Sveitarstjórn

625. fundur 11. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:10 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Pálmi Kristjánsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Þórey R. Úlfarsdóttir
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Erindi frá Skaftárhreppi, könnun á möguleikum á sameiningu sveitarfélaga.

2110016

Lagt fram erindi frá Skaftárhreppi varðandi möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings-eystra og Rangárþings-ytra.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en telur eðlilegt að beðið verði með frekari viðræður að svo stöddu og þess í stað lögð áhersla á framgang verkefnisins Stafrænt Suðurlands.
Fylgiskjöl:
PT víkur af fundi

2.Umsókn um sérleyfi fyrir rekstri rafhlauphjólaleigu í Vík.

2111010

Lögð er fram umsókn um sérleyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafhlaupahjól í Vík í Mýrdal.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samning, en mælist til að færð verði í samninginn heimild til að lokað verði fyrir starfsemina á ákveðnum tímum sólarhrings.
PT kemur aftur inná fundinn.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021.

2106024

Lagður er fram til staðfestingar viðauki nr:2 við fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps 2021.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.

4.Fjárhagsáætlun 2022-2025, fyrri umræða.

2110013

Lögð er fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlum Mýrdalshrepps 2022-2025.
Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.

5.Tillaga að breytingum á samþykktum um kjör kjörinna fulltrúa Mýrdalshrepps.

2111007

Lögð er fram tillaga að breytingum á samþykktum um kjör kjörinna fulltrúa Mýrdalshrepps til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

6.Tillaga að breytingum á nefndastarfi

2111006

Lögð er fram tillaga að breytingum á nefndarstarfi til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
IMB víkur af fundi.

7.Sala á Sunnubraut 5

2111009

Lagt fram til staðfestingar tilboð frá Makka ehf í Sunnubraut 5 í Vík, uppá 47 milljónir króna.
Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.
IMB kemur aftur inná fundinn.

8.Útsýnispallur í Reynisfjalli.

2110022

Lögð fram til kynningar umsókn um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir