1.Erindi frá Skaftárhreppi, könnun á möguleikum á sameiningu sveitarfélaga.
2110016
Lagt fram erindi frá Skaftárhreppi varðandi möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings-eystra og Rangárþings-ytra.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en telur eðlilegt að beðið verði með frekari viðræður að svo stöddu og þess í stað lögð áhersla á framgang verkefnisins Stafrænt Suðurlands.
2.Umsókn um sérleyfi fyrir rekstri rafhlauphjólaleigu í Vík.
2111010
Lögð er fram umsókn um sérleyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafhlaupahjól í Vík í Mýrdal.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samning, en mælist til að færð verði í samninginn heimild til að lokað verði fyrir starfsemina á ákveðnum tímum sólarhrings.