Sveitarstjórn

627. fundur 16. desember 2021 kl. 16:15 - 18:15 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Pálmi Kristjánsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Þórey R. Úlfarsdóttir
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins: Mál nr.2107011 - Umferðarmerki í vík og lækkun hámarkshraða.
Mál nr: 2112016 Beiðni um undanþágu frá byggingareglugerð.
Samþykkt svohljóðandi bókun: "Frá áramótum mun Sæmunda Fjeldsted láta af störfum hjá Mýrdalshreppi. Sveitarstjórn þakkar Sæmundu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni."

1.Skipulagsnefnd - 298

2112001F

Lögð fram fundargerð 298. fundar Skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 298 Áður en hægt er að taka ákvörðun um jafn umfangsmikla stækkun á Austurvegi 20 þarf að meta áhrif þess á umhverfið í kring m.a. með m.t.t. umferðar og annarra innviða sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd leggur til að áformin verði metin við endurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps. Sérstaklega verði skoðað framtíðarskipulag aðkomu og bílastæða á þjónustulóðunum við Austurveg í tengslum við nýjan hringveg um Mýrdal.

    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 298 Skipulagsnefnd tekur vel í erindi um byggingarleyfi fyrir frístundahús að Presthúsagerði, en fer fram á að gert verði deiliskipulag skv grein 2.5 í gildandi aðalskipulagi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 298 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps að teknu tilliti til ofangreindra umsagna með fyrirvara um að fornleifaskráning sem gerð var 2021 fylgi gögnum til skipulags- og byggingafulltrúa.
    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 298 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að lóðarmörkum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.HMS-úttekt á starfsemi slökkviliðsins

2111020

Þann 19. október sl. framkvæmdi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) úttekt á starfsemi Slökkviliðs Mýrdalshrepps þar sem athugasemdir komu fram. Í kjölfarið óskar HMS eftir úrbótááætlun sem hér er lögð er fram til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir úrbótaáætlunina og felur sveitarstjóra framgang málsins í samstarfi við slökkviliðsstjóra.

3.Samþykkt um vatnverndarsvæði vatnsbóla

2102007

Lögð fram til staðfestingar drög að samþykktum um vatnsvernd á Suðurlandi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að funda með heilbrigðiseftirliti Suðurlands til að kanna hvort að vatnsból fyrir bæinn í Vík standist þær kröfur sem settar eru fram í drögum að samþykktunum.

4.Beiðni um undanþágu frá fjallskilum.

2111024

Lögð er fram beiðni frá Bergi Elíassyni ábúanda á Pétursey um undanþágu frá fjallskilum þar sem hans fé gengur í beitarhólfi í heimalandi og hefur gert síðan 1978.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina.

5.Bréf frá stjórn Bergrisans dagsett 22 nóvember 2021.

2112004

Lagt er fram bréf frá stjórn Bergrisans þar sem lagt er til að stofnuð verði húsnæðissjálfseignarstofnun(hses) um byggingu, og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Sjálfseignarstofnunin mun eiga og annast rekstur íbúðakjarna, þ.e. húsnæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir að Mýrdalshreppur gerist aðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni.

6.Erindi frá hjúkrunarforstjóra Hjalltúns

2112007

Lagt er fram til afgreiðslu erindi frá Guðrúnu Berglindi Jóhannesdóttur, hjúkrunarforstjóra Hjalltúns, þar sem farið er fram á að starfsmenn Hjalltúns njóti forgangs bæði við úthlutun á leikskólaplássum og þegar kemur að heimsendingum í leikskólanum.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og leggur til að skýrar vinnureglur verði útfærðar þegar kemur að heimsendingum barna. Sveitarstjóra falinn framgangur málsins í samráði við leikskólastjóra. Tillaga að vinnureglum verði lögð fyrir fræðslunefnd í framhaldinu.

7.Erindi um fjárframlag sunnlenskra sveitarfélaga til Sigurhæða vegna 2022.

2112012

Lagt fram erindi frá Sigurhæðum, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis þar sem óskað er eftir því að sunnlensk sveitarfélög sameinist um að fjármagna sem nemur þriðjungi af heildarkostnaði við rekstur úrræðisins árið 2022. Óskað er eftir að Mýrdalshreppur styrki starfsemina um 278.561 kr.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið.

8.Brekkur 3 lóð - beiðni um landskipti

2112015

Með vísan í breytingalög jarðlaga nr. 85/2020 er óskað eftir heimild sveitarstjórnar Mýrdalhrepps vegna fyrirhugaðra landskipta á lóðinni Brekkur 3, lóð nr. 186082 úr jörðinni Brekkur 3, L16300 sbr. meðfylgjandi skiptayfirlýsingu dags. 10.11.2021 unnin af Ríkiseignum.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti landskiptin.

9.Slit Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu

2106016

Lagðar fram fundargerðir héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu og skiptastjórnar vegna slita á héraðsnefnd. Jafnframt lagt fram til staðfestingar samkomulag vegna Ytri-Skóga.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögur héraðsnefndar og skiptastjórnar.

10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021.

2106024

Lögð fram tillaga að 3. viðauka við fjárhagsáætlun 2021. Þar sem fyrir séð er að Hjalltún getur ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna langtímakröfu er í viðauka gert ráð fyrir framlagi til Hjalltúns vegna afborgunar af kröfunni á árinu 2021. Í viðauka er einnig gert ráð fyrir að framkvæmdir sem ekki tókst að ljúka á árinu 2021 verði færðar yfir á árið 2022.
Sveitarstjórn samþykkir 3. viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

11.Fjárhagsáætlun 2022-2025, síðari umræða.

2110013

Tekin er til síðari umræðu Fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps fyrir árið 2022. Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta á árinu 2022 verði 883.7 m. kr. og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði 759.6 m. kr.. Jákvæð rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð um 124 m. kr. Fjár-magnsliðir eru áætlaðir neikvæðir sem nemur tæplega 39.3 m. kr., þannig að áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2022 er jákvæð um 84.7m. kr.
Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps fyrir árið 2022 -2025 við síðari umræðu.

12.Umferðamerki í Vík og lækkun hámarkshraða.

2107011

Lögð er fram tillaga að breytingu á umferðarhraða og umferðarmerkingum í þéttbýlinu í Vík.
Lagt er til að að í öllum götum í þéttbýlinu í Vík verði hámarkshraði 30 km og hluti Víkurbrautar verði gerður að vistgötu með hámarkshraða 15km. Einnig er lagt til að farið verði í átak í umferðarmerkingum samkvæmt fylgiskjali.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um breytingu á forgangsstefnu við Skólabraut, færslu biðskyldu við gatnamót Mánabrautar og Ránarbrautar, viðbótar biðskyldu við Strandveg og að ákvörðun um vistgötu á Víkurbraut verði frestað.

13.Beiðni um undanþágu frá (11.) breytingu á byggingareglugerð, nr.112/2012.

2112016

Lögð fram til staðfestingar beiðni um tímabundna undanþágu frá 11. breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012 sem tók gildi þann 25. nóv. s.l.
Sveitarstjórn staðfestir beiðnina.

14.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, haldnir 4. október og 1. nóvember 2021.

2111021

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 574. og 575. fundar stjórnar SASS.

2111023

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

16.Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarélaga, haldinn 26. nóvember 2021.

2112001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Aðalfundar Bergrisans b.s. haldinn 24. nóvember 2021.

2112003

Fundargerð Aðalfundar Bergrisans b.s. lögð fram til kynningar. Fjárhagsáætlun Bergrisans b.s. fyrir árið 2022 lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Bergrisans fyrir árið 2022.

18.Fundargerð 14. fundar stjórnar Skógasafns ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

2112005

Fundargerð lögð fram til kynningar. Fjárhagsáætlun Skógasafns fyrir árið 2022 lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Skógasafn fyrir árið 2022.

19.Fundargerð stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, haldinn 9. nóvember 2021.

2111012

Fundargerð Félagsmálanefndar lögð fram til kynningar, drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.

20.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar í úrgangsmálum.

2112014

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir