Oddviti leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá fundarins:
2104019 - Umsagnarbeiðni um endurbætur á Dyrhólavegi.
2102019 - Skipan í stýrihóp um heilsueflandi samfélag.
2104012 - Efri brú Klifanda E2 - umsókn um framkvæmdarleyfi.
2104023 - Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni.
2104024 - Umsögn um matsáætlun.
2104002F - Fundargerð fræðslunefndar 260.
Skipulagsnefnd - 290Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og hafa samráð við hagsmunaaðila svo sem Hestamannafélagið Sindra, Golfklúbbinn í Vík og Vegagerðina. Skipulagfulltrúa er falið að ganga frá málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd - 290Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd - 290Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna en vekur athygli á því að ganga þarf frá eignarhaldi áður en ráðist verður í framkvæmdir.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 260Fræðslunefnd samþykkir drög að skóladagatali grunnskólans fyrir skólaárið 2021-2022 og lýsir ánægju með niðurstöður foreldrakönnunarinnar og fagnar því að vinna sé hafin ti lúrbótaí þeim atriðum sem könnunin bendir til að þurfi að laga.Bókun fundarSveitarstjórn samþykkir drög að skóladagatali Víkurskóla.
Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 260Fræðslunefnd samþykkir drög að skóladagatali leikskólans með fyrirvara um fjölda starfsdaga.Bókun fundarSveitarstjórn vísar málinu aftur til umfjöllunar í fræðslunefnd.
3.Erindi um samstarf gegn Spánarkerfli frá eigendum Suður-Víkur
2104014
Erindi frá eigendum Suður-Víkur þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið við að hefta útbreiðslu spánarkerfils vestan við Suðurvíkurveg og niður að Syngjanda (sjá nánar á korti).
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa nánari útfærslu í samstarfi við eigendur Suður-Víkur.
4.Umsagnarbeiðni um endurbætur á Dyrhólavegi.
2104019
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra endurbóta á Dyrhólavegi.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda inn umsögn um málið.
5.Efri brú Klifanda E2 - umsókn um framkvæmdarleyfi
2104012
Magnús Örn Sigurjónsson f.h. landeigenda í Pétursey óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir námu á svæði E2, í samræmi við framlögð gögn.
Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.
6.Heimild vegna fjarfunda og fleira til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar vegna Covid 19.
2104005
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að nýta þegar við á, réttarheimild nr. 354/2021 frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu og gildir frá 1. apríl 2021 til 31. apríl 2021. Þetta er gert til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
7.Ný gjaldskrá vegna hunda og kattahalds í Mýrdalshreppi
2104004
Lögð er fram endurskoðuð gjaldskrá vegna hunda og kattahalds í Mýrdalshreppi. Breytingin fellst í handsömunargjaldi lausra hunda.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskránna og felur sveitarstjóra að birta hana í B-deild Stjórnartíðinda.
8.Breyttur fundartími sveitarstjórnar Mýrdalshrepps í maí 2021.
2104007
Gerð var tillaga að breyttum tíma reglulegs fundar í maí n.k. og að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði í annarri viku maí mánaðar 2021.
Samþykkt samhljóða.
9.Heilsueflandi samfélag
2102019
Lögð fram tillaga um skipan fulltrúa í stýrihóp um heilsueflandi samfélag í Mýrdalshreppi
Samþykkt samhljóða
10.Umsögn við matsáætlun
2104024
Lögð fram tillaga að umsögn sveitarstjórnar við matsáætlun vegna færslu hringvegar um Mýrdal.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að senda inn umsögnina.
11.Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2103042
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis
2103039
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.Fundargerð 28. fundar stjórnar Bergrisans.
2104003
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.Fundargerð 51. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
2104002
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.Fundargerðir_ stjórnar og auka aðalfundar Hulu
2103040
Fundargerðir lagðar fram til kynningar en samþykktir til staðfestingar.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samþykktum Hulu bs.
16.Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni.
2104019 - Umsagnarbeiðni um endurbætur á Dyrhólavegi.
2102019 - Skipan í stýrihóp um heilsueflandi samfélag.
2104012 - Efri brú Klifanda E2 - umsókn um framkvæmdarleyfi.
2104023 - Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni.
2104024 - Umsögn um matsáætlun.
2104002F - Fundargerð fræðslunefndar 260.