Sveitarstjórn

623. fundur 16. september 2021 kl. 15:30 - 16:50 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Einar Freyr Elínarson oddviti
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
 • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
 • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá fundarins:
2105025 - Frávikagreining vegna fjárhagsáætlunar 2021.
2101009 - ASK BR. Norður-Garður 3, Fístundabyggð.

Samþykkt samhljóða

1.Skipulagsnefnd - 295

2109002F

 • 1.1 2109007 ASK BR Túna-hverfi
  Skipulagsnefnd - 295 Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir umsögnum og auglýsa lýsinguna skv.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 295 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna skv.1.gr.41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.3 2102020 DSK - Víkurbraut 5
  Skipulagsnefnd - 295 Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 295 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 295 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 295 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 295 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
PT víkur af fundi.

2.Leyfi til notkunar lands vegna akstursíþrótta

2108020

Umsókn um leyfi til notkunar lands við Hafursey vegna Extreme-E mótaraðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að keppnin fari fram. Mælst er til þess að fylgt verði í hvívetna öðrum ákvæðum reglugerðar um akstursíþróttir og aksturskeppnir er varða öryggi og vernd gegn náttúruspjöllum.
PT kemur aftur inná fundinn.

3.Umsókn um styrk frá hestamannafélaginu Sindra

2109010

Lögð er fram umsókn um styrk frá hestamannafélaginu Sindra.
Sveitarstjórn fagnar því að reiðskóli hestamannafélagsins Sindra sé vel sóttur og samþykkir umsóknina en mælist til þess að sveitarfélaginu verði sent uppgjör fyrir reiðskóla 2021 og kostnaðaráætlun fyrir reiðskóla 2022 áður en styrkurinn verður greiddur út.
DB víkur af fundi.

4.Umsókn um leyfi til að halda þolaksturskeppni í landi Reynisbrekku á Mýrdalssandi.

2109011

Lögð er fram umsókn frá Jaðarklúbbnum Víkursport um að halda þolaksturskeppni í landi Reynisbrekku á Mýrdalssandi.
Sveitarstjórn veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir því að keppnin fari fram.
DB kemur aftur inná fundinn.

5.ASK BR - Norður-Garður 3 Frístundabyggð

2101009

Lögð er fram umsókn ASK BR - Norður Garður 3, frístundabyggð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytta landnotkun á grundvelli tillögu um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028, Norður-Garður í ljósi þess að umfang breytingarinnar með tilliti til ræktarlands og mögulegra búrekstrarnota til framtíðar er lítið eða óverulegt.

6.Tillaga um lækkun hámarkshraða í Vík

2109009

Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýlinu í Vík verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa tillöguna á heimasíðu sveitarfélagsins og kalla eftir athugasemdum frá íbúum. Jafnframt er sveitarstjóra falið að leita umsagnar lögreglustjóra við tillöguna en afgreiðslu hennar er frestað til næsta fundar.

7.Frávikagreining vegna fjárhagsáætlunar 2021

2105025

Sveitarstjóri kynnir rekstarafkomu sveitarfélagsins á fyrstu 6 mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð 90. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

2108019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 27. ágúst 2021

2108022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 213. fundar HeS., haldinn 30.ágúst 2021.

2108021

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Aðalskoðun leiksvæðis Mánalands

2108016

Aðalskoðun leiksvæðis leikskólans Mánalands lögð fram til kynningar.

12.Aðalskoðun leiksvæðis Víkurskóla

2108017

Aðalskoðun leiksvæðis leikskólans Mánalands lögð fram til kynningar.

13.Skýrsla Kötlu jarðvangs um fjörubreytingar í Vík

2108018

Skýrsla jarðvangsins um fjörubreytingar í Vík lögð fram til kynningar.

14.Skýrsla og ársreikningur Vottunarstofunnar Túns ehf.

2109012

Skýrsla lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir