Sveitarstjórn

631. fundur 20. apríl 2022 kl. 16:00 - 16:30 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins:

Fundargerð 302. fundar skipulagsnefndar.
Mál nr. 2203007 Skipun í Kjörstjórn.

Samþykkt samhljóða

1.Fundargerð Rekstrarnefndar Hjallatúns.

2103009

Fundargerð lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu rekstrarnefndar.

2.Skipulagsnefnd - 302

2204002F

  • 2.1 2002002 Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings Eystra 2020-2032
    Skipulagsnefnd - 302 Skipulagsnefnd Mýrdalshrepps gerir ekki athugasemd við tillögu að heildar enduskoðun aðalskipulags Rangárþings-eystra 2020-2032. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 2.2 1908012 END ASK Mýrdalshrepps 2019-2031
    Skipulagsnefnd - 302 Afgreiðslu tillögunnar frestað.
  • 2.3 2106037 DSK - Hesthúsasvæði
    Skipulagsnefnd - 302 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 2.4 2112009 DSK Presthúsagerði
    Skipulagsnefnd - 302 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um samþykki landeigenda þess lands sem aðkoma að lóðinni liggur yfir og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna í framhaldi af því skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 2.5 2102032 Sunnubraut 15 - Umsókn um byggingarleyfi
    Skipulagsnefnd - 302 Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar athugasemdir og fer fram á fjölgun bílastæða í a.m.k. 25 stæði samhliða breytingunni. Bókun fundar ÞRÚ víkur af fundi.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    ÞRÚ kemur aftur inná fundinn.
  • 2.6 2203026 Árbraut 2 - viðhald og endurbætur
    Skipulagsnefnd - 302 Skipulagsnefnd setur sig ekki uppá móti breytingum á bílskúr en kallar eftir ítarlegri gögnum fyrir grenndarkynningu.
    Varðandi fyrirhugaða stækkun og nýbyggingu á lóðinni er bent á að vinna við deiliskipulag stendur fyrir dyrum, sem gefur tækifæri til breytinga.
  • 2.7 2204007 Sléttuvegur 1 - Umsókn um stöðuleyfi
    Skipulagsnefnd - 302 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

3.Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi

2203022

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna beiðni um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-G Íbúðir, heiti staðar Black Beach Suites, forsvarsmaður Ásgeir Ingi Einarsson.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

4.Umsókn um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi

2204006

Lögð fram til staðfestingar áður samþykkt tækifærisleyfi- tímabundið áfengisleyfi vegna viðburðar í Víkuskála/Ströndin þann 16. apríl 2022.
Samþykkt samhljóða.

5.Skipun í kjörstjórn Mýrdalahrepps

2203007

Vegna breytinga sem gerðar voru á kosningalöggjöfinni og tóku gildi um síðustu áramót þá hafa tveir aðalmenn og einn varamaður í kjörstjórn sveitarfélagsins misst kjörgengi sitt vegna nýrra og strangari hæfisreglna. Kjörstjórn er því skipuð Andrési Viðarssyni formanni, Kristni Ágústssyni og Sigrúnu Jónsdóttur. Skipa þarf þrjá varamenn.
Gerð er tillaga að því að varamenn í kjörstjórn Mýrdalshrepps verði Ásmundur Bjarni Sæmundsson, Sabina Victoria Reinholdsdóttir og Harpa Elín Haraldsdóttir.
Samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2022.

2203025

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2203001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2204002

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

2202015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

2202005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands

12.Endurskipulagning sýslumannsembætta

2204001

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir