Skipulags- og umhverfisráð - 22Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 22Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 22Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna með þeirri breytingu að lóðirnar Smiðjuvegur 8 og 10 verði teknar undir Austurhluta skv. fyrirliggjandi tillögu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 19Ráðið þakkar fyrir erindið og sýnir því fullan skilning að stytting vistunartíma geti komið misjafnlega við foreldra og fjölskyldur. Markmið breytinganna er að búa nemendum og starfsfólki leikskólans betra náms- og starfsumhverfi og er liður í því að reyna að laða í auknum mæli fagfólk til starfa sem hefur á síðustu árum fært sig yfir í grunnskólana eftir að breytingar voru gerðar á leyfisbréfum kennara. Ráðið telur rétt að taka fram að skv. samanburði á gjaldskrám sveitarfélaga fyrir leikskólaþjónustu þá eru þau ekki óeðlilega há í Mýrdalshreppi. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir skólaárið 2024-2025 munu þau lækka enn frekar. Ráðið vonast eftir góðu samstarfi foreldra og leikskóla um þær breytingar sem verða kynntar betur á fundi með foreldrum í júní.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 19Ráðið þakkar Nichole fyrir yfirferðina. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að staðfest verði innleiðingaráætlun, bráðabirgðaákvæði um reglur um leikskólaþjónustu og reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum. Til að koma til móts við sjónarmið foreldra í erindi þeirra til ráðsins leggur ráðið til að hámarksvistun á viku verði 36 klst í stað 35. Jafnframt er lagt til að ekki verði innheimt vistunargjöld á lokunardögum leikskóla vegna vinnustyttingar og undirbúningsdaga starfsfólks. Ráðið felur leikskólastjóra að færa inn ákvæði um að breytingar á vistunartíma á vorönn skuli tilkynna fyrir 15. desember. Ráðið leggur til að auglýst verði eftir starfsmanni til að annars daglega þjálfun og stuðning í samræmi við skýrslu leikskólastjóra.
Ráðið þakkar Nichole fyrir afar gott og farsælt samstarf á starfstíma hennar hjá Mýrdalshreppi og óskar henni velfarnaðar til framtíðar.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins og tekur undir velfarnaðaróskir til Nichole.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 19Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá leikskóla fyrir skólaárið 2024-2025 verði samþykkt.Bókun fundarSveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir leikskólaárið 2024-2025.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 19Ráðið þakkar Alexöndru fyrir skýrsluna. Ráðið óskar eftir frekari greinargerð tónskólastjóra fyrir vali á starfsdögum og hvort að hægt væri að samræma þá betur við starfsdaga leik- og grunnskóla.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir skóladagatal tónskólans fyrir skólaárið 2024-2025 með áorðnum breytingum eftir að tónskólastjóri skilaði inn greinargerð.
3.Farsældarráð á Suðurlandi
2405009
Lagt fram erindi frá SASS vegna farsældarráðs á Suðurlandi.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti þátttöku í verkefninu.
Lögð fram drög að samkomulagi við Golfklúbbinn í Vík.
AHÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti samkomulagið og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun þess.
6.Hönnun nýrrar líkamsræktar - New gym design
2209027
Lögð fram tilboð sem bárust í fullnaðarhönnun nýrrar líkamsræktar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði Ferils verkfræðistofu og felur sveitarstjóra að ganga frá verksamning. Kostnaður verði útfærður í viðauka við fjárhagsáætlun.
Umfjöllun um skipan markavarðar Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir samhljóða að Sæunn Káradóttir Norðurhjáleigu verði markavörður Vestur-Skaftafellssýslu. Jóni Jónssyni eru færðar þakkir fyrir störf sín sem markavörður Vestur-Skaftafellssýslu.
8.Mylluland 3 - umsókn um lóð
2406008
Lögð fram umsókn frá George Frumuselu um lóðina Mylluland 3.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
AHÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.
9.Samningur um sameiginlega frístundasíðu
2406009
Lögð fram drög að samningi við Stefnu um uppsetningu og rekstur sameiginlegrar frístunda og viðburðarsíðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn en felur sveitarstjóra að sjá til þess að samstarf og samráð verði haft við Kötlusetur í verkefninu.
10.Gjaldfrjáls heilsurækt fyrir starfsfólk Mýrdalshrepps
2406010
Lagt er til að starfsfólki sveitarfélagsins verði veittur gjaldfrjáls aðgangur að líkamsrækt og sundlauginni í Vík.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna um styrki stéttarfélaga til heilsuræktar.
11.Niðurfelling fundar sveitarstjórnar vegna sumarleyfis
2206018
Lagt er til að reglulegur fundur sveitarstjórnar í júlí verði felldur niður vegna sumarleyfis.