2210014
Tekin er til síðari umræðu fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps fyrir árið 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta á árinu 2023 verði 1.062 m.kr. og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði 788 m. kr.. Jákvæð rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð um 209,2 m.kr. Fjár-magnsliðir eru áætlaðir neikvæðir sem nemur tæplega 46,6 m. kr., þannig að áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2023 er jákvæð um 162,6 m.kr.
Áætluð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð 723 m.kr. sem verður mætt með lántöku allt að 300 m.kr. og lækkun á handbæru eiginfé. Handbært eigið fé í árslok er áætlað 87,8 m.kr.
2212018 - Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi
2212004F - fundargerð Fjallskilanefndar
Samþykkt