2202009
Breytingar á barnaverndarlögum fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Breytingarnar taka gildi þann 28. maí 2022.
Í lögunum er kveðið á um að baki hvers hvers umdæmisráðs og barnaverndarþjónustu skulu vera a.m.k. 6000 íbúar. Sveitarfélög víða á landinu hafa hafið samtal um samstarf um þessi verkefni.