Sveitarstjórn

624. fundur 14. október 2021 kl. 16:00 - 17:35 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Þorgerður H. Gísladóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Ingi Már Björnsson
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins: Mál nr.2110012 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

1.Skipulagsnefnd - 296

2109003F

  • Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar EFE vék af fundi.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd gerir athugasemd við afmörkun deiliskipulagssvæðis og fer fram á að talað sé um deiliskiplagsmörk í stað lóðar A. Einnig gerir skipulagsnefnd athugasemd við að áform um gjaldtöku komi fram í deiliskipulagsbreytingu og fer fram á að það verði tekið út.
    A.ö.l. samþykkir Skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    EFE kemur aftur inná fundinn.
  • Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 1.4 2003007 DSK - Þórisholt
    Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.5 2102020 DSK - Víkurbraut 5
    Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að niðurstöður rannsóknar um skuggavarp verði sett inní greinargerð deiliskipulags. Skipulagnefnd fer einnig fram á að geymsla við lóðarmörk Sunnubrautar verði færð þannig að hún verði tvo metra frá lóðarmörkum og að þak halli niður til suðurs á geymslunni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
    Öllum athugasemdum hefur verið svarað og eru í fylgigögnum fundargerðar. Öllum aðilum sem gerðu athugasemdir verða send svör skipulagsnefndar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn hafnar deiliskipulaginu í núverandi mynd og mælist til að því verði breytt þannig að það nái ekki inn á Guðlaugsblett og að gert verði ráð fyrir nægilega mörgum bílastæðum fyrir fyrirhugaða starfsemi innan lóðarinnar. Sveitarstjórn tekur undir tilmæli skipulagsnefndar um að geymsla við lóðarmörk Sunnubrautar verði færð þannig að hún verði tvo metra frá lóðarmörkum og að þak halli niður til suðurs á geymslunni.
  • Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd vekur athygli á að fyrirætluð stækkun mannvirkis samræmist ekki skilmálum deiliskipulags á lóðinni þar sem vegg hæð fer yfir gildandi hámarkshæð í deiliskipulagi. Einnig er í skilmálum deiliskipulags ákvæði um að hlutfall bílastæða innan reits (V1) um eitt bílastæði á hverja 40 fm. mannvirkis. Ekki er hægt að verða við ósk um stækkun á lóð vegna fyrirhugaðrar veglínu þjóvegar 1. Á svæðinu er nýtt deiliskipulag sem samþykkt var á þessu ári, skipulagsnefnd fellst ekki á að því verði breytt. Engin gögn bárust um innanhúsbreytingar, því getur skipulagsnefnd ekki tekið þær fyrir. Vakin er athygli á að innanhúsbreytingar falla undir nýja brunahönnun. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd vísar málinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 296 Óski eigendur Víkurbrautar 21a að skipta upp lóðinni í samræmi við eignarhluti sína í eigninni þá verða þeir að koma sér saman um það og gera yfirlýsingu um afnotarétt lóðar. Samkvæmt eingarskiptayfirlýsingu dags. 13. nóvember 2000, kemur fram að lóðin er 1.285 fm að stærð sem er í samræmi við það sem er skráð hjá þjóðskrá og stuðst er við í afmörkun lóðar á lóðarblaði. Bókun fundar ÞHG víkur af fundi.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    ÞHG kemur aftur inná fundinn.
  • Skipulagsnefnd - 296 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögurnar. Bókun fundar ÞRÚ víkur af fundi.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    ÞRÚ kemur aftur inná fundinn.
  • Skipulagsnefnd - 296 Afgreiðslu málsins frestað vegna yfirstandandi skipulgasvinnu á svæðinu .

2.Styrkbeiðni frá Rangárbökkum ehf. vegna fyrirhugaðs Landsmóts hestamanna 2022.

2109020

Lögð er fram styrkbeiðni frá Rangárbökkum ehf. vegna fyrirhugaðs landsmóts hestamanna á Rangárbökkum 4. - 10. júlí 2022.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

3.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi í Íþróttamiðstöðinni frá Tónræktinni.

2109026

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi- tímabundið áfengisleyfi frá Tónræktinni ehf.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

4.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi í Leikskálum frá Tónr

2109027

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi- tímabundið áfengisleyfi í Leikskálum frá Tónræktinni ehf.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

5.Samningur um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum.

2110003

Lagður er fram samningur um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn með fyrirvara um orðalagsbreytingu í 4. gr. og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.

6.Umsókn um rekstrarstyrk.

2103003

Lögð er fram til umfjöllunar umsókn um rekstrarstyrk frá Samtökum um kvennaathvarf fyrir árið 2022.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

7.Erindi um kaup á lyftu fyrir hjúkrunarheimilið Hjalltún.

2110007

Lagt er fram til umfjöllunar bréf frá áhugahóp um kaup á lyftu fyrir hjúkrunarheimilið Hjalltún og mögulega viðbyggingu vegna hennar.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir að þörf sé á endurbótum á lyftubúnaði á Hjallatúni. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir tilboði í hönnun á lyftuhúsi og leggja fyrir sveitarstjórn.
Fylgiskjöl:

8.Samstarf í stafrænni umbreytingu 2022.

2110008

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra sambandsins til allra sveitarfélaga um þátttöku og framlög sveitarfélaga til samstarfs í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

9.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

2110012

Lögð er fram umsókn til samþykktar um námsvist utan sveitarfélags .
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

10.Þjónustusamningur

2109014

Lögð eru fram drög að samning við Auðnast ehf. sem felur í sér heildstæða þjónustu á sviðið heilsuverndar sem felur í sér að gæta heilsutengra hagsmuna starfsfólks með það að markmiði að lágmarka fjarvistir vegna veikinda og streitutengdra þátta og grípa fyrr inní heilufarslegan vanda sem getur leitt til heilubrests. Einnig er þetta hluti af verkefninu heilussamlegt samfélag.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.

11.Álagning gjalda fyrir árið 2022.

2110010

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að álgningu gjalda fyrir árið 2022.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

12.Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 24. september 2021.

2109023

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð 214. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 1. október 2021

2110001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Samþykkt um vatnverndarsvæði vatnsbóla

2102007

Lögð fram til kynningar tvö mál sem verða tekin fyrir á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem verður á Ársþingi SASS 29. október 2021.

15.Bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands

2110002

Bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands varðandi frjálsíþróttaaðstöðu og þjóðarleikvang.
Lagt fram til kynningar.

16.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi breytingu á reglugerð nr 1212 frá 2015 vegna reikningskila sveitarfélaga

2110009

Bréf lagt fram til kynningar.

17.Niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaga á Suðurland.

2106014

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir