Sveitarstjórn

618. fundur 14. maí 2021 kl. 12:00 - 14:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Einar Freyr Elínarson, oddviti oddviti
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
 • Þorgerður H. Gísladóttir nefndarmaður
  Aðalmaður: Ingi Már Björnsson
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
 • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Þann 1. maí síðastliðinn lét Gunnar Bragi Jónsson af störfum eftir 29 ára samfelldan starfsferil hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn kann honum góðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

1.Skipulagsnefnd - 291

2105001F

GF yfirgefur fundinn.
 • Skipulagsnefnd - 291 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 291 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 291 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 291 Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í vinnu við tillögu að deiliskipulagi fyrir Ytri Sólheima 1a. Skipulagsnefnd leggur ríka áherslu á að tímaáætlun skipulagsvinnu standist og verkinu verði lokið fyrir febrúar 2022. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 291 Sandfjaran austan við eystri sandfangarann í Víkurfjöru hefur færst töluvert fram í sjó á undanförnum misserum með tilkomu seinni sandfangarans og ríkjandi vindáttum sl. ár. Það er mikilvægt að reyna að verja þá landfyllingu með því að setja þriðja sandfangarann austan við þetta svæði. Ætla má að kostnaður við þessa framkvæmd verði minni en við fyrri sandfangara þar sem talsvert minna þarf af efni og hægt er að notast við hönnun á fyrri sandföngurum. Skipulagsnefnd hvetur sveitarstjórn til að leggja til við Vegagerð að hafinn verði undirbúningur að framkvæmd við þriðja sandfangarann í Víkurfjöru sem allra fyrst.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa framgang hennar.
 • 1.6 2102020 DSK - Víkurbraut 5
  Skipulagsnefnd - 291 Eftir að hafa farið yfir allar athugasemdir hefur skipulagsnefnd komist að þeirri niðurstöðu að engin athugasemd fyrir utan eina sem lítur að stærð á deiliskipulagssvæði eigi við á þessu stigi málsins. Nú er einugis verið að óska eftir athugasemdum við deiliskipulagslýsinguna en ekki um að ræða deiliskipulagstillögu, hún kemur fram á seinni stigum. Athugasemdir sem bárust hafa þó verið sendar til hönnuðar deiliskipulagstillögu. Varðandi athugasemd um umfang deiliskipulagssvæðis þá er heimilt samkv. gr 5.3 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að deiliskipuleggja stærra svæði en lóðamörk segja til um. Þetta felur ekki í sér samþykkt á stækkun lóðar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.

2105002

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Brekkur 1, fnr. 218-7810 til sölu gistingar í flokki II frá Atla Rafni Hróbjartssyni.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

3.Svæðisskipulag Suðurhálendis-Starfsreglur

2105007

Starfsreglur vegna vinnu við svæðisskipulag Suðurhálendis til umfjöllunar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti starfsreglurnar.

4.Ósk um umsögn um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031

2105017

Landgræðslan, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar óskar eftir umsögnum um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

5.Ósk um styrk til efniskaupa vegna salernishúss á Höfðabrekkuafrétti.

2105024

Ferðafélag Mýrdælinga hefur frá stofnun félagsins unnið að uppbyggingu Deildarárskóla á Höfðabrekkuafrétti. Það verkefni hefur gengið vel og hafa félagar félagsins lagt á sig mikla sjálfboðavinnu við að reisa það hús sem nú er tilbúið. Aðeins á eftir að reka loka höggið á frágang utanhúss með byggingu salernishúss. Áætlað er að efniskostnaður við salernishús sé um 800.000 kr. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðavinnu af félögum og velunnurum félagsins en óskað er eftir styrk fyrir efniskaupum
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 500.000 kr. og felur sveitarstjóra að færa það í viðauka af handbæru fé.

6.Þjóðskógar- Bonn áskorunin.

2104032

Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þátttöku í verkefninu.
Í ljósi þess að Mýrdalshreppur er landlítið sveitarfélag óskar sveitarstjórn að svo stöddu ekki eftir þátttöku í verkefninu en leggur til að málið verði skoðað í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.

7.Ársreikningur Mýrdalshrepps 2020 til síðari umræðu.

2104030

Tekin er til síðari umræðu ársreikningur Mýrdalshrepps fyrir árið 2020.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 787,7 millj. kr. í A og B hluta, þar af námu rekstrartekjur A hluta 748,0 millj. kr. Afskriftir námu 117,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 49,2 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaða jákvæð um 91,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 932,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 1.077,3 millj. kr.
Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning Mýrdalshrepps fyrir árið 2020 við síðari umræðu. Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra, forstöðumönnum og öðru starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins og að hafa staðið vörð um grunnþjónustu á afar krefjandi tímum.

8.Lán til Hjalltúns vegna rekstrarerfiðleika.

2102028

Rekstur Hjalltúns hefur gengið illa það sem af er ári. Launleiðréttingar aftur í tímann og ófullnægjandi nýting á hjúkrunarýmum er þess valdandi að til að standa skil á reikningum, launum og launatengdum gjöldum í maí vantar 4 millj. kr. uppá. Nú þegar hefur Mýrdalshreppur lagt heimilinu til 10 milljónir frá áramótum. 4 millj. kr. í framlag og 6 millj. kr. í lán. Áhrifa vinnustyttingar er ekki farið að gæta en hún hófst 1. maí s.l., almennt er talið að reikna megi með a.m.k. 10 til 15 prósenta hækkun á launakostnaði vegna hennar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Hjallatúni 4 millj. kr. lán til að standa skil á launum og launatengdum gjöldum og felur sveitarstjóra að færa það í viðauka af handbæru fé.

9.Frávikagreining vegna fjárhagsáætlunar 2021 1Q

2105025

Sveitarstjóri kynnir rekstarafkomu sveitarfélagsins á 1. árfjórðungi 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð 211. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 23. apríl 2021.

2105003

Fundargerð 211. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 23. apríl 2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð frá fundi starfshóps um gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið, haldinn 30. apríl 2021.

2105008

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 30. apríl 2021.

2105009

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð undirbúningshóps um fræðslu og félagsmál vegna Sv. Suðurland, haldinn 4. maí 2021.

2105010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 5. og 6. fundar vegna svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.

2104031

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

15.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 14.

2105016

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir