Skipulagsnefnd - 297Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.Bókun fundarEFE víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. EFE kemur aftur inná fundinn.
Skipulagsnefnd - 297Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd - 297Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarEFE Víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. EFE kemur aftur inná fundinn.
Skipulagsnefnd - 297Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að svara þeim fyrirspurnum sem hafa borist um breytingar á lóðum innan skiplagssvæðisins.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd - 297Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að leggja gönguleið yfir rafstöðvarstífluna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 262Þetta kom m.a. fram í máli skólastjóra: Víkurskóli er tekur á móti samstarfshópi 22.nóvember 2021 í Erasmus verkefninu og fjórir nemendur fara úr Víkurskóla til Þýskalands í desember.
Áætlaðar eru ferðir til Gran kanarí í janúar og Finnlands í febrúar 2022 í tengslum við Erasmus verkefnið.
Undirbúningur jóladagskrár Víkurskóla er í fullum undirbúningi.
Víkurskóli og leikskólinn Mánaland eru í samstarfi fram að jólum í móðurmálskennslu en elstu þrír árgangarnir fá tvær kennslustundir á viku.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun og skólanámskrá grunnskólans.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fræðslunefnd Mýrdalshrepps - 262Þetta kom m.a. fram í máli skólastjóra: Þrír nýjir starfsmenn byrjuðu á leikskólanum í fullu starfi í haust, þar af einn með leyfisbréf í kennarafræðum.
Samvinnuverkefni er í gangi með Víkurskóla en þá eru elstu 3 árgangarnir í Lubbastund. Lubbi vinnur með málörvun.
Níu börn eru á biðlista, 26 börn eru á leikskólanum.
Úttekt á aðalskoðun á vegum BSI á leiksvæði leikskólans fór fram og kom vel út.
Páll Tómasson Víkur af fundi, í hans stað kemur Pálmi Kristjánsson inn á fundinn.
4.ASK BR - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur
2002015
Lögð er fram til umfjöllunar umsögn Vegagerðarinnar við ASK breytingu, efnistaka í fjörunni við Vík.
Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sína í málinu og mótmælir afstöðu Vegagerðarinnar enda er hún ekki studd neinum gögnum. Jafnvel þótt sérstaklega hafi verið óskað eftir fresti af hálfu stofnunarinnar vegna vinnu erlends sérfræðings við mat á ströndinni þá hafa engin gögn borist sem geta frekar rökstutt afstöðu stofnunarinnar. Brugðist hefur verið við þeim áhyggjum sem Vegagerðin hefur lýst vegna efnistökunnar með gerð ítarlegrar rannsóknaráætlunar um vöktun á stöðugleika strandarinnar í Víkur- og Fagradalsfjöru. Sveitarstjórn vísar því á bug að í afstöðu sinni felist þversögn vegna umsóknar um byggingu á þriðja sandfangaranum í Víkurfjöru. Sveitarfélagið mun eftir sem áður berjast fyrir því að byggðin í Vík verði varin gegn ágangi sjávar. Vitað er að efnisflutningar með ströndinni nema milljónum rúmmetra á ári en áformuð efnistaka yrði ekki nema lítið brot af því. Fullyrðingar Vegagerðarinnar um að efnistaka, sem háð verður jafn ströngu eftirliti og lagt er til, muni án efa auka á rofhraða eru með öllu órökstuddar. Mikið er í húfi fyrir samfélagið í Mýrdalshreppi að tilraunir til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitarfélagsins fái eðlilegan framgang. Slíkt þarf ekki að vera á kostnað umhverfisins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun eftir sem áður standa jafnt vörð um hagsmuni náttúrunnar og samfélagsins. Komi í ljós að efnistakan reynist ósjálfbær og hafi neikvæð áhrif á þróun strandarinnar mun verða gripið inn í og hún stöðvuð í samræmi við vöktunaráætlun.
7.Bygging nýs leikskóla, breyting á hönnunarkostnaði.
2012011
Lögð fram til samþykktar hækkun á hönnunarkostnaði vegna stækkunar á fyrirhugðari byggingu nýs leikskóla frá útboði, um 38,9% eða frá 17.888.384 kr. m. vsk. í 24.846.965 kr. m. vsk. Hækkunin á hönnunarþóknuninni verður þá 6.958.581 kr. m. vsk.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
8.Tilnefning fulltrúa á aðalfund Bergrisans 2021.
2111013
Tilnefning fulltrúa á aðalfund Bergrisans 24. nóvember 2021.
Sveitarstjórn tilnefnir sveitarstjóra, oddvita og Pál Tómasson.
Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarfélögum að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin skal gilda í tólf ár í senn og er sveitarfélögum frjálst að vinna slíka áætlun í samstarfi við fleiri sveitarfélög. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður hafa í sameiningu kallað eftir tilboði í gerð svæðisáætlunar. Lagt er til að farið verði í gerð svæðisáætlunar í samstarfi með þessum sveitarfélögum og að tilboði Environice verði tekið, áætlaður kostnaður Mýrdalshrepps er 460.000 kr.
Lögð er fram tillaga að breytingu á umferðarhraða og umferðarmerkingum í þéttbýlinu í Vík. Lagt er til að að í öllum götum í þéttbýlinu í Vík verði hámarkshraði 30 km og hluti Víkurbrautar verði gerður að vistgötu með hámarkshraða 15km. Einnig er lagt til að farið verðií átak í umferðarmerkingum samkvæmt fylgiskjali.