Sveitarstjórn

643. fundur 14. desember 2022 kl. 09:25 - 12:17 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
  Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
 • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
 • Björn Þór Ólafsson oddviti
 • Páll Tómasson nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að eftirfarandi málum yrði bætt við dagskrá fundarins:
2212018 - Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi
2212004F - fundargerð Fjallskilanefndar
Samþykkt

1.Skipulags- og umhverfisráð - 5

2212001F

 • 1.3 2211019 DSK - Reynir
  Skipulags- og umhverfisráð - 5 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar BÞÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • 1.4 2212002 DSK BR Pétursey 2
  Skipulags- og umhverfisráð - 5 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagi svæðisins verði breytt í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 5 ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Ráðið telur ekki unnt að verða við erindinu en bendir á að hægt er að sækja um á gámasvæði sveitarfélagsins á Smiðjuvegi.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 5 ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúa er jafnframt falið að útfæra lausn sem tryggir aðgengi lóðarhafa Suðurvíkurvegar 1 og 3.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 5 Ráðið gerir ekki athugasemd við breytingu á byggingarreit m.v. framlögð gögn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 5 Ráðið telur ekki unnt að verða við umsókninni m.v. framlögð gögn að teknu tilliti til brunavarna. Ráðið bendir á að heimilt er að sækja um leyfi fyrir garðhýsi en að sama skapi þyrfti slík framkvæmd einnig að taka mið af þéttleika húsa m.t.t. brunavarna. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 5 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Bakkabraut 6A - Umsókn um byggingarleyfi

2003005

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um byggingarleyfi.

3.Mýrarbraut 14-16 - Umsókn um byggingarleyfi

2210009

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um byggingarleyfi.

4.Sjóvarnir í Víkurfjöru

2203006

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni vegna flóðvarnargarðs í Víkurfjöru.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þátttöku í kostnaði við sjóvarnir í Víkurfjöru sem nemur tillögu Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að þeim fjármunum sem varið er til sjóvarna sé vel ráðstafað og telur að betur færi á að ráðist yrði í varanlegar aðgerðir með nýjum sandfangara. Samkvæmt erindi Vegagerðarinnar er um að ræða bráðabirgðalausn og því mælist sveitarstjórn til þess að tafarlaust verði hafinn undirbúningur að varanlegri vörn. Sveitarstjórn mælist jafnframt til þess að horft verði til þess að tengja saman nýja flóðvörn við þá sem er til staðar.

5.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 3

2211004F

Lagt fram til kynningar.

6.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 4

2212003F

Lagt fram til kynningar.

7.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 4

2212002F

 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 4 FFMR tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra og formanni ráðsins frekara samráð við skólastjórnendur við útfærslu erindisins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 4 FFMR þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið tekur vel í þá hugmynd að foreldrum verði boðinn afsláttur af leikskólagjöldum, kjósi þeir að hafa börn heima milli jóla og nýárs og felur leikskólastjóra frekari útfærslu. Ráðið telur rétt að ráðstafanir sem þessar verði framvegis ávarpaðar sérstaklega í nýrri menntastefnu sem unnin verður fyrir Mýrdalshrepp.
  FFMR staðfestir starfsáætlun Mánalands 2022 - 2023.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

8.Fjallskilanefnd - 2

2212004F

 • Fjallskilanefnd - 2 Álagning fjallskila tekur mið af ákvæðum fjallskilasamþykktar Vestur-Skaftafellssýslu og laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Heimild er fyrir því að hluti fjallskilakostnaðar sé lagður á landverð jarða og 15. gr. fjallskilasamþykktar kveður á um að kostnaði sé að 60% jafnað niður í hlutfalli við tölu fjallskilaskylds búpenings og að 40% á landverð jarða. Jarðirnar Suður- og Norður-Foss eiga land að Reynisfjalli þar sem lögð eru á fjallskil. Vegna þess er ekki hægt að fallast á að fjallskilin séu felld niður. Jörðunum fylgja jafnframt þau hlunnindi að geta rekið á sameiginlegan afrétt Mýrdalshrepps og þeim hlunnindum fylgja einnig þær skyldur að standa skil á fjallskilum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Fjallskilanefnd - 2 Fjallskilanefnd samþykkir uppgjör fjallskila skv. uppgjörsskjali sem kynnt var á fundinum og sent fundarmönnum í tölvupósti, með fyrirvara um innsláttarvillur.
  Fjallskilanefnd samþykkir að smalamennskum að upphæð 358.408 kr. verði jafnað á Skógræktarfélag Reykjavíkur að 23,2% og Jarðeignir ríkisins að 76,8% samkvæmt fasteignamati.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir uppgjör fjallskila m.v. uppgjör sem lagt var fyrir fundinn með þeim fyrirvara að þeir sem rétt hafi á undanþágu vegna álagningar skv. fjártölu fái neytt réttar síns til þess. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar hvað varðar smalamennskur í Felli en áréttar að rísi ágreiningur um greiðsluskyldu framangreindra aðila þá sé ekki fyrir heimild til þess að hluti eða heild metins kostnaðar greiðist úr sveitarsjóði.

9.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi

2212018

Tekin fyrir umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfi í Leikskálum vegna þorrablóts Mýrdælinga 2023.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

10.Skipan í öldungaráð Mýrdalshrepps

2211017

Teknar til umfjöllunar tilnefningar í öldungaráð Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir tilnefningu um að Birgir Hinriksson og Margrét Guðmundsdóttir sitji í ráðinu og tilnefnir oddvita sem fulltrúa sveitarstjórnar.

12.Smiðjuvegur 23 - Umsóknir

2106017

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stýra útdrætti um lóðina og úthluta henni í framhaldinu.

13.Erindi frá hmf Sindra

2212012

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og mælist til þess að gert verði ráð fyrir stuðningi við verkefnið á fjárhagsáætlun næsta árs. Endanlegri ákvörðun um upphæð styrksins er frestað þar til nánari lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun liggur fyrir.

14.Fjárhagsáætlun 2023

2210014

Tekin er til síðari umræðu fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps fyrir árið 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta á árinu 2023 verði 1.062 m.kr. og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði 788 m. kr.. Jákvæð rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð um 209,2 m.kr. Fjár-magnsliðir eru áætlaðir neikvæðir sem nemur tæplega 46,6 m. kr., þannig að áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2023 er jákvæð um 162,6 m.kr.
Áætluð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð 723 m.kr. sem verður mætt með lántöku allt að 300 m.kr. og lækkun á handbæru eiginfé. Handbært eigið fé í árslok er áætlað 87,8 m.kr.
Með breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2021, þurfa sveitarfélög nú að færa í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáætlanir, hlutdeild sína í byggðasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtækjum og öðrum félögum með ótakmarkaðri ábyrgð.

Í tilviki Mýrdalshrepps á þetta við um eftirtalin samrekstrarverkefni:
- Hula bs.
- Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.
- Bergrisinn bs.
- Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu

Áætlanir framangreindra rekstrareininga fyrir árin 2023 til 2026 um rekstur, efnahag og sjóðsstreymi liggja ekki fyrir og því hafa áhrif þeirra ekki verið verið færð í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Þegar samþykktar fjárhagsáætlanir framangreindra rekstrareininga liggja fyrir á viðeigandi formi er fyrirhugað að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023 til 2026.

Sveitarstjórn staðfestir við síðari umræðu fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta árs og þakkar sveitarstjóra og starfsfólki fyrir vel unnin störf við áætlunargerð.

15.Aðalfundargerð Hulu bs. 2022

16.Fundargerð stjórnar Hulu bs.

17.Fundargerðir stjórnar SASS

18.Fundargerðir 66. og 67. fundar stjórnar FSRV

2212009

Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun FSRV 2023. Sveitarstjórn tekur vel í tillögu stjórnar að heimaþjónusta verði færð yfir til byggðasamlagsins og felur sveitarstjóra frekari útfærslu.

19.Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambandsins

20.Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambandsins

21.Fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2211015

22.Fundargerð 223. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2212013

23.Fundargerð aðalfundar HSL 2022

24.Áskorun til sveitarstjórnar frá Landvernd

Fundi slitið - kl. 12:17.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir