á almannavarnir að tryggja gott upplýsingaflæði til allra sem dvelja á svæðinu þegar náttúruhamfarir ríða yfir s.s. jökulhlaup eða illviðri. Jökulhlaup sem varð í Skálm nýverið var mikilvæg áminning um hve stuttur fyrirvari getur orðið á slíkum viðburðum og þá er mikilvægt að upplýsingaflæði sé gott. - The council urges civil defense authorities to expedite the completion of the contingency plan for a Katla eruption. The council also calls on civil defense to ensure effective communication with all individuals staying in the area when natural disasters such as glacial floods or severe weather events occur. The recent glacial flood in the river Skálm served as an important reminder of how short the warning time can be for such events, making it crucial to have efficient communication in place.

5.Umræður um heilbrigðisþjónustu - Discussions on Health Care Services

2409019

Umræður um heilbrigðisþjónustu og möguleikann á því að fá fleiri heimsóknir frá sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki til Víkur - Discussion on healthcare services and the possibility of increasing visits from specialized healthcare personnel to Vík
Ráðið felur sveitarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá HSU um núverandi fyrirkomulag á heimsóknum sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks til Víkur og kanna afstöðu stofnunarinnar til að skoðaðar verði reglulega heimsóknir til Víkur til að auka þjónustu við íbúa. Ráðið leggur jafnframt til við HSU að við framtíðaruppbyggingu á heilbrigðisþjónustu Vík verði skoðuð sem þjónustukjarni fyrir stærra svæði á Suðurlandi, s.s. Skaftafellssýslur og Rangárvallasýslu, í ljósi mikillar fólksfjölgunar á svæðinu. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er lykilþáttur í því að tryggja öryggistilfinningu íbúa og annarra sem dvelja á svæðinu og ráðið skorar á stofnunina að marka sér skýra framtíðarsýn um þjónustu á svæðinu. Ráðið felur sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar HSU komi á fund ráðsins til að ræða framhaldið. - The council directs the mayor to request information from Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) regarding the current arrangements for specialist healthcare personnel visits to Vík and to explore the institution's stance on establishing regular visits to Vík to improve services for residents. Furthermore, the council proposes to HSU that Vík be considered as a healthcare hub for a larger area in South Iceland, such as the Skaftafellssýslur and Rangárvallasýsla, in future development of healthcare services, in light of the significant population growth in the region. Access to healthcare is a key factor in ensuring a sense of security for residents and others staying in the area, and the council urges the institution to establish a clear vision for the future of healthcare services in the region. The council instructs the mayor to request that representatives from Heilbrigðisstofnun Suðurlands attend a council meeting to discuss the way forward.

6.Íslenskunám - Icelandic language learning

2210016

Umræður um leiðir til að efla íslenskukennslu - Discussions on how to enhance Icelandic language instruction.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs verði áætlað fjármagn til að ráða verkefnisstjóra íslenskukennslu fyrir sveitarfélagið. Viðkomandi gæti þannig mætt ólíkum þörfum fjölbreytts íbúahóps og gæti þannig t.a.m. haldið utan og boðið upp á hóptíma og einstaklingsmiðað nám auk þess sem skoða mætti að skipuleggja námskeið innan ákveðinna vinnustaða. - The council recommends to the local council that, during the preparation of next year's budget, funds be allocated to hire a project manager for Icelandic language education for the municipality. This individual could address the diverse needs of the municipality's varied population and could, for example, oversee and conduct group classes and individualized learning. Additionally, it could be explored whether to organize courses within certain workplaces.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir