Sveitarstjórn

630. fundur 16. mars 2022 kl. 16:00 - 17:15 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
  • Þorgerður H. Gísladóttir nefndarmaður
  • Brian R. Haroldsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins:
Mál nr. 2202017- Uppgræðsla í Víkurfjöru.
Mál nr. 2203016- Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða í Vík og eflingu stafrænnrar stjórnsýslu í Mýrdalshreppi.
Mál nr. 2203018- Breyttur fundartími sveitarstjórnar Mýrdalshrepps í apríl 2022.

1.Skipulagsnefnd - 301

2203001F

  • Skipulagsnefnd - 301 Skipulagsnefnd samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 301 Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðaeigenda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 301 Skipulagsnefnd tekur vel í þessa umsókn enda er það stefna sveitarfélagsins að öll iðnaðarstarfsemi færist úr Vesturhluta Víkurþorps.
    Skipulagsnefnd samþykkir lóðaskiptin með fyrirvara um að staðfest samþykki allra eigenda.
    Skipulagsnefnd samþykkir einnig breytta notkun fyrirhugaðrar lóðar þar sem hús nr 15A stendur.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 301 Að vel athuguðu máli telur skipulagsnefnd þessa tillögu vera farsælustu lausnina í annars erfiðu máli, bílskúrar byggðir utan uppruna lóðar og að auki eru lóðarleigusamningar ekki í gildi. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Bókun fundar EFE víkur af fundi.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    EFE kemur aftur inná fundinn.
  • Skipulagsnefnd - 301 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 301 Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 301 Skipulagsnefnd fagnar því að komin sé fram áætlun um bættar sjóvarnir í Vík. Núverandi ástand er algjörlega óviðunandi og ljóst að bregðast þarf við sem allra fyrst áður en stórtjón verður í þéttbýlinu vegna sjóflóða og frekara landrofs. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Fundargerð 265. fundar fræðslunefndar Mýrdalshrepps.

2203013

Fundargerð fræðslunefdar Mýrdalshrepps lögð fram til kynningar.

3.Beiðni um styrk frá Lionshreyfingiunni á Íslandi

2202019

Lögð er fram beiðni frá Lionshreyfingunni á Íslandi vegna samstarfsverkefnis þeirra og Blindrafélagsins um að tryggja framboð af leiðsögu hundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

4.Samþykkt um vatnsverndarsvæði vatnsbóla

2102007

Lögð fram til staðfestingar drög að samþykktum um vatnsvernd á Suðurlandi.
Sveitarstjórn staðfestir samþykktir um vatnsvernd á Suðurlandi.

5.Samþykkt um br. á samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalhrepps.

2112019

Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps tekin til seinni umræðu.
Sveitarstórn staðfestir breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp.

6.Endurnýjun á yfirdráttarheimild í Arionbanka

2103029

Yfirdráttarheimild uppá 25.000.000 kr.sem Mýrdalshreppur hefur verið með undanfarin ár en hefur þó ekki þurft grípa til, fellur niður 20. mars nk. Lagt er til að heimildin verði endurnýjuð í eitt ár.
Samþykkt samhljóða.

7.Ránarbraut 17 - leikskóli - kosnaðaráætlun.

2108013

Kostnaðaráætlun vegna byggingu nýs leikskóla og lóðar lögð fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.

8.Skipun í kjörstjórn Mýrdalahrepps

2203007

Gerð er tillaga að því að Bergþóra Ástþórsdóttir verði aðalmaður í kjörstjórn og Sigrún Jónsdóttir til vara.
Samþykkt samhljóða.

9.Húsnæðisáætlun

2110021

Lögð er fram til staðfestingar endurskoðuð húsnæðisáætlun Mýrdalshrepps.
Samþykkt samhljóða.

10.Slit á óvirkum byggðasamlögum

2203014

Í erindi frá Rangárþingi- ytra er lagt er til að tvö byggðasamlög sem ekki eru formlega starfandi þ.e. Green Globe 21 kt: 520506-0200 og Atvinnu og ferðamálav. Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu kt: 581203-3220 verði lögð niður.Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna skipi slitastjórnir sem í sitji sveitarstjórar sem hafi það verkefni að annast uppgjör og slit byggðasamlaganna í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt samhljóða.

11.Uppgræðsla Víkurfjöru

12.Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða í Vík og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í Mýrdalshreppi.

2203016

Samþykkt samhljóða, sveitarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsinguna

13.Breyttur fundartími sveitarstjórnar Mýrdalshrepps í apríl 2022.

2203018

Gerð var tillaga að breyttum tíma reglulegs fundar í apríl n.k. og að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði í annarri viku apríl mánaðar 2022.
Samþykkt samhljóða.

14.Fundargerð 96., 97. og 98. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

15.Fundargerðir 35., 36., 37.og 38. fundar stjórnar Bergrisans

Fundi slitið - kl. 17:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir