Sveitarstjórn

622. fundur 10. september 2021 kl. 10:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Starfandi sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kjörskrárstofn vegna Alþingiskosninga 25. september 2021

2109004

Lagður fram kjörskrárstofn vegna Alþingiskosninga sem fara fram 25. september 2021.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar breytingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september nk.

2.Kjörskrárstofn vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga 25. september 2021

2109005

Lagður fram kjörskrárstofn vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem fara fram 25. september 2021.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar breytingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sameiningakosninga 25. september nk.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir