Sveitarstjórn

655. fundur 19. október 2023 kl. 09:00 - 12:18 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
 • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
  Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
 • Þórey Richardt Úlfarsdóttir
  Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
 • Magnús Örn Sigurjónsson Nefndarmaður
  Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
 • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
 • Kristín Ómarsdóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Óskað var eftir því að eftirfarandi yrði tekið á dagskrá fundarins:
2209039 - Nýtt hjúkrunarheimili í Vík
2310022 - Ársreikningur Hjallatúns 2022

1.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 12

2310002F

 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 12 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið staðfestir skólanámskrá Víkurskóla og forskóla og starfsáætlun skólans fyrir yfirstandandi skólaár með fyrirvara um samþykki kennarafundar og skólaráðs. Ráðið samþykkir enn fremur fyrir sitt leyti breytingar á reglum um dægradvöl sem fela í sér að henni verði lokað á þremur af fimm starfsdögum.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 12 Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 12 Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir yfirferðina. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að æskulýðs- og tómstundafulltrúi í samráði við sveitarstjóra loki sundlaug tímabundið eftir þörfum á meðan unnið er að nauðsynlegum viðgerðum á tæknibúnaði og unnið að því að uppfylla öryggi starfsfólks og gesta. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 12 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 12

2309004F

 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 12 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til viðræðna við HMS um byggingu fleiri íbúða í samstarfi við Brák leigufélag til að fjölga íbúðum á almennum leigumarkaði í Vík - The council proposes to the local council that the municipality enters into discussions with the governmental housing agency HMS with the aim of building more apartments in collaboration with Brák housing agency to bring more rental apartments to the market in Vík
 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 12 Ráðið mælist til við sveitarstjórn að þrýst verði á Vegagerðina um endurbætur á Gatnabrún sem er oft farartálmi á þjóðvegi 1 og að verkefnið verði líka haft í forgangi - The council proposes to the local council that it presses for improvements on Gatnabrún which is a difficult part of the main road and that the project will also be prioritized Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar ráðinu fyrir athugasemdina. Málið verður rætt frekar við Vegagerðina á fundi en sveitarstjórn telur áfram að áhersla þurfi að vera lögð á aðgerðir til að tryggja öryggi í Vík, sérstaklega m.t.t. gangandi umferðar yfir þjóðveginn, og önnur atriði sem voru tiltekin í minnisblaði sveitarstjórnar frá 654. fundi. Líta þarf til í þessu samhengi að Gatnabrún er ekki endilega stærsti farartálminn á leiðinni til Víkur, heldur vegurinn norðan Reynisfjalls við Selhrygg þar sem mikil snjósöfnun verður á veturna. Vegagerðin hefur ekki lagt til neinar leiðir til að bregðast við því.

3.Skipulags- og umhverfisráð - 14

2310003F

 • 3.1 2310010 BR ASK VÞ6
  Skipulags- og umhverfisráð - 14 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulags- og matslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021. Ráðið mælist til þess að 7.000 m2 svæði austan megin í VÞ6 þar sem gert var ráð fyrir verslun og þjónustu verði skilgreint sem samfélagsþjónustulóð. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  SSÞ sat hjá við afgreiðlsu málsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 14 Ráðið samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu. Bókun fundar SSÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins með þeirri breytingu að hámarksfjöldi gistirúma á VÞ24 verði breytt úr 32 í 50.
 • 3.3 2310003 DSK Hvammból
  Skipulags- og umhverfisráð - 14 SSÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
  Bókun fundar SSÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • 3.4 2210010 DSK Geirsholt
  Skipulags- og umhverfisráð - 14 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • 3.5 2210010 DSK Geirsholt
  Skipulags- og umhverfisráð - 14 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 14 Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 14 Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn mælist til þess að Umhverfisstofnun útfæri við gjaldtökuna leiðir til þess að íbúar sveitarfélagsins geti heimsótt Dyrhólaey án þess að greiða fyrir.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 14 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 14 Ráðið gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar eða fyrirhuguð landskipti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 14 SSÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina.
  Bókun fundar SSÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • 3.11 2310007 Gjaldskrá 2024
  Skipulags- og umhverfisráð - 14 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði ný tillaga að gatnagerðargjöldum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • 3.12 2310013 Veðurstöð í Vík
  Skipulags- og umhverfisráð - 14 Ráðið gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu og að þar verði stofnuð lóð undir veðurstöðina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

4.Endurbætur í íþróttamiðstöð

2308006

Æskulýðs- og tómstundafulltrúi kynnir tillögur um úrbætur í íþróttamiðstöðinni í Vík
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur við íþróttamiðstöðina í samræmi við tillögur æskulýðs- og tómstundafulltrúa og heimilar fyrir sitt leyti að sundlauginni verði lokað á meðan viðgerðum stendur.

6.Gjaldskrá og verðlaun fyrir refi og minka

2310011

Tekin til endurskoðunar gjaldskrá og verðlaun fyrir refi og minka
Sveitarstjórn samþykkir 15% hækkun á gjaldskrá og verðlaunum fyrir refi og minka, í ljósi þess að upphæðir hafa verið óbreyttar frá árinu 2019, og að akstursgreiðslur verði 141 kr/km. Sveitarstjórn skorar einnig á Umhverfisstofnun að hækka viðmiðunartaxta launa, aksturs og verðlaun fyrir unna refi og minka.

7.Samkomulag við ríki um íbúðauppbyggingu 2023-2032

2310020

Lögð fram drög að samkomulagi við ríki um íbúðauppbyggingu í Vík til ársins 2032
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samkomulagið og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.

8.Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Vík

2310019

Umræður um áframhaldandi samstarf við Brák leigufélag um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Vík.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að HMS auglýsi eftir samstarfsaðilum um verkefnið.

9.Húsnæðisáætlun Mýrdalhrepps

2110021

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Mýrdalshrepps fyrir árið 2024
Sveitarstjórn staðfestir húsnæðisáætlun Mýrdalshrepps 2024.

10.Nýtt hjúkrunarheimili í Vík

2209039

Lögð fram tillaga vegna yfirstandandi frumathugunar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra framgang verkefnisins.

11.Ársreikningur Hjallatúns 2022

2310022

Lagður fram til staðfestingar ársreikningur Hjallatúns fyrir árið 2022
Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Hjallatúns 2022.

12.Fundargerðir 230. og 231. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands og aðalfundarboð heilbrigðiseftirlitsins

2310016

Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á ársþingi SASS verði fulltrúar á aðalfund Heilbrigðiseftirlitsins.

14.Fundargerð 598., 599. og 600. fundar stjórnar SASS

15.Aukaaðalfundur Hulu bs.

17.Fundargerð 75. fundar FSRV

2310018

Fundi slitið - kl. 12:18.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir