Sveitarstjórn

626. fundur 18. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:30 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 297

2111002F

  • Skipulagsnefnd - 297 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar EFE víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
    EFE kemur aftur inná fundinn.
  • 1.2 2109007 ASK BR Túna-hverfi
    Skipulagsnefnd - 297 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 297 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar EFE Víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
    EFE kemur aftur inná fundinn.
  • 1.4 2011004 DSK - Túna-hverfi
    Skipulagsnefnd - 297 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að svara þeim fyrirspurnum sem hafa borist um breytingar á lóðum innan skiplagssvæðisins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 297 Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna að teknu tilliti til umsagna.
    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 297 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að leggja gönguleið yfir rafstöðvarstífluna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 297 Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Skipulagsnefnd - 297 Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Skipulagsnefnd - 297 Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Skipulagsnefnd - 297 Bókun fundar Lagt fram til kynningar

2.Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 263

2111004F

  • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 262 Þetta kom m.a. fram í máli skólastjóra:
    Víkurskóli er tekur á móti samstarfshópi 22.nóvember 2021 í Erasmus verkefninu og fjórir nemendur fara úr Víkurskóla til Þýskalands í desember.

    Áætlaðar eru ferðir til Gran kanarí í janúar og Finnlands í febrúar 2022 í tengslum við Erasmus verkefnið.

    Undirbúningur jóladagskrár Víkurskóla er í fullum undirbúningi.

    Víkurskóli og leikskólinn Mánaland eru í samstarfi fram að jólum í móðurmálskennslu en elstu þrír árgangarnir fá tvær kennslustundir á viku.

    Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun og skólanámskrá grunnskólans.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 262 Þetta kom m.a. fram í máli skólastjóra:
    Þrír nýjir starfsmenn byrjuðu á leikskólanum í fullu starfi í haust, þar af einn með leyfisbréf í kennarafræðum.

    Samvinnuverkefni er í gangi með Víkurskóla en þá eru elstu 3 árgangarnir í Lubbastund. Lubbi vinnur með málörvun.

    Níu börn eru á biðlista, 26 börn eru á leikskólanum.

    Úttekt á aðalskoðun á vegum BSI á leiksvæði leikskólans fór fram og kom vel út.

    Heilbrigðiseftirlitið kom og tók út leikskólann.
  • Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 262 Skólastjóri Tónskólans boðar forföll.
DB víkur af fundi.

3.Smiðjuvegur 20A - Umsókn um lóð

2110017

Lögð er fram umsókn um lóðina Smiðjuveg 20a frá Jóni Ómari Finnssyni.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
DB kemur aftur inná fundinn.
Páll Tómasson Víkur af fundi, í hans stað kemur Pálmi Kristjánsson inn á fundinn.

4.ASK BR - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur

2002015

Lögð er fram til umfjöllunar umsögn Vegagerðarinnar við ASK breytingu, efnistaka í fjörunni við Vík.
Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sína í málinu og mótmælir afstöðu Vegagerðarinnar enda er hún ekki studd neinum gögnum. Jafnvel þótt sérstaklega hafi verið óskað eftir fresti af hálfu stofnunarinnar vegna vinnu erlends sérfræðings við mat á ströndinni þá hafa engin gögn borist sem geta frekar rökstutt afstöðu stofnunarinnar.
Brugðist hefur verið við þeim áhyggjum sem Vegagerðin hefur lýst vegna efnistökunnar með gerð ítarlegrar rannsóknaráætlunar um vöktun á stöðugleika strandarinnar í Víkur- og Fagradalsfjöru.
Sveitarstjórn vísar því á bug að í afstöðu sinni felist þversögn vegna umsóknar um byggingu á þriðja sandfangaranum í Víkurfjöru. Sveitarfélagið mun eftir sem áður berjast fyrir því að byggðin í Vík verði varin gegn ágangi sjávar. Vitað er að efnisflutningar með ströndinni nema milljónum rúmmetra á ári en áformuð efnistaka yrði ekki nema lítið brot af því. Fullyrðingar Vegagerðarinnar um að efnistaka, sem háð verður jafn ströngu eftirliti og lagt er til, muni án efa auka á rofhraða eru með öllu órökstuddar.
Mikið er í húfi fyrir samfélagið í Mýrdalshreppi að tilraunir til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitarfélagsins fái eðlilegan framgang. Slíkt þarf ekki að vera á kostnað umhverfisins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun eftir sem áður standa jafnt vörð um hagsmuni náttúrunnar og samfélagsins. Komi í ljós að efnistakan reynist ósjálfbær og hafi neikvæð áhrif á þróun strandarinnar mun verða gripið inn í og hún stöðvuð í samræmi við vöktunaráætlun.
Páll Tómasson kemur aftur inná fundinn, Pálmi Kristjánsson yfirgefur fundinn.

5.Umsókn um aðstöðu fyrir tjaldsvæði.

2111002

Lögð er fram umsókn um aðstöðu fyrir tjaldsvæði og Glamping (Luxus Camping) og eða samstarf við sveitarfélagið um aðstöðu fyrir starfsemina.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en hefur að svo stöddu ekki á að skipa landsvæði fyrir tjaldsvæði.

6.Umsókn um rekstrarstyrk.

2103003

Lögð fram styrkbeiðni frá Samtökum um kvennaathvarf vegna aukins álags í þjónustunnni.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

7.Bygging nýs leikskóla, breyting á hönnunarkostnaði.

2012011

Lögð fram til samþykktar hækkun á hönnunarkostnaði vegna stækkunar á fyrirhugðari byggingu nýs leikskóla frá útboði, um 38,9% eða frá 17.888.384 kr. m. vsk. í 24.846.965 kr. m. vsk. Hækkunin á hönnunarþóknuninni verður þá 6.958.581 kr. m. vsk.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

8.Tilnefning fulltrúa á aðalfund Bergrisans 2021.

2111013

Tilnefning fulltrúa á aðalfund Bergrisans 24. nóvember 2021.
Sveitarstjórn tilnefnir sveitarstjóra, oddvita og Pál Tómasson.

9.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2034

2111015

Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarfélögum að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin skal gilda í tólf ár í senn og er sveitarfélögum frjálst að vinna slíka áætlun í samstarfi við fleiri sveitarfélög. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður hafa í sameiningu kallað eftir tilboði í gerð svæðisáætlunar. Lagt er til að farið verði í gerð svæðisáætlunar í samstarfi með þessum sveitarfélögum og að tilboði Environice verði tekið, áætlaður kostnaður Mýrdalshrepps er 460.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

10.Umferðamerki í Vík

2107011

Lögð er fram tillaga að breytingu á umferðarhraða og umferðarmerkingum í þéttbýlinu í Vík. Lagt er til að að í öllum götum í þéttbýlinu í Vík verði hámarkshraði 30 km og hluti Víkurbrautar verði gerður að vistgötu með hámarkshraða 15km. Einnig er lagt til að farið verðií átak í umferðarmerkingum samkvæmt fylgiskjali.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

11.Fundargerð Hollvinasjóðs Hjalltúns

2110019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð 573. fundar stjórnar SASS, haldinn 8. október 2021

2111004

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir