Sveitarstjórn

644. fundur 22. desember 2022 kl. 13:30 - 13:46 fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Drífa Bjarnadóttir
  • Anna Huld Óskarsdóttir nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að eftirfarandi yrði bætt við dagskrá fundarins:
2206015 - Skipan í nefndir og ráð á vegum Mýrdalshrepps.

1.Hækkun útsvarshlutfalls

2212020

Tekin fyrir tillaga um hækkun útsvarshlutfalls Mýrdalshrepps.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Mýrdalshrepps að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

2.Skipan í nefndir og ráð á vegum Mýrdalshrepps.

2206015

Tekin fyrir skipan fulltrúa í stjórn hollvinasjóðs Hjallatúns.
Sveitarstjórn samþykkir að Þórey Richardt Úlfarsdóttir taki sæti í stjórn í stað Helgu Halldórsdóttur. Sveitarstjórn færir Helgu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sjóðsins og Hjallatúns.

Fundi slitið - kl. 13:46.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir