Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins:
Mál nr.2207004, umsókn um framkvæmdaleyfi.
Mál nr.2207003, beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað.
1.Hafursey - Umsókn um framkvæmdaleyfi
2207004
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sýnatöku við Hafursey frá STEAG Power Minerals.
Sveitarstjórn samþykkir útgáfu leyfisins sem er háð því að sýnataka fari fram á námasvæði við Hafursey skv. aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
2.Sunnubraut 15 - Sala áfengis á framleiðslustað
2207003
Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað frá Sýslumanninum á Suðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina, að fengnum umsögnum frá viðeigandi aðilum sem sýna fram á að skilyrði sem gerð eru fyrir útgáfu leyfisins eru uppfyllt. Starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála, lokaúttekt hefur ekki farið fram vegna breytinga á geymslu og framleiðslusvæði sem hindrar því ekki útgáfu leyfisins. Afgreiðslutími og staðsetning staðar rúmast innan reglna og skipulags sveitarfélagsins. Starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustu og mengunarvarnir sbr. umsögn HSE. Kröfur um brunavarnir eru uppfylltar sbr. umsögn slökkviliðsstjóra.
3.Kjör fulltrúa í stjórnir og fundi á vegum Mýrdalshrepps.
2206009
A-listinn tilnefnir Finn Bárðarson í stað Önnu Huldar Óskarsdóttur í Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð Mýrdalshrepps. Skipan nýs fulltrúa í Enskumælandi ráð frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.
4.Króktún 13 - Umsókn um lóð
2205019
Teknar eru fyrir umsóknir um lóðina Króktún 13 í Vík. Umsækjendur eru: Einar Rúnar Magnússon Kolbeinn Viðar Jónsson Þorgerður Hlín Gísladóttir Stefán Snær Ágústsson
Sveitarstjóri stýrði útdrætti um lóðina og Harpa Elín Haraldsdóttir dró nafn Þorgerðar H. Gísladóttur úr potti umsækjenda. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
5.Króktún 11 - Umsókn um lóð
2205018
Teknar fyrir umsóknir um lóðina Króktún 11 í Vík. Umsækjendur eru: Natalia Zams Þórey Richard Úlfarsdóttir
Sveitarstjóri stýrði útdrætti um lóðina og Harpa Elín Haraldsdóttir dró nafn Nataliu Zams úr potti umsækjenda. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
6.Króktún 9 - Umsókn um lóð
2205017
Tekin er fyrir umsókn um lóðina Króktún 9 í Vík. Tekin er fyrir umsókn um lóðina Króktún 9 í Vík. Enginn sótti um lóðina sem fyrsta kost, þessir sækja um lóðina sem annan kost: Þórey Richard Úlfarsdóttir Þorgerður Gísladóttir.
Þar sem Þorgerður H. Gísladóttir fékk úthlutaða lóðina Króktún 13, er aðeins einn umsækjandi. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Þóreyju Richardt Úlfarsdóttur Króktún 9.
7.Króktún 7 - Umsókn um lóð
2205016
Tekin er fyrir umsókn um lóðina Króktún 9 í Vík. Enginn sótti um lóðina sem fyrsta kost, þessir sækja um lóðina sem annan kost: Natalia Zams
Þar sem Natalia Zams fékk úthlutaða lóðina Króktún 11 þá fellur umsókn um Króktún 7 niður.
8.Hátún 27 - Umsókn um lóð
2205024
Tekin er fyrir umsókn um lóðina Hátún 27 í Vík. Umsækjandi er Beata Rutkowska.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
9.jafnlaunastefna Mýrdalshrepps
2207001
Jafnlaunastefna Mýrdalshrepps lögð fram til kynningar fyrir nýja sveitarstjórn.
Mál nr.2207004, umsókn um framkvæmdaleyfi.
Mál nr.2207003, beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað.