Sveitarstjórn

663. fundur 24. apríl 2024 kl. 09:00 - 12:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að mál 2404017 Endurskoðun samþykktar um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps yrði bætt við dagskrá fundarins
Samþykkt samhljóða

1.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 17

2404000F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 17 Ráðið þakkar Nichole fyrir yfirferðina. Ráðið staðfestir fyrir sitt leyti stefnu vegna grunnmönnunar, samstarfsáætlun leik- og grunnskóla og öryggishandbók starfsfólks. Ráðið þakkar starfsfólki leikskólans fyrir vel unnin störf sem koma skýrt fram í niðurstöðum Skólapúls sem sýnir aukna ánægju foreldra með starfsemi leikskólans. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að ráðið verði inn afleysing vegna veikinda starfsfólks. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 17 Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir skýrsluna. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.3 2404006 Erindi til FFMR
    Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 17 Ráðinu þykir miður að upplifun viðkomandi sé sú sem líst er í bréfinu en vill undirstrika að ætlun ráðsins og stjórnenda skólans er ekki sú að ásaka einstaka fyrrverandi starfsmenn um vanrækslu í starfi og ráðið telur að orðalag fundargerða og gagna gefi ekki tilefni til þeirrar túlkunar. Ráðið er engu að síður áfram um að stjórnendur skóla komi hreint fram með sína sýn á störf skólanna og að það sé vel upplýst um hver staðan sé á hverjum tíma. Leikskólastjóri hefur frá því að hún tók við starfinu unnið ötullega að því að efla faglegt starf við leikskólann eins og hefur skýrt komið fram í fundargerðum ráðsins og sýnileg ánægja er með af hálfu foreldra samkvæmt Skólapúlsi.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 17 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að Erlu Jóhannsdóttur verði boðið starf leikskólastjóra. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 17 Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir skýrsluna. Ráðið leggur til að opnunartími yfir sumartímann verði frá kl. 09:00 - 20:00 í samræmi við óskir íbúa um rýmri opnunartíma.
    Ráðið leggur til við sveitarstjórn að starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa verði auglýst aftur eftir að núverandi starfsmaður lætur af störfum, enda sé um mikilvægt starf að ræða fyrir þróun í heilsueflingu og lýðheilsu fyrir samfélagið.
    Bókun fundar Kristín Ómarsdóttir æskulýðs- og tómstundafulltrúi kom á fundinn og flutti skýrslu um Heilsueflandi samfélag í Mýrdalshreppi.
    Sveitarstjórn þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir kynninguna og stýrihópi Heilsueflandi samfélags fyrir það starf sem unnið hefur verið.
    Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.

2.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 17

2403004F

  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 17
  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 17 Samþykkt var að skipa starfshóp sem verður ábyrgur fyrir stefnumótuninni. Tilnefningar í hópinn verða teknar fyrir á næsta fundi. Samþykkt var að Lara myndi fara með formennsku í hópnum og Kristina varaformennsku. - It was agreed to appoint a working group that will be responsible for the policy. Nominations to the group will be considered at the next meeting. It was agreed that Lara would chair the group and Kristina as vice-chair.
  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 17

3.Skipulags- og umhverfisráð - 20

2404001F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreytingin verði unnin af sveitarfélaginu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 Ráðið samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 A-listi vill benda á að ganga þarf frá samningum/samkomulagi við rekstraraðila tjaldsvæðisins í Vík og Golfklúbbinn í Vík áður en farið er í framkvæmdir og breytingar á þessu svæði. Við teljum að það þyrftu að liggja fyrir einhverskonar framkvæmda-, kostnaðar- og verkáætlanir varðandi breytingar ná báðum svæðum áður en skipulag er samþykkt.
    Sveitarstjóri óskar bókað: Gert hefur verið ráð fyrir fjármagni á fjárhagsáætlun fyrir gerð bölta til að afmarka tjaldsvæði og vinna að nauðsynlegum breytingum á golfvellinum og færslu á aðstöðu golfklúbbsins. Sveitarstjóri tekur athugasemdina til greina og mun í samstarfi við skipulags- og byggingarfulltrúa upplýsa alla hlutaðeigandi um fyrirhugaðar framkvæmdir og tímalínu.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
    Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 3.6 2404010 DSK Litli-Hvammur
    Skipulags- og umhverfisráð - 20 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 3.7 2404010 DSK Litli-Hvammur
    Skipulags- og umhverfisráð - 20 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 3.8 2201026 DSK Bakkar
    Skipulags- og umhverfisráð - 20 Ráðið óskar eftir því að gerð verði þrívíddarmynd sem sýni hvernig svæðið mun líta út miðað við breytta skilmála samkvæmt umsókn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Umrætt land er ekki í eigu sveitarfélagsins og því er ekki unnt að verða við erindinu.
    Skipulags- og umhverfisráð bendir umsækjanda á að lausar eru lóðir sem gætu hentað fyrir starfsemina á Smiðjuvegi í Vík, en leggur áherslu á að afla þarf tilskilinna starfsleyfa áður en hægt er að hefja starfsemina.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 3.10 2102034 Golfvöllur
    Skipulags- og umhverfisráð - 20 Ráðið samþykkir stofnun lóðarinnar en leggur til að hún verði stækkuð miðað við framlögð gögn um 10 metra til austurs, 5 metra til norðurs og til suðurs að vegslóða. Bókun fundar AHÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 Ráðið gerir ekki athugasemd við að stytta verði sett upp en óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugað útlit og staðsetningu áður en leyfi verður gefið.
    Ráðið telur ekki forsendur til þess að styrkja verkefnið sérstaklega.
    Bókun fundar PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 Lagt fram til kynningar en málið verður tekið fyrir á næsta vinnufundi ráðsins til frekari úrvinnslu.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20 Samþykkt var samhljóða að Salóme Svandís Þórhildardóttir yrði fulltrúi ráðsins í stýrihópi heilsueflandi samfélags. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 20

4.Umsókn um styrk vegna reiðnámskeiðs frá Hestamannafélaginu Sindra

2206014

Lögð fram beiðni um styrk fyrir reiðskóla á vegum hestamannafélagsins Sindra.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitinguna.

5.Umsókn um leyfi fyrir akstursíþróttakeppni

2404013

Eggert Magnússon f.h. Mótorhjóla og sjósleðasambands Íslands, sækir um leyfi fyrir akstursíþróttakeppni í landi Reynisbrekku.
Db vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að keppnin verði haldin.

6.Útboð ræstinga hjá sveitarfélaginu

2401025

Lögð fram tilboð sem bárust í ræstingar stofnana sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn hafnar öllum tilboðum en felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda um möguleika á styttri verksamning.

7.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum

2404012

Lögð fram drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlögð drög og felur sveitarstjóra að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Endurskoðun samþykktar um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps

2404017

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa endurskoðaðri samþykkt um stjórn og fundarsköp til síðari umræðu.

9.Skipan í nefndir og ráð

2206015

Tekin fyrir skipan nýs varamanns í FFMR.
Lagt til að Anna Huld Óskarsdóttir taki sæti Nataliu Mosiej sem varamanns í Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráði.
Samþykkt samhljóða.

10.Smiðjuvegur 28B - umsókn um lóð

2404014

Lögð fram umsókn frá Orkusjálfbærni ehf. um lóðina Smiðjuvegur 28B.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina en leggur áherslu á að afla þarf tilskilinna starfsleyfa ef fyrirhuguð er starfsemi á lóðinni.

11.Fjárhagsáætlun 2024

2311026

Lagður fram 1. viðauki við fjárhagsáætlun 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

12.Rekstraryfirlit

2404016

Rekstur 1. ársfjórðungs kynntur
Lagt fram til kynningar.

13.Gjaldskrár 2024

2310015

Endurskoðaðar gjaldskrár lagðar fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á gjaldskránum.

14.Fundargerðir stjórnar FSRV

2404005

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auk ársreiknings fyrir árið 2023 og akstursreglna sem þarfnast staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti akstursreglurnar.

15.Fundargerðir stjórnar SASS

2311016

Lagðar fram til kynningar.

16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

17.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401022

Lögð fram til kynningar fundargerð auk ársreiknings fyrir 2023.

18.Fundargerðir stjórnar Bergirsans

Fundi slitið - kl. 12:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir