2104030
Tekin er til síðari umræðu ársreikningur Mýrdalshrepps fyrir árið 2020.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 787,7 millj. kr. í A og B hluta, þar af námu rekstrartekjur A hluta 748,0 millj. kr. Afskriftir námu 117,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 49,2 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaða jákvæð um 91,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 932,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 1.077,3 millj. kr.