Píanóbar á Hótel Vík

Fimmtudagskvöldið 7. október næstkomandi kemur hinn eini sanni Maggi Kjartans og tekur flygilinn til kostanna á Hótel Vík í Mýrdal.
Magnús þarf vart að kynna en hann er einn ötulasti lagasmiður landsins og hefur verið meðlimur í um 70% íslenskra hljómsveita.
Viðburður á heimsmælikvarða sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Hlökkum til að sjá ykkur á Hótel Vík í Mýrdal.
Þess má geta að viðburðinn er í tengslum við Regnbogann, menningarhátíð Mýrdælinga.
Er ekki bara best að skella sér til Víkur um helgina.